Leita í fréttum mbl.is

Hvað bleikar og bláir vilja í jólagjöf!

1

Ég er ekki mjög æst í jólapakka, þó ég færi auðvitað í feita fýlu ef ég fengi enga, en jólagjafasöfnun handa sjálfri mér er ekki svona málefni sem ég myndi stofna þrýstihóp um.

En hvað langar mig í, í jólagjöf í ár?

Búin að svara þessu inni hjá Gurrí og svo hvað mig langar ekki í inni hjá Önnu, en mig langar í bækur.

Svo langar mig í gott heilsufar og hamingju mér og mínum til handa.

Mig langar í rjúpur, en það er ekki möst.

Húsbandinu langar ekki í neitt sérstakt nema rakspíra.  Hann er lítið æstur í gjafir, enda svarar hann því til þegar krakkarnir okkar eru að spyrja hann hvað hann vilji í jólagjöf, að hann óski sér hlýs faðmlags og kossa á kinn.  Hm..

Í Danmörku vilja konur upplifanir í jólagjöf, karlarnir vilja pakka.

Það er þvert á mínar jólagjafarannsóknir, það segi ég satt.

Sumar vinkonur mínar geta ekki á heilum sér tekið fái þær ekki eðalmálma í pakkann.  Sumar flott nærföt og aðrar vilja pelsa.  Flestar eru þær þó í bókadeildinni eins og ég.

Karlar hafa alltaf verið á hliðarlínunni í pakkadeildinni, að því er ég man best.  Verið svona nokk límónaði gagnvart jólagjöfum.  Kannski þekki ég bara svona nægjusama menn?

Annars eru þessar rannsóknir að gera mig enn ruglaðri en ég er fyrir.

Ærið ekki óstöðugan.

Úje.

Falalalalalala

 


mbl.is Karlar vilja pakka en konur upplifanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég kasta mér í gólf ef ég fæ ekki almennilegar jólagjafir.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.12.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hehe.... þekki þetta mætavel sjálf, langar ekkert brjálæðislega í pakka, en yrði fúl ef enginn væri pakkinn.... er maður ekki klikkaður, og ekki þýðir fyrir mig að gefa húsbandi rakspíra, get varla notað ilmvatn sjálf, hann er svo viðkvæmur fyrir lykt blessaður, verður óglatt. Þannig að bækur eru sívinsælar á mínu heimili.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.12.2007 kl. 16:39

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég veit að ég fæ mara Pakka.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.12.2007 kl. 17:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð að viðurkenna að ég hef gaman af að fá pakka, en það er miklu skemmtilegra að gefa, sérstaklega þegar manni tekst vel upp og viðtakandinn er innilega glaður með gjöfina, það er besta gjöfin mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2007 kl. 17:45

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég vil fá pakka og það marga og fer í feita fýlu þegar fólk tekur svona sameiginlegar ákvarðanir um að gefa bara börnunum og hætta að gefa fullorðna fólkinu.....! Ég er vestrænt neyslubarn þó 32 ára sé og viðurkenni það fúslega að ég elska pakka !´(bístviðaðhæfastoppaðíþroskahvaðþettavarðarþegarégvarca10ára )

Sunna Dóra Möller, 10.12.2007 kl. 18:01

6 Smámynd: Signý

Ég bið fólk sem spyr mig hvað mig langi í jólagjöf að gefa peninga í Umhyggju, staðinn fyrir að gefa mér jólagjöf sem endar í kassa niður í gemyslu ég veit aldrei vitað hvað mig langar í svona eftir að ég varð stór...stærri..eitthvað, er heldur engin pakka kona, svo ég yrði ekkert sár þó ég fengi ekkert

Friður! 

Signý, 10.12.2007 kl. 18:47

7 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég blæs á þetta upplifunarkjaftæði. Segi það sama og Sunna Dóra að ég elska að fá pakka. Elska líka að gefa pakka og pakka inn jólagjöfum og allt það. Finnst allt pakkastúss bara mjög skemmtilegt

Björg K. Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 19:04

8 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Vil bæta því við að við sem getum skulum öll kaupa eina aukagjöf og setja undir jólatréið í Kringlunni

Björg K. Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 19:06

9 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Síðan við Ronni fórum að búa saman (2001) og giftumst síðan 2002, þá höfum við ekkert gefið hvort öðru,höfum ekki átt pening,en þegar peningar eru afgangs,þá höfum við keypt eitthvað nauðsynlegt til heimilisins, og látið það duga sem jólagjafir til hvors annars, við erum very happy, eigum hvort annað, elskum hvort annað, gjafir breyta engu.

Svanhildur Karlsdóttir, 10.12.2007 kl. 19:30

10 Smámynd: Einar Indriðason

Aldrei þessu vant, þá er ekkert beinlínis sem stekkur á mig og segir:  "Sko, Við skulum hafa eitt á hreinu.  ÞÚ VILT FÁ MIG! Í JÓLAGJÖF!  Er það ... *SKILIÐ*?"

Ég á mp3 spilara og digital myndavél.  Ég á jafnvel tölvu, nota hana einstaka sinnum til að skrifa háfleyg komment hjá öðrum á blogginu.  Sjónvarpið mitt er fínt í bili, þó það sé ekki flatskjár.  Hverju gleymi ég?

Einar Indriðason, 10.12.2007 kl. 19:30

11 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Upplifun smupplifun. Ég vil fá pakka!

Þessar dönsku kvensur eru bara að ljúga í könnuninni til þess að virðast vera menningarlegar (leikhús og svo framvegis). ;)

Svala Jónsdóttir, 10.12.2007 kl. 21:25

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svala: Mér datt það nú líka í hug.  Þekki ekki svona konur, þ.e. sem kjósa óinnpakkaðar upplifanir.  Eru ekki jólapakkar að framkalla alveg heví upplifanir?  Hebbði haldið það.

Annars eruð þið öll hvort öðru skemmtilegra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 21:28

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvert öðru meina ég, híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 21:28

14 identicon

Ég reyni ítrekað um hver jól að sannfæra fólkið í kringum mig um það að ég vilji ekki jólagjöf í pakka, jólagjöfin sem ég fíli best sé fólkið mitt í kringum mig að hafa það skemmtilegt saman, borða mikið, hlæja mikið, sofa mikið okokok ..... en ég er samt líklega léleg að stjórna í fólki því að ég enda samt alltaf með eitthvað í pakka sama hvað ég reyni...

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.