Leita í fréttum mbl.is

Farir mínar missléttar

Ég hef átt, hmmm, hvað skal segja, áhugaverðan dag?  Ég er ekki ein af þeim sem læt tímabundna fötlun á hægra neðri útlim, hefta för mína.  Tókk á mér bölvaða löppina og tróð henni í leðurstígvell og óð af stað í Hagkaup.  Skutlaði húsbandi í pössun og sá til þess að það væri fótbolti í sjónvarpinu handa honum.

Reynum aftur..

Stormaði með minn heittelskaða í Hagkaup í Smáranum, hvar við versluðum eftir miða, en það hefur verið baráttumál hjá manninnum sem ég giftist, til margra ára.  Ég verð að játa að innkaupin gengu betur fyrir vikið.

Röðin við kassann var skemmtileg, nægur tími til að eignast vini fyrir lífstíð, skiptast á uppskriftum, rekja saman ættartré og horfast djúpt í augu.  Þetta hefði verið hin fullkomna biðröð ef ekki hefði verið fyrir næringarskort þeirra sem biðu.

Nú, það sem ég vildi sagt hafa er að ég keypti í fyrsta sinn bók í matvöruverslun.  Það er klám, ég veit það, en maður verður að horfa í aurinn.

Sé ykkur eftir smá, er farin að knúsa Jenný,

Falalalalalalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vúps, ég keypti tvær bækur í Nettó í gær ... ætlaði bara að kaupa greni! Þá er ég ekki að tala um hús, heldur grenigreinar. Smjúts! Vá, hvað það er gaman að vera í fríi, mín bara orðin þátttakandi í bloggheimum af fullum krafti aftur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Viðbót: Helsti kosturinn við veika fótinn þinn er sá að nú verða allir að dekra við þig. Vona að þú njótir þess, heillin mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég keypti líka bók í matvörubúð....alveg fjórar !

Sunna Dóra Möller, 22.12.2007 kl. 19:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Keypti enga bók í matvörubúð, eða telst það með að kaupa bók í Nóatúni á Selfossi ef maður tekur hana inn í horni sem heitir Eymundson og svo borgar maður allt saman? ef svo er þá er ég sek, annars saklaus.   ofgerðu nú ekki lappa skrappinu á þér kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: Linda litla

he he ég held að það séu ekki margir saklausir í þessu tilfelli, ég keypti líka bækur í Bónus. Gera það ekki flestir ? Það er víst alveg nóg og mikið verð á bókum, enn dýrara að versla þær í bókabúðum.

Og þetta með biðraðirnar á kassa, það er rétt kannski maður eigninst góða vini á meðan maður bíður eftir afgreiðslu ha ha ha

Linda litla, 22.12.2007 kl. 20:54

6 Smámynd: Hugarfluga

Viltu bara dddjöra so vel að fara vel með þig!! Óska þér og þínu fólki alls hins besta á nýju ári og dásamlegra jóla. Takk fyrir bloggvináttuna. Vonandi hittumst við sem fyrst with bells on. 

Hugarfluga, 22.12.2007 kl. 22:25

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Keypti eina bók í Krónunni og svo eina í Fríhöfninni .. hvort er meiri synd ?  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.12.2007 kl. 22:52

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kaupa bara nógu margar bækur og nógu víða, þá halda allir áfram að selja bækur ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.12.2007 kl. 02:10

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað kaupir maður bækurnar í matvörubúðunum, sömu bækur, lægra verð og þá er líka hægt að kaupa fleiri... Það hefur líklega engum dottið þetta í hug á undan mér Farðu varlega með fótinn mín kæra

Jónína Dúadóttir, 23.12.2007 kl. 07:34

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Bók í matvörubúð? :O

Jú, ég kaupi Hagkaupsmatreiðslubækurnar í Hagkaupum.

þoli ekki afætuháttinn í bónus & co, styð bókabúðir...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.12.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband