Leita í fréttum mbl.is

Fallist í faðma og farið í sleik, viðskiptalegan sleik.

 

Bissness er bissness segja þeir sem vit hafa á.  Þeir segja líka að enginn sé annars bróðir í leik, að samkeppni sé hörð en alls ekki persónuleg og að það sé ekki illa meint þó andstæðingurinn sé hafður undir.

Allt eru þetta framandi hlutir fyrir mér, enda ég ekki í bisness með krónur og aura.  Þess vegna ætla ég ekki að segja mikið um þau mál.

En....

Sumir verða ríkir á vörum fyrir börn.  Ok, það er í lagi, börn þurfa hluti rétt eins og við hin, bæði hvað varðar grunnþarfir sem og aðra neysluvöru.

Leikföng eru reyndar ofmetinn hluti í uppeldi barna, að mínu mati, þau mættu vera færri og krefjast notkunar á frjóu ímyndunarafli barnsins og sköpunarþörf þess.  Að þessu sögðu má vera ljóst að ég er ekki mjög hrifin af Barbí og Kendúkkum, allskyns fígúrum eins og Köngulóarmanni og slíku, en auðvitað tek ég þátt, það er ekki eins og allur hinn vestræni heimur njóti hugmyndafræði Hjallastefnunnar um hvað eru skapandi leikföng og hver ekki.

En mér finnst það lágmarkskrafa að þeir sem selja barnaleikföng t.d. sýni sæmandi hegðun og góða viðskiptahætti í sinni samkeppni.  Að fara í hár saman í verðstríði er ekki mjög þroskað né heldur smekklegt fyrir þá sem hafa þennan bisness að lifibrauði.  Tek það fram áður en einhver æsir sig, að ég er ekki að tala um helbrigða samkeppni.

"Djöstfohkidddds" og "Tojsarrrrrrösssss" (ég þoli ekki þessi útlensku nöfn) eru komin í bullandi verðstríð og ásakanirnar ganga á víxl.  Geta þessi fyrirtæki ekki framkallað í sér jólandann og hugsað til barnanna sem eiga innihaldið í pökkunum úr verslunum þeirra?

Ég á eftir að kaupa nokkrar "barnagjafir" og fyrir mér eru börn mikilvægasta fólkið og því vanda ég valið..

..ég bíð því spennt eftir að sá sem hóf þetta ósmekklega stríð, rétti fram friðarhönd og að hinn taki í hana.  Þarna munu víst ódýrustu leikföngin vera til sölu.  Ef ég væri lódid færi ég auðvitað í Völuskrín.

Það eru að koma jól FCOL.

Kommon, leikfangabúðir eru jólasveinaverkstæði nútímans.

Laga og sættast, fallast í faðma og fara í viðskiptalegan sleik.

Falalalalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég gef hér með opinbera yfirlýsingu um að ég muni ALDREI koma inn fyrir dyr í þessum sjoppum.  Mér finnst þær rðnar táknmyndir þeirrar firringar, sem hér ríkir.  Þú gera út á að gera börnin viti sínu fjær af frekju og óeirð með að senda myndbæklinga í öll hús.  Jólagjafalistarnir eru n´na ekki með einu itemi, sem kostar undir 30.000 kalli. Verðstríð er á milli þeirra af einlægum vilja beggja aðila, enda þola þeir það í min. 400% álagningunni.  Hér er bara eitt auglýsingabragðið á ferð og kæmi mér ekki á óvart ef um samráð í slíku sé að ræða.

Er ekki komið tæm á að fólk taki sönsum hérna?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.12.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég ákvað að gefa ekki leikföng í jólagjafir í ár.  Mér blöskrar þetta leikfangaflóð.  Bækur eða annað sem vekur ímyndunaraflið verða í pökkunum frá mér. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.12.2007 kl. 19:27

3 identicon

Legg til þroskaleikföng, íslensk helst keypt á handverkssýningu héðan úr Eyjafirði. Veit um skemmtilegt barnapúsl úr birki. Ekkert toisforusssssdrasl.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það eru eingöngu bækur í jólapökkunum frá okkur.

Jónína Dúadóttir, 19.12.2007 kl. 20:17

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég er ekki enn farin að fara í þessar verslanir, og satt best að segja, langar mig ekkert sérstaklega þangað inn. Hér verða tæki í pökkunum, eða íþrótta æfingartæki, bækur og föt í pökkunum. Jólasveinarnir sjá um dótaflóðið, og er þá helst miðað við smálegt dót sem fæst úti á bensínstöð. En ég er þó byrjuð, þó bara hálfnuð sé.

Bjarndís Helena Mitchell, 19.12.2007 kl. 20:25

6 Smámynd: Ragnheiður

ég er ekki á leiðinni þarna inn, það er nokkuð ljóst.

Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 20:27

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er oft sammála Jóni Steinari en sjaldan sem nú. Ég gef börnum aðeins bækur og föt þessi jólin - tek ekki þátt í þessu æði. Auk þess sem nöfnin á þessum búðum eru svo leiðinleg og falla svo illa að íslenskri tungu að það er skelfing að heyra fréttamenn reyna að segja frá þessu verðstríði. Maður bíður bara eftir því að þeir missmæli sig þegar þeir frussa þessum nöfnum út úr sér.

Í þessar verslanir stíg ég aldrei fæti, verðstríð eða ekki verðstríð.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 20:35

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvar er svo gestabókin vinstri græna kona?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.12.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sjaldan sammála Jóni Steinari, en núna er ég það. Fer bara í Nóatún og kaup eitthvað smá þar handa ömmu börnunum mínum, legg svo inn pening á þau fyrir framtíðina.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 20:55

10 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sammála, dót er ekki á innkaupalistanum í ár. Ég átti 1 íslenska krónu eftir um mánaðarmótin til jólagjafakaupa, og þá er ég ekki að tala um yfirdráttarheimildina sem var fyrir. En af hugmyndafræðilegum og heilsufarslegum ástæðum nenni ég ekki að eyða tíma og peningum í þessar plastbúðir. Gefum bækur, tónlist, kossa og ást. Það skilur eitthvað eftir sig. Börnin mín fá föt svo þau fari ekki í jólaköttinn....Annars mæli ég með Góða Hirðinum til jólagjafakaupa og svo tónlistarmarkaðnum við hliðina á, það eru góðir og ódýrir staðir.

Anna Karlsdóttir, 19.12.2007 kl. 21:18

11 Smámynd: Ragnheiður

Dúa dúskur þarna...það er ekki þar með sagt að mann kaupi ekki dót, mann fer bara í ögn smærri búð sem setur mann ekki í eins víðtækt kerfi....Leikbær gamli er fínn, ég rata þar ágætlega

Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 22:10

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég fór í Toysrus og keypti stórt dót handa minni yngstu , mér höfðu borist þær fréttir með bréfdúfu að það væru mjúkir pakkar á leiðinni í stórum stíl.....það þarf að jafna og þess vegna keypti ég harðann pakka og raunin var sú að það sem ég keypti var töluvert ódýrara en ég hafði séð það annars staðar !

En menn eiga samt ekki að vera að rífast um þetta svona opinberlega......það kemur ekki vel út !

Góða nótt !

Sunna Dóra Möller, 19.12.2007 kl. 22:11

13 Smámynd: Ragnheiður

Hvaða dóni er maðurinn ? Hér erum við á bloggi með yfirskrift "föllumst í faðma og förum í sleik" og hann bara með attitjúd...iss....

The Dúa is very very real...hins vegar er jólakötturinn ekki til, hann væri löngu búin að éta mig annars !

Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 23:21

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa: Aulinn þinn, auðvitað ætla ég að gefa dót í jólagjöf en þessir risar geta hagað sér.

Arg, er að deyja úr hlátri vegna pylsuhugmyndarinnar

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 23:21

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gestabókin er hér til vinstri á síðunni.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 23:23

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekki valkostur hjá mér, að styrkja þessar 'erlendiskeðjur' með einhverju kauperíi hjá þeim fyrir þessi jólin.

Lít á þetta sömu augum & Jón Steinar ven minn.

Einnig, hef ég ekki trú á því að ég muni nokkurn tíman mæla með því við mín börn, eða styðja þau í að versla einhverja verðandi fasteign sína í gegn um REMAX, fyrst það er kórrétt að birta auglýsíngu í helgasta sjónvarpsvéi allra landsmanna, áramótaskaupinu, til að festa fleiri krakka í bánkalánaklærnar.

Steingrímur Helgason, 20.12.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 2987261

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband