Leita í fréttum mbl.is

Í hár saman?

Steingrímur Sævarr, fréttastjóri Stöðvar 2 er vægast sagt ekki hrifin af uppátækjasemi Vífils Atlasonar og félaga hans, varðandi mætingu "vitlauss" manns í fréttirnar hjá þeim.

Hann er samt ekki reiður út í Vífil og co. sem frömdu hrekkinn heldur er hann er hann bálillur út í Kastljósið fyrir að krefjast þess að viðmælendur  þeirra mæti ekki í báða fréttamiðlana.   

Auðvitað er ekki fallegt að villa á sér heimildir og koma í viðtöl undir fölsku flaggi.  Ég held að allir geti verið sammála um það, en ég sé ekki að það sé Kastljóssmönnum að kenna, að strákarnir hafi komist upp með svikin.

Þórhallur Gunnarsson segir það ekki sitt vandamál að Stöð 2 kanni ekki bakgrunn þeirra sem þeir taka viðtal við.  Rétt, amk er það ekki RÚV að kenna hlutirnir klikka hjá Steingrími og co.  Það er svo annað mál og leiðinlegra ef það þarf að fara að biðja fólk um kennitölu og skónúmer í hvert sinn sem hinn almenni maður ratar í sjónvarp.

Alla vega þá finnst mér að Steingrímur megi alveg láta þennan pirring þangað sem hann á heima, þ.e. á krakkavillingana sem frömdu skemmtiatriðið.  Vífill og vinur hans eru engin fórnarlömb RÚV, og hafa örugglega nógu breitt bak til að taka ábyrgð á hrekknum.

Ég er nú svo dúmm að þegar ég lá í hláturskasti yfir uppátækjasemi strákanna þá var ég að hlægja með þeim og alls ekki að Stöð 2 og vinnubrögðum þar á bæ.  Þannig held ég að hafi verið um flesta.

Allt tal um að vegið hafi verið að starfsheiðri þess manns sem tók viðtalið við vin Vífils, finnst mér nú bara dramatík og taugaveiklun.  Er fólk alveg búið að týna húmornum?

Sröð 2 týnið prímadonnuduttlungunum og setjið upp jólabrosið.

Hér má lesa nánar um þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá veit maður um hvað áramótaskaupið muni snúast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta eru strákapör og ekki ástæða til að vera með dramatík yfir. Þetta er rosalega fyndið allt saman. Það eina í öllu þessu máli sem ekki er fyndið það er að þykjast vera ÓRG.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.12.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 8.12.2007 kl. 11:51

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er nú ekki ólík þér ég gat ekki annað en farið að hlæja af þessari vitlausu.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2007 kl. 12:00

5 Smámynd: Signý

Þetta er náttúrulega bara með því fyndnara, góð tilbreyting svona í skammdeginu.

Hinsvegar er þetta ekki í frysta skipti sem umræða um þessa einokunarstefnu kastljósins dúkkar upp. Það er eiginlega óeðlilega oft. Og ef þetta er þá satt eftir allt saman að þá er það mjög slæmt mál.

Friður! 

Signý, 8.12.2007 kl. 12:14

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér fannst þetta bráðfyndið mál alltsaman

Marta B Helgadóttir, 8.12.2007 kl. 12:26

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur: Kæmi ekki á óvart ef ég vissi ekki að það er búið að landa áramótaskaupinu í ár.

KB: Jabb smá ósvífið að þykjast vera forsetinn, viðurkenni það en jösses hvað það var krúttlegt.

Signý: Ég veit ekki betur en að ég hafi heyrt einhversstaðar að það sé ekki óalgeng regla í fjölmiðlum almennt, að þeir reyni að forðast að vera með sama efnið, þ.e. farir þú í viðtal í Moggan ferðu varla í Fréttablaðið líka, en kannski er þetta bara vitleysa hjá mér.

Hallgerður: Þessi fékk ekki að taka pokann sinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2007 kl. 12:57

8 identicon

Tek undir með ykkur. Mér finnst þetta alveg drepfyndið en ef maður fer að pæla í þessum gaur þarna á Skaganum velti ég fyrir mér hvar hann sjálfur setji mörkin þegar "grín" er annars vegar. Mér finnst ekki ósennilegt að hann eigi dálítið erfitt með grensuna í þeim efnum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:07

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna mín ég er svo sammála þér eins og oft áður!

Jenný, haft er eftir Vífli að Ragnhildur Steinunn hafi fullyrt það að það sem kæmi fram í Kastljósi mætti ekki koma fram annars staðar, það væru reglur Kastljóss. Hvað velur maður þá? Auðvitað Kastljós, það horfa fleiri á það en stöð 2.

Edda Agnarsdóttir, 8.12.2007 kl. 15:20

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Nokkuð til í þessu hjá þér, vonandi koma mörkin með aldrinum.

Edda: Fólk reynir að bjarga sér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband