Leita í fréttum mbl.is

"Blame it on the weather?"

 

Nóttin hefur verið dramatísk, eins og sjá má af lestri frétta nú í morgunsárið.  Allt hefur fokið sem fokið getur, meira að segja ískápur hóf sig til flugs.

Ég er ekki veðurhrædd kona, er í essinu mínu þegar stormurinn rífur og slítur, en í nótt stóð mér ekki á sama.  Ég er reyndar nánast ósofin eftir ósköpin.

Hér er ekki rúðukvikindi brotið, grillið á svölunum stendur eins og það sé múr-og naglfast en þegar inn er komið hefur nú eitt og annað gerst.

Það kviknar ekki á tölvuskjánum á borðtölvunni.  Bara svartur skjár og ekkert gerist.  Ég reif upp símann og ætlaði að hringja í Söru og Helgu til að athuga status á fólki en heimasíminn er dauður.  Sko síminn, ekki línan.  Hverslags rusl hef ég keypt eiginlega?  Smá rok og rafmagnstækin eru minnið eitt?

Ég þoli ekki breytingar sem ég hef ekki beðið um sjálf.  Vil þær ekki og sumir hlutir eiga ekki að bila.  Þar er síminn fremstur í flokki og fljótlega á eftir ljósum og hita, kemur borðtölvan, sem mér finnst vera níunda skilningarvitið og órjúfanlegur hluti af mér.  Af hverju heldur fólk að ég druslist með viðkomandi borðtölvu með mér í búðina, til læknis, í veislur og víðar?  Ó, ætli það sé þess vegna sem ég er nánast hætt að fara út úr húsi?  Kvikindið er svo þungt og erfitt í meðförum. (Þetta var skrifað til þeirra sem hafa miklar áhyggjur af veru minni og sumra annarra við tölvunaDevil).

Án gríns, þá er ég ekki ánægð með að byrja daginn svona.  Ég sit hér við eldhúsborðið og mér líður eins og ég hafi lent í náttúruhamförum.

Ísskápurinn stendur föstum fótum, hefur ekkert hrærst, allt er eins og það á að vera á yfirborðinu, en aldrei skyldi trúa því sem bara augað sér.

Hér er sum sé allt í fokki.

Skreytum hús með grænum greinum..

Falalalala

Og í dag ætla ég að ganga einu skrefi lengra en ég þori en ætla ég að setja ykkur inn í það elskurnar mínar?

Kommer ikke til grene eins og maður sagði.

Later.


mbl.is Annríki í nótt vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já,mér stóð nú ekki á sama í nótt og gat eiginlega ekkert sofið fyrr enn undir morgunn.Staðan er þessi núna dóttlan er núna á leiðinni í skólann 90 mín.of seint en mamman var svo þreytt að hún vaknaði ekki.Eigðu góðan dag

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 09:28

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef svo innilega samúð með þér vegna borðtölvunnar Ég mundi reyna að fara með mína með mér hvert sem er, en ég hef svolitlar áhyggjur af öllu þessu snúrufargani....

Jónína Dúadóttir, 13.12.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

úff, ekki gæti ég farið með borðtölvuna, hún er risastór og þung :o

En læti í veðrinu, ójá!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.12.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband