Fimmtudagur, 27. desember 2007
Ég og RÚV....
..höfum átt í eldheitu ástarsambandi frá því kl. 19,00 í kvöld og þar til að seinni bíómyndinni lauk, fyrir fimm mínútum eða svo. Svo eldheitt var á sambandið að það slitnaði ekki slefan á milli okkar. Ég daðraði ekki einu sinni við Stöð 2, hegðaði mér eins og ungmey í festum sem hugsar bara um sinn heittelskaða.
Fréttir eru nauðsynlegar. Ég horfði frá upphafi til enda. Só?
Ég horfði á heimildarmyndina um Jón Pál. Hló og grét eftir pöntun. Ég sá þennan merkilega persónuleika í þætti á gamlársdag úti í Svíþjóð, 1983, og féll fyrir þessu krútti. Síðan þá hefur hann átt ponsu pláss í hjartanu mínu, þrátt fyrir að ég sé algjörlega laus við áhuga á íþróttinni sem hann stundaði. Það á reyndar við um flestar íþróttir, en hva, JP var frábær. Mér fannst þeir nú verða ansi hástemmdir í lok myndarinnar, með "Hærra minn Guð til þín" og allt það. Stundum á að kunna sér hóf. Saga JP snertir mann, það þarf enga englakóra til að framkalla jarðarfararstemmingu og sorg, þær tilfinningar koma af sjálfu sér, þegar ungar manneskjur deyja langt um aldur fram.
Ég er búin að bíða lengi eftir að sjá kvikmyndina Börn. Allir segja að hún sé betri en Foreldrar, sem ég er auðvitað heldur ekki búin að sjá. Og nú þegar ég hef séð hana, veit ekki hvað mér finnst. Hún er grípandi þessi mynd en samt svo vandamála sænsk og ég hef séð grilljón svoleiðis myndir. Uppskriftin var pottþétt. Sorgmædd börn, móðir í basli, ábyrgðarlaus faðir og andstyggileg stjúpmóðir, yfirvofandi forræðisdeila, sjálfsmorðstilraun, geðræn vandamál, krabbamein, ofbeldi og Breiðholtið, svei mér þá. Ætla mætti að ég myndi krullast upp, eftir að hafa fengið óverdós af vandamálamyndum, og þessi var meira að segja í svarthvítu, en ég horfði með áfergju. Hvers vegna veit ég ekki. Allt var svo fyrirsjáanlega bömmerað eitthvað. Ég held að mér hafi fundist hún ágæt, eða þá að hún hafi verið vænlegri kostur en Harðskafi sem beið mín á stofuborðinu, en eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita, þá er ég ekki mikið fyrir svakamálasögur.
Og svo kom Íslenski draumurinn!! Tammtaratamm. Ég hef séð hana áður og ég elskaði hana og nú elska ég hana enn meir. Hvað er orðið af þessum dásamlega leikara í aðalhlutverkinu? Hann á nottla að vera í vinnu við að gera lífið bærilegt hjá fólki (í Breiðholtinu svarthvíta?). Sjaldan sem ég ligg í hlátri yfir bíómyndum en þarna er íslenskur plebbismi fangaður svo gjörsamlega að ég krullast upp af gleði og aðdáun.
Svona leið nú þetta jólakvöld hjá mér. Með konfekti (skammastín Jenný með sykursýki, líka á jólunum), sjónkanum, húsbandinu og milljón kertaljósum.
Lífið er bjútífúl.
Ég held ég sofni þokkalega ánægð, einkum og sér í lagi vegna þess að það er komið veður.
Verða að minnast á að þegar ég var að kíkja á nýjustu bloggin þá sá ég einn bloggnörðvera að blogga um feminista og Sóleyju Tómasdóttur og ladídadída. Fara sumir aldrei í jólafrí? Er ekki hægt að njóta jólanna fyrir argaþrasinu? Alveg er ég viss um að Sóley er að borða konfekt eða gera eitthvað skemmtilegt og þetta tuð snertir hana minna en ekki neitt. Ekki frekar en það snertir mig.
Sumir kunna ekki að vera í jólaskapi.´
Meira var það ekki í augnóinu.
Ég og jólasveinninn höfum lokað deginum.
Falalalalalala
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Kvikmyndir, Sjónvarp | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já sæl og góðan dag, ég gleymdi bara alveg að horfa á sjónvarpið í gærkvöldi.... eins og reyndar flest kvöld Enda búin að sjá það sem boðið var uppá á Rúv.
Njóttu dagsins til hins ýtrasta
Jónína Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 07:58
Góðan daginn elsku Hallgerður, nú er allt eins og það á að vera, þú á réttum stað í býtið. Njóttu dagsins mín kæra.
Jónína: Það eru ár og dagar síðan ég hef legið svona yfir sjónvarpi. Hjá mér er það næstum því heilbrigðismerki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 08:02
....næstum því heilbrigðismerki... góð
Jónína Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 08:17
Jón Páll var frábær karakter og eftirtektarvert að allir sem töluðum um hann nefndu hvað hann hefði verið ljúfur Synd og skömm að hann skyldi falla frá svona snemma. Maður sá samt á honum einhver merki þarna í viðtalinu.... vantaði neistann.
Ég gafst upp á Börnum. Aðeins of mikill vandamálapakki þar á ferð fyrir minn smekk. Hinsvegar er íslenski draumurinn alltaf góð og hrikalega góður í aðalhlutverkinu hann þarna maðurinn sem ég man ekki hvað heitir. Svo yndislega mikill lúser að maður gæti knúsað hann
lovjú
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 08:57
Jólaknús. Mín fór í frí, líka frá imbanum Undarlegt hvað þessir nerðir nenna endalaust að rausa um Sóleyju. Blablablablabla.... Horfi á þessar myndir í ellinni um leið og ég les allar þær bækur sem ég ætlaði að lesa.
En þú ert bestust. Líka á jólunum
Laufey Ólafsdóttir, 27.12.2007 kl. 10:18
Mér fannst myndin um Jón Pál alveg stórskemmtileg, en rétt hélt út að horfa á myndina Börn til enda. Hún er svo sannarlega alltof ,, sænsk ". Er þó virkilega vel leikin, en ég vona að íslendingar fari ekki að gera margar svona ,, sænskar " myndir í framtíðinni, því að þær geta verið svo niðurdrepandi.
Stefán (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 10:34
Nákvæmlega sama sagan hér - við flatmöguðum í allt kvöld fyrr frama RÚV. Ég hafði reyndar séð bæði Börn og Íslenska drauminn en það gerði ekkert til. Ég var mjög hrifin bæði af myndinni um Jón Pál og eins Bræðrabyltu. Ég var með gesti bæði á aðfangadag og á jóladag og annar í jólum á akkúrat að vera svona. Ég las Arnald og glápti á imbann og til að toppa þetta þá báðum við stelpurnar á bænum karlmanninn á heimilinu að koma heim með hamborgara og franskar sem við hesthúsuðum fyrir framan sjónvarpið. Getur það orðið sjoppulegra.......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 27.12.2007 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.