Leita í fréttum mbl.is

Smá uppgjör

Ég get ekki verið þekkt fyrir annað en að þakka kærlega fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið í dag, úr ýmsum áttum.  Alveg bráðnauðsynlegt að fá hvatningu þegar maður hengir sig út til sýnis.

Nóg um það.

Jenný Una er hjá mér vegna þess að bróðir hennar er jafnvel á leiðinni, virðist samt vera dálítið að slá úr og í með það.

Í baði

Amman: Jenný mín, nú verður þú að koma uppúr.

Jenný: É vilða ekki, ég segi brert neiW00t

Amman: Ha????

Jenný: Ég segi brert nei (fingri beint í átt að ömmunni til að undirstrika meiningu)

(Kviknaði á peru hálftíma síðar, hafði sjálf sagt nokkrum sinnum "þvert nei" skömmu áður í símann.)

Yfir kvöldsögunni

Amman: Við lesum þessa bók um Einar Áskel.

Jenný Una: Hann heitir ekki Einar Áskell amma (brosir) hann heitir Alfons Åberg, pabbi minn segir það.  ..Og

..börn mega ekki sparka og slá, það er mjög bannað.  En ég lemmdi einu sinni Franklín Mána Addnason og Söru Kamban.  Mjög laust.  Ég máði það alveg, pabbi minn segir það.

Já og svo var nú það.

Er örþreytt eftir daginn, farin upp í rúm að lesa.  Vona að pirringsfrömuðirnir hafi eitthvað að dunda sér við annað en mig meðan ég sinni literatúrískum skyldum hérna við hirðina.Whistling

Cry me a river.

Falalalalala

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

I´ll cry you a waterfall.  Yndisleg hún nafna þín eins og áður, gullmolar hrjóta af vörum hennar.  Ertu að lesa eitthvað spennó??

Góða nótt ljúfan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Ragnheiður

jæja ekki get ég kvartað yfir viðbrögðum hirðarinnar...sjá komment við næstu færslu.

Þér verður amk ekki kennt um andvak mitt

Ragnheiður , 15.12.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Gaman að lesa viðtalið við þig í Fréttablaðinu í morgun

Björg K. Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 23:03

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Æ ég er dálítið sein að skrifa hjá þér, en sko ég var barasta að setjast núna við tölvuna.Ég las viðtalið við þig í dag,það er alveg frábært hvað þú ert einlæg og heiðarleg.Í raun er einmitt best að vera það,en þetta er manneskja eins og maður var, en er ekki í dag.  Knús til þín duglega Jenný

Katrín Ósk Adamsdóttir, 15.12.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, hún nafna þín er stórkostleg. Ég fæ bara alltaf krúttkast þegar þú skrifar um hana.

Bjarndís Helena Mitchell, 15.12.2007 kl. 23:26

6 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 15.12.2007 kl. 23:33

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á Jenný Unu

Edda Agnarsdóttir, 15.12.2007 kl. 23:35

8 Smámynd: halkatla

ég er ekki búin að sjá fréttablaðið en mun tjá mig meira þegar það er búið og gert, hlakka sko rosa til, vonandi gengur vel hjá Söru  til þín, hennar og ykkar - dásamlega fólk

halkatla, 15.12.2007 kl. 23:44

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta barn er algjört krútt!

Huld S. Ringsted, 15.12.2007 kl. 23:50

10 identicon

Jenny flott viðtal við þig hreint og beint svoleiðis er best að vera.Hun ma sko vera stolt af henni ömmu sinni su stutta og þu af henni hun er fallegog kann greinilega að koma fyrir sig orði eins og amman.Vildi gjarnan verða bloggvinur þinn aftur þurfti að loka siðunni minni vegna leiðinda,en blogga bara öðruvisi nuna kveðja

moðir i hjaverkum (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg alveg hreint. Ég er einmitt með litlu Evítu Cesil í fyrsta skipti í alvöru pössun, hún á að sofa hjá ömmu.  Mikill ábyrgðarhluti með þessa litlu elsku, og foreldrarnir jafn áhggjufullir.  Fékk skilaboð fyrir svon þremur tímum síðan; allt í goodý ? þá var dýrið sofnað.  En hún er annars svo rosalega þæg og góð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2007 kl. 00:31

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hún er yndisleg þessi stúlka !

Góða nótt

Sunna Dóra Möller, 16.12.2007 kl. 00:38

13 identicon

Þú ert virkilega flott kona Jenný Anna, bæði útlit og "innlit"! (var að lesa viðtalið í Fréttablaðinu!).  Ég er ekki hissa þótt barnabarnið sé frjótt í hugsun, hún á ekki langt að sækja það!

Hlakka til að lesa bókina þína. Vona að allt gangi vel á fæðingadeildinni!

kv. Sigrún Jónsd.

Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 00:50

14 identicon

Jeminn.. krúttkast

Ég skrifaði jólablogg.. ég "máði" það alveg líka

Knús á þig Jenný.. Og til hamingju með gott viðtal.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:57

15 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég fæ alltaf smá kjánahroll þegar ég sé öll þessi knús, bros og hjartamerki, einnig OMG og ARGGG.

En þú komst vel út úr viðtalinu Jenný og myndaðist alveg frábærlega en ég ætla að sleppa öllum merkjum vegna þess að ég er tilfinningalega heftur eftir að hafa fengið karllægt uppeldi!

Benedikt Halldórsson, 16.12.2007 kl. 02:06

16 identicon

Hahahahahahahahaha, Benedikt !!  Er eitthvað jólastress í þér ?

Ps.. sleppi hjartanu sem ég ætlaði að senda þér

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 02:12

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég skúbbaði þessu með bókina þína í þessari færslu í nóvember. Vissi þetta bara, það bara gat ekki annað verið!  

Viðtalið var frábært.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 02:19

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegt blog og skemmtilegt viðtal í Fréttablaðinu í gær

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.12.2007 kl. 02:22

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Heilsteypt einlæg fyndin og falleg í blaðaviðtali og á bloggi, yndislegt barnabarn sem þú átt, á sjálf eina svona bestu kveðjur

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.12.2007 kl. 02:39

20 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það var gaman að lesa viðtalið við þig og ég óska þér sannarlega alls góðs.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.12.2007 kl. 02:48

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég á ömmustelpu á svipuðum aldri, hún vildi ekki hafa bleyju í gær en ég var á öðru máli, af því við vorum að fara í verslunarleiðangur, en þá sagði hún þetta tveggja og hálfs árs skoffín : Nei amma, Linda ekki sammála !

Jónína Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 06:10

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Viðtalið var frábært.

Þú ert líka stórkostleg kona og persónuleiki,

Hún nafna þín á ekki langt að sækja góðan talanda

og skemtilegheit.

Ég veit að þú átt eftir að eiga marga gleðidaga

Orkukveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2007 kl. 09:05

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís: Ég er að lesa bráðskemmtilega skáldsögu eftir konu sem heitir Nora Roberts ég blogga um hana seinna í dag, er búin að vera sein að klára vegna anna og lélegrar heilsu.

Þið öll: Takk kærlega Benedikt, þetta með tilfinningarnar sko, haltu áfram að lesa hjá okkur stelpunum og þú verður orðinn eitt löðrandi tilfinningabúnt áður en þú veist af.  Kjútípæið þitt

Já þið öll áfram, ég þakka svo kærlega fyrir öll fallegu kommentin, vanalega fer ég hjá mér við svona hrós en núna bráðvantaði mig staðfestingu á að ég hefði gert rétt.  Ekki að ég sjái eftir að hafa farið í viðtalið, alls ekki, en það var ekki eins og ég væri að láta taka viðtal við mig um smekk á gardínum.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 09:27

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna: Já ég man eftir þessu bloggi.  Brosti í kampinn skal ég segja þér og takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 09:28

25 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flott viðtalið, las það áðan. Þið ömmæðgur eruð nú meiri snúllurnar (ath. þetta var nýyrði).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.12.2007 kl. 12:43

26 identicon

Þú þarft greinilega að vanda þig afskaplega mikið þegar þessi litla prnsessa er nálægt þér. Er ekki súmíbætmí og fleiri slík a la Jenný komin í orðaforða dömunnar?  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 13:02

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur,

Anna: Amman talar bara íslensku við barn.  Vill ekki að hún fari að taka upp ósiði ömmunnar.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 13:09

28 identicon

Las viðtalið um miðnættið.Flott viðtal við flotta konu.Og fín myndin af þér.Yndislegur krakki hún Jenný Una

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 13:45

29 Smámynd: halkatla

ég var að raða enskum kiljum í hillur á föstudaginn og var að pæla í : "hver er þessi Nora Roberts?" en þá veit maður það

halkatla, 16.12.2007 kl. 15:05

30 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenny Una klikkar aldrei hehe. Yndislega óforskammað barn. Eins og amman. Ég fæ krúttkast yfir Benedikt og Guðlaugi

Jóna Á. Gísladóttir, 16.12.2007 kl. 15:12

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haha, Jóna, þeir eru dúllurassar strákarnir, eigum við ekki að bjóða þeim í krúttklúbbinn???

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 15:38

32 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Flott viðtal og mynd í Fréttablaðinu. Þú sýnir virkilegt hugrekki að koma svona hreint fram. Flinkur blaðamaður líka hún Júlía Margrét og ekki hægt að búast við öðru en góðu þegar tvær eðalkonur koma saman. Hlakka til að lesa bókina þína!

Nafna þín er greinilega klár og skemmtileg eins og hún á kyn til.

Svala Jónsdóttir, 16.12.2007 kl. 17:05

33 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

æ, er linkur á þetta einhvers staðar? Mig langar að lesa, en búið að fara með blaðið í Sorpu... Á hvaða blaðsíðu var þetta?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.12.2007 kl. 19:55

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er á bls. 46 held ég í laugardagsfréttablaðinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 20:55

35 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

fann þetta, flott :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.12.2007 kl. 12:46

36 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er nátturulega svolítið fyndið að konan sem ákvað að sniðganga síðuna mína skuli vera mamma Mæju.  Lítill heimur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.12.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband