Leita í fréttum mbl.is

Í dag...

 

..mun ég hvorki hræra legg né lið nema til að teygja mig í bækur og eitthvað til að nærast á.

Ég er nefnilega gjörsamlega búin á því, er svo þreytt.  Sæl og þreytt.

Stóra fjölskylduboðið okkar Frumburðar tókst með þvílíkum ágætum að það verður lengi í minnum haft.

Við vorum 13 til borðs, en það varíeraði þó um tvo reglulega, þar sem Jenný Una og Oliver stukku frá borði reglulega, af því þau þurftu svo mikið að leika sér.

Kalkúnarnir, eldaðir á tveimur heimilum voru unaðslegir.

Það var sjón að sjá mig og minn heittelskaða þegar við hlóðum veitingunum í bílinn með okkur í boðið.  Alveg eins og veisluþjónusta en bara í okkar eigin þágu.

Annað eins hafði dóttir mín undirbúið á staðnum.

Borð svignaði undan kræsingunum.

Jesús minn, ég sagði við Frumburð að við værum gráðugir vesturlandabúar og hún hló að mér.

Ég hló líka, enda þessi dagur kannski ekki alveg passandi til að sýna samkennd með því að borða hrísgrjón.

Ég fékk minn elskaða Þórberg í jólagjöf eins og ég hafði þráfaldlega óskað mér og varð fyrir skelfilegum vonbrigðum.

Ekkert nýtt fyrir mig að lesa um fátækt meistarans, enda búin að lesa Ofvitann fyrir löngu og var þess vegna með það á hreinu.  Eina bitastæða er möguleg tvíkynhneigð Þórbergs, en samt ekki, mér hefur aldrei fundist kynhneigð fólks vera big díll, en þetta kom samt á óvart.  Maðurinn var svo kvensamur í þokkabót, sem hefur auðvitað bara verið gaman fyrir hann.

En bókin er leiðinlega skrifðuð og ég heiftarlega fúl.

Núna ætla ég að snúa mér að letilífinu, vera á náttfötum í allan dag (þessum sem Oliver gaf mér í jólagjöf), sofa og tjilla.

Það var yndislegt að fylgjast með Jenný og Oliver.  Hvað þau hafa gaman að því að leika sér saman.  Óþolandi að svona langt sé á milli þeirra.  Mays flytja heim.

Sé ykkur.

Lovfjúgæs.

Falalalalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi, leitt með Þórberg...  En þú hefur vonandi fengið fleiri bækur, njóttu þess í hörgul að gera bara það sem þig langar að gera 

Hafðu það best

Jónína Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 hver skrifaði Þórbergs-ómyndina? Súðemm.

Ég fékk eina bók í jólagjöf. Fæ alltaf eina bók frá krökkunum. Þetta árið varð Stephan King fyrir valinu og úrdráttur úr bókinni lofaði góðu. Ég ákvað því að halda henni. Gvööð ég vona að hún skáni bráðum.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.12.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm. Annar í Jólum á bara að vera náttfatapartý.  Ertu ekki fegin að þurfa ekki að horfa fram á blöðrubólgudjamm í kvöld á næfurþunnum sparigalla í heimskautaveðráttu. Standa í löngum röðum og frjósa og ganga svo endanlega frá sér í örvæntingarfullri leigubílaleit um hánótt í slabbi, kulda og skít.  Hef aldrei skilið hvað manni gekk til hér í den með slíku háttalagi, þegar hægt var að liggja uppi í rúmi með góða bók eða hlusta á fallega tónlist og meta kyrrðina friðinn alltumlykjandi.

Leitt þetta með Sobbegga.  Hljómar eins og bókin hafi verið skrifuð utan um þetta ekkiskúbb um kynhneigð hans.  Minnir að sama sé upp á teningnum varðandi Davíð blessaðan Stefáns.  Ótrúlega lágkúrulegur hugsunarháttur að geta aldrei hafið andann upp fyrir buxnastreng.  Þessir menn eru að gefa heiminum áratugum eftir dauða sinn.  Mér gæti ekki verið minna sama en hvað þeir gerðu á svæflinum sínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 11:36

4 identicon

Ummm bækur. Rimlarnir eru í lestri hér og verða betri með hverri blaðsíðunni. Hreint dýr verðu snætt í boði hér á eftir.Góða jólarest

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 13:43

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Birna Dís: Öfunda þig af rimlunum, hún verður keypt.  Bið að heilsa hinu hreina dýri.l

Jón Steinar: Þetta er illa gert gagnvart honum Sobeggi afa.  Fyrir nú utan að flest það sem fram kemur í bókinni, gegnur að lesa í löngu útkomnum bókum.

Jónsí: Pétur Gunnarsson rithöfundur.

Hallgerður: Ég elska þessa föðursystur þína.  Frábær krúttkona.

Jónína: Sömuleiðis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2007 kl. 14:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ÞÚ ert krútt kona

Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 15:04

7 Smámynd: Linda litla

Það er nú ekki gott að heyra að bókin sem þú fékkst sé léleg. Ég fékk tvær bækur og er rétt byrjuð á annari, fékk Bíbí Ólafsdóttir eftir Vigdísi Gríms og Guðni Minn Ágústson eftir Sigmund Erni.

Mér líst vel á þessar bækur og vona að þær séu góðar. Ég ætla að gera eins og þú liggja í leti og vera á nattfötunum í dag. Eigðu góðann dag, það ætla ég að gera.

Linda litla, 26.12.2007 kl. 15:18

8 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Hafðu það kósý í afslöppuninni Jenný. Ég er búin að lesa nokkur blogg sem fjalla um bókina um Þórberg og sýnist að lesendur hafi orðið fyrir vonbrigðum. 

Ég held mig í glæpasögunum íslensku og er að lesa Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur og hún lofar góðu. Búin með nýju bókina hans Arnaldar og hún er æði. 

Björg K. Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 15:49

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Annar í jólum á að vera letidagur, njóttu hans vel !

Sunna Dóra Möller, 26.12.2007 kl. 16:04

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn:  Sjálf ertu stórkrútt honní

LL: Bíbí verður lesin milli jóla og nýárs.  Það þýðir ekkert að gráta Þórbergsbókina, Þórbergur er vandmeðfarinn. 

Björg: Er að byrja á Harðskafa en ég er bara lítið fyrir þessa tegund af bókmenntum en læt mig hafa það.

SD: Sömuleiðis honní.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband