Miðvikudagur, 26. desember 2007
Við og græðgin
Á jólunum höfum við leyfi til að liggja á meltunni, éta á okkur óþrif, sofa úr okkur meðan lágmarksmelting og þarmabalett fer fram og svo byrjum við aftur.
Ég er frekar matgrönn undir venjulegum kringumstæðum. Get t.d. aldrei lokið af disknum mínum á veitingahúsum. Skammtarnir eru einfaldlega of stórir. Og ég er ekki að tala um ameríska skammta, enda á ég ekki sögu um að hafa snætt á veitingahúsum í Ameríku, gamli komminn, en á vellinum í denn, borðaði ég 1/4 af því sem fram var borið.
Nú en hvað um það.
Svo koma jólin og þá umturnast ég eins og aðrir landsmenn og nágrannar okkar í kringum okkur, eins og Danir og Svíar. Veit ekki með Finna og Norsarana, norskur matur hugnast mér ekki og ég get ekki ímyndað mér að þeir geti verið ýkja hrifnir af honum sjálfir.
Ég úða í mig forréttum, aðalréttum, desertum, tertum og ullabjökkum í samlede verker. Rétt kem upp til að anda, áður en ég gref fésið á mér ofan í næsta fat. Ég spyr alla sem ég tala við, náið út í hvað þeir eru með í matinn og eins og það sé ekki nóg þá spyr ég; en í gær og hvað ætlarðu að hafa á morgun, en á gamlaárs?
Maður er nottla bilaður úr græðgi. En ég sé samt ekkert athugavert við að stöffa sig til vansa á jólunum. Kommon, lífið er táradalur alla hina daga ársins. Segi sonna.
Minnir mig á myndina sem ég sá í Háskólabíó (örugglega Fellini) sem hét Átveislan. Einhver hópur af körlum söfnuðust saman í einhverjum kastala og úðuðu í sig mat, kúkuðu og ráku við og átu og átu og dóu svo í eigin saur. Fyrirgefið, þetta er ekki jólalegt en myndin var svona.
En ég get glaðst yfir því að hafa í dag aðeins borðað eitt egg og eina ristaða brauðsneið með andapaté (kæfu, arg patékjaftæði). Ég ætla að láta það nægja þangað til ég hendi mér á svínasteikina í kvöld.
Reykt kjöt er út fram að næstu jólum. Fólk er að deyja eða veikjast alvarlega af hangikjöti og hamborgarahryggjum, bæði hér (ok ekki deyja kannski) og í Köben.
Svo eru snapsarnir hjá Danskinum auðvitað efni í heila færslu, en ég nenni því ekki, mér finnst áfengi leiðinlegt umræðuefni nema þegar ég skrifa um fjarveru þess úr mínu frábæra edrúlífi.
Og komasho allir með andlitið ofan í kjötkaltlana.
Úje og falalalalalala
Átu yfir sig um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þarmaballett!! Tíhí ... þúrt fyndin. Annars er ég, aldrei þessu vant, búin að vera ósköp pen í átinu. Hef vissulega borðað, en ekkert þannig að ég hafi staðið á blístri og ég get svo svarið að ég hef næstum ekkert verið að narta á milli mála. Það væri aldrei svo að maður grenntist um jólin? Það væri sko saga til Næstabæjar í Langtíburtistan.
Hugarfluga, 26.12.2007 kl. 16:34
Þurrkaðu framan úr þér góða mín Ég borða ekkert yfir mig um jólin, borða bara öðruvísi mat en venjulega, meira grænmeti og mandarínur í haugum Legg samt ekkert af, þyrfti líklega allt árið en ekki bara nokkra jóladaga til þess, ef mér dytti þá einhverntímann í hug að fara í megrun
Jónína Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 16:51
Ofát er vont, samt gerir maður þetta ár eftir ár, reyndar hef ég aldrei borðað eins lítið og núna, er bara með einhverja leiðinda magapest sem var komin fyrir jól og er ekkert að yfirgefa mig í bráð. Vona að ég komist í lag fyrir gamlárs. Kær kveðja á þig og þína.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 17:16
Gleðileg jól elskan.
Heiða Þórðar, 26.12.2007 kl. 22:28
Kalkúnn hér þrjá daga í röð ... fínasta líðan. Gaf hangikjötið mitt, eins og mér finnst hangikjöt gott. Ætla ekki að springa úr bjúg og slíkum fjára. Mikið held ég að veislan ykkar hafi verið dásamleg. Leitt að Þórbergsbókin var hundleiðinleg. Hef ekki lesið hana. Er að lesa um dularfullan jólabúðing eftir Agöthu Christie, sannarlega skemmtileg lesning. Jólaleg og alles. Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.12.2007 kl. 22:38
Bestu jólakveðjur kæra bloggvinkona Jenný.
Ég óska þér og þínum alls hins besta á nýju ári, það hefur verið gaman að lesa skrif þín og finna í gegnum þau þá miklu hamingju sem árið sem er að lýða hefur gefið þér. Vegni þér og þínum alltaf sem best.
Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 26.12.2007 kl. 23:33
Mér fannst fyndnast að það skuli hafa verið tekið fram í fréttinni að ekki hafi eins margir verið fluttir á sjúkrahús hér á landi og í Danmörku. Hvað eru þeir? 20 sinnum fleiri en við?
En bestu kveðjur í restarnar af matnum. Mmmmm!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.12.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.