Leita í fréttum mbl.is

Ölmusurnar og auðurinn

Ég, eins og vel flestir, tek nærri mér að heyra af öllum þeim fjölda fólks sem getur ekki haldið jólin fyrir börnin sín vegna fátæktar.  Ég verð í raun alveg fjúkandi reið, sem er betra en að fara að grenja yfir þessum raunveruleika, því reiðin er orkugjafi.

Ég ber mikla virðingu fyrir öllum þeim fjölda fólks sem standa að  Mæðrastyrksnefndum og öðrum samtökum, sem reyna að bjarga því sem bjargað verður, hjá þeim sem verst eru staddir. 

En það er alveg sama hvernig við snúum þessu, ölmusur eru og verða niðurlægjandi og þær eiga ekki að vera viðurkennd lausn á vandanum.  Bara alls ekki.

Hversu þung spor hljóta það ekki að vera fyrir fjölskyldur að þurfa að sækja sér fátækrahjálp?

Það er alltaf verið að tala um hið auðuga Ísland.  Hversu auðugt er þjóðfélag sem er lítur á "súpueldhúsapólitíkina" sem lausn á vandanum?

Ég gef ekki mikið fyrir yfirlýsingar um vilja þessara og hinna til að laga og ladídadída.  

Fjandinn hafi það ef bætt ástand á alltaf að vera á teikniborðinu, rétt handan við hornið, alveg að detta inn, bíðið örlítið bara.

Á meðan veltir ríka fólkið sér upp úr gegndarlausri auðsöfnun sinni þannig að hinum almenna manni verður beinlínis óglatt.

Og sveiattann.

 


mbl.is Sáu ekki fram á að geta haldið jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sammála, hljóta að vera erfið skref að þurfa biðja um aðstoð fyrir jól. Það virðist ekki vera vilji fyrir hendi hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Var spurð að því úti hvort við Íslendingar þekktum fátækt, þar sem við teldumst til ríkustu þjóða í heiminum. Ég fann að ég roðnaði af skömm þegar ég sagði frá þeim hundruðum fjölskyldna sem þyrftu að leita sér aðstoðar fyrir jól, get orðið brjáluð en vanmátturinn er algjör, hvað í andskotanum getur maður gert til að breyta þessu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.12.2007 kl. 13:57

2 identicon

Maður getur öskrað. Það er mikil niðurlæging fyrir fullvinnandi fólk að þurfa ölmusu fyrir jólin. Ég þekki dæmi um þetta hjá aðhlynningarfólki. Ég er farin að halda að stjórnvöld ætli að koma því yfir á Baug að sjá fyrir okkur. Gleymdu ekki skötunni

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 14:08

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég barðist um á hæl og hnakka allan desember mánuð í gamla daga. Ég gat ekki brotið odd af oflæti mínu og sótt mér slíka aðstoð. Það taldi ég vera nokkurskonar aumingjaskap þá og tel enn. Í umræðum heima undanfarið hefur hinsvegar komið í ljós að mín börn líta með gleði til bernskujólanna öfugt við það sem ég hélt. Okkar jól snerust um samveru og góðan mat....það tókst mér þó að smíða upp úr engu.

Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 14:32

4 identicon

Get svarað Hrafnhildi því. Hækka lægstu launin og örorku,það átti að hætta samtengingum hjóna fyrir löngu. Svo annað séu börn í heimili,þá á fólk að njóta barnabóta,og vera utan skatta með þessar lágu tekjur sínar. Húsaleiga er okur fyrir þann er lítið hefur. Eftirlaun ætti einnig að endurskoða,er eitthvert vit í því sem hagfræðingarnir hjá Tr og fl reikna út,að það borgar sig að hafa sem flesta við 100.000 mörkin.

Eitt enn,það eru lyfin sem eru afar dýr  fólki er lítið hefur handa á milli. 

Heyrði einhversstaðar að sjúkrasjóðir margir væru stútfullir af fé,því fólkið vissi ekki rétt sinn og erfitt um vik að sækja hann er það á sannanlega rétt til. 

Margrét (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 14:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga: Það er nákvæmlega málið.  Þ.e. að svo margir fá sig ekki til að fara í röðina með hangandi haus af skömm og biðja sér ölmusu.  Þess vegna er þessi stefna eitur í mínum beinum.

Hólmdís: Já það eru ekki bara öryrkjar og eldra fólk sem þarf á fátækrahjálpinni að halda, það er líka vinnandi fólk, og það segir ansi margt.

Krumma: Hvað getur maður gert?  Velti því líka fyrir mér.  Ætli maður geti ekki gert allt frá því að kjósa ekki sama ástand yfir sig aftur og aftur og tala og skrifa um hlutina.  Það eru einu lýðræðislegu aðferðirnar.

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 14:43

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir fróðlegt innlegg Margrét.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo ömurlegt að maður á valla lýsingarorð. Standa í röð eftir mat og á okkar landi sem allir segja að sé svo frábært. Hate it.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 15:33

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir þetta...og er alveg hætt að skilja þetta samfélag?? Hvernig getur það að hækka lægstu launin t.d. borið ábyrgð á stöðugleika svona lítlils samfélags, þega auðurinn (og þá meina ég virkilegur auður) hefur safnast á svo fáar hendur?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.12.2007 kl. 16:14

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

óskar á að miða sig við afríku eða norðurlönd á Íslandi?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.12.2007 kl. 19:09

10 Smámynd: ViceRoy

Ok Óskar, étt þú þá súpu og brauð og gefðu einhverjum öðrum allar gjafirnar sem þú ætlar að gefa og færð, jólatréð og slepptu jólunum... fyrst þú lítur á þetta svona, sé ég ekki að þú ættir að eiga í erfiðleikum með það því þú ert ekki vanþakklátur, svo það ætti nú ekki að muna þig um mikið Sjáum hversu vel þú og þín fjölskylda nytu tímans yfir jólin :Þ  Þú nefnir nú í einni grein þinni að það sé nú gott að aldraðir séu að fá betri lífskjör og vonandi að alvöru öryrkjar geti það líka og hægt sé að henda "feik" öryrkjum úr kerfinu.... Ertu sem sagt að segja að þetta fólk sem þú mælir þar um, aldraðir og alvöru öryrkjar... sé vanþakklátt?  Þetta er akkúrat það fólk sem er að standa í þessu kallinn minn!  

Að öðru 

Þetta er bölvanlegt ástand sem er að koma hér, þegar fólk getur ekki haldið jól, tíminn sem á að vera tileinkaður fjölskyldunni.  Auðvitað eru jólin auka greiðslubyrgði á heimilið og er auðvitað sniðugast fyrir fólk að leggja fyrir mánaðarlega fyrir jólum, svo það lendi ekki í þessum málum, en fyrir suma er það einfaldlega ekki fyrir hendi, því miður. 

Sorglegt ástand... Könnun leyddi ljós ekki fyrir löngu að það væru bestu lífskjörin á Íslandi... Önnur leyddi í ljós að Ísland væri dýrast að lifa... Ég fæ ekki alveg út útkomuna úr fyrri könnun ef við byggjum svarið á þeirri seinni. 

ViceRoy, 19.12.2007 kl. 22:06

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ef það væri nú auðvelt að vera feik öryrki á Íslandi og fara bak við kerfið! Ég er blessunarlega laus við að hafa þurft á því að halda, sem betur fer (bankbankbank, sjöníuþrettán) en þær sögur sem ég hef heyrt af yfirheyrslum og endurnýjunum og endurörorkumötum benda sko ekki til þess að hér sé allt fullt af liði sem lifir á kerfinu vegna þess að það nennir ekki að vinna!

Grrr!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.12.2007 kl. 23:32

12 Smámynd: ViceRoy

Var þessu beint til mín Hildigunnur?

Þetta voru nú ekki mín orð eða sjónarhorn, heldur var ég að endurspegla dæmi sem Óskar setti upp.

Ég veit þó um nokkra sem lifa á kerfinu, og þar af leiðandi kemur það niður á fólki sem þarf á þessu að halda... En það er nú annað umræðuefni.

ViceRoy, 21.12.2007 kl. 10:51

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á svo erfitt að trúa því að það sé einhver hópur af fólki sem leggur á sig á vera "feiköryrkjar" miðað við það lítilræði sem öryrkjar eru að ´fa til að skrimmta af.  Er þetta platöryrkjadæmi ekki bara ýkjusögur sem kastað er fram af Óksari (sem ekki þorir að láta sjá á sér fésið, enda ekki skrýtið með sinn miðaldahugsunarhátt).  Held svei mér þá að það geti ekki verið nema tæp handfylli fólks sem slíkt gerir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2987269

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband