Leita í fréttum mbl.is

Ég sveiflast til og frá

 

Ég veit að ég læt eins og ég sé prótótýpan af jólasveininum.  Sum sé tryllt úr jólagleði allan desember og gott ef ekki nóvember líka.  Það er að hluta til rétt.  Ég elska myrkrið út af ljósunum sem lýsa í því, nýt þess að dúlla mér heima hjá mér, enda dreymdi mig um að gera einmitt það öll árin sem ég vann utan heimilis.  Mér finnst frábært að fá loks að upplifa það.

Það er eitthvað svo mikið öryggi falið í skammdeginu.  Það er svona alltumvefjandi og flauelsmjúkt og ég er ekki að vera skáldleg hérna.W00t  Þetta er einfaldlega staðreynd.  Kannski eru hlutirnir hæggengari í myrkrinu, minni læti og hamagangur.

Amk er ég meyrari í desember en annars. Ég er einn tilfinningavöndull.  Frumburðurinn minn fæddist í desember, ég gifti mig, Jenný Una á afmæli, jólin koma og árið líður, allt að gerast og ég er alveg ferlega upphafin á kvenlegu og yndislegu tilfinningaflippi. 

Svo dó hann Aron minn, litla barnabarnið í desember fyrir 10 árum.  Það gerir mig dapra stundum og meyra en samt þakkláta fyrir það sem var.  Einhvernvegin verður maður að sansa raunveruleikann, sættast við hann og læra að lifa með honum. 

Ég held að ég hafi gert það.

Ég er sátt.

Maysa mín, Robbi og Oliver verða með okkur um jólin.  Jenný Una fær væntanlega lítinn bróður í desember (svo framarlega sem barn seinkar sér ekki all verulega) og Þorláksmessa, skemmtilegasti dagur ársins er framundan.

Hvers getur kona óskað sér frekar?

Jú hún óskar sér þess að allir fái gleðileg jól og njóti nærveru við sína nánustu yfir hátíðarnar.

Svo kemur hér eitt fallegast jólaleg í heimi, hin síðari ár. 

 Írska jólalagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Pouges eru flottir.  Nú vill BBC ritskoða lagið. Hin heilaga rétthugsun nær inn í öll skúmaskot. Þetta lag er fegurðin ein og þarf ekki fyrrverandi fylliraft á borð við mig til að skilja það.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.12.2007 kl. 06:36

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.12.2007 kl. 07:35

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

knús á þig kæra  

PS Flott nýja myndin af þér. Hún er alveg eins og ég hef séð þig fyrir mér

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 08:37

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Falleg orð Jenný, takk fyrir og eigðu góðan dag !

Sunna Dóra Möller, 19.12.2007 kl. 08:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndæl færsla svo full af gleði og tilfinningum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 09:20

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Flott lag! Eitthvað aldeilis sjarmerandi við írska músík.

Ég er líka eitthvað meyr í þessum desember. Geng um götur og þykir ýmist vænt um allt og alla jafn vel sjálfan mig líka, eða þá ég vorkenni sjálfum mér og heiminum öllum.

Kannske merki um fimmtugskrís. Nú á ég aðeins tíu daga eftir af "den glada ungdomstiden"

Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hinns aldraða er bent á Kattavinafélagið....

Jón Bragi Sigurðsson, 19.12.2007 kl. 09:48

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar: Ég ákvað að blogga ekki einu sinni um þennan fíflagang í BBC.  Á ekki líka að breyta heimsbókmenntunum til að þær særi ekki mögulega og hugsanlega tilfinningar einhverra? Sjitt hvað þetta er pirrandi.

Hrönn: Takk.  Var orðin frekar þreytt á hinum eiturgræna bakgrunni.

Hallgerður: Njóttu dagsins út í ystu.

Ásthildur, SD og Jónína: Tökum jólin með vinstri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 09:49

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Bragi: Þetta á eftir að batna, bara batna. er með reynslu í greininni.  Til hamingju með væntanlegt afmæli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 09:51

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú þarna tilfinningavöndull.. hættu að draga mig inn í þann pakka með þér.. sniff sniff.. yndisleg færsla

Jóna Á. Gísladóttir, 19.12.2007 kl. 10:47

10 identicon

Ég er svo sammála þér með þetta yndislega myrkur og ótrúlegt en þú lýsir þessu alveg eins og ég. Best af öllu er svo líka að hafa þessa rigningu því þá verður myrkrið ennþá dimmara og er svo dúnmjúkt og umvefjandi (er ekki að reyna að vera skáldleg heldur). Takk fyrir bloggið.

Kristjana (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband