Leita í fréttum mbl.is

Ég skammast mín

..og það ærlega fyrir að vera oft, um of upptekin af sjálfri mér og mínu míkróskópíska lífi á alheimsströndinni.  Í staðinn væri mér og fleirum skammarnær að þakka fyrir hvað við eigum og göngum oft að sem sjálfsögðum hlut.

Einkum og sér í lagi núna, finnst mér að ég megi aðeins hugsa minn gang og muna að:

Ég á yndislegar dætur og barnabörn

Ég á góðan mann og fína fyrrverandi

Ég á foreldra á lífi, helling af systrum og bróður

Ég á marga vini og þeir eru allir einstakir, hver og einn, á sinn hátt,

Ég á þak yfir höfuðið, mér er hlýtt, ég á mat og..

..allar líkur eru á því að þegar ég kveð þessa jarðvist þá verði ég ekki látin liggja þangað til að einhvern rámar í að ég sé til, svona eftir dúk og disk bara.

Mikið skelfilega er það nöturlegt að vita til þess að fólk sé svo eitt í lífinu að það geti verið látið í heila viku án þess að einhver líti til með því.

Þarf ekki að endurskoða vinnureglur þarna hjá ÖBÍ?

Ekki að það bæti úr einsemd eins eða neins, en samt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæta Jenný mín.  Það sker í hjartað að sjá svona fréttir. Svo verður þetta sérlega aumt á svona falala tímum. En þú ert okkar velferðarbendill...og vökustaur á því að lífið sé ekki rósanna dans...eða á rósum dansað.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er einmannaleikinn í sinni sárustu mynd! Hvernig er hægt að vera svona ein í heiminum !

Sunna Dóra Möller, 7.12.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 7.12.2007 kl. 20:57

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Þetta gerist, að því er virðist, trekk í trekk erlendis, ég man eftir nokkrum fréttum frá Bretlandi. Og ég held að þetta eigi eftir að aukast, eins sorglegt og það er. Samkennd fólks er bara ekki eins og hún var, fólk er nánast hætt að heimsækja hvert annað og mun færri en áður búa í hverju húsi. Þetta er ógnvænleg þróun.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 7.12.2007 kl. 20:58

5 identicon

Sumir velja sér að vera einir, einn góður vinur minn frá því í barnsæsku kýs að eyða mestum tíma sínum aleinn.
Getur ekki verið lengi með dömu því hann þráir svo mikið að vera einn með sjálfum sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 21:39

6 Smámynd: Blómið

Mikið tekur það á mann að lesa svona fréttir   Þó veit ég að verið er að reyna að taka á þessum málum, allavegna hjá Reykjavíkurborg.  Tengdamóðir mín er fullorðin kona sem býr ein, og ég hafði samband við félagsþjónustu á hennar svæði nýlega.   Spjallaði þar við ágæta konu, sem upplýsti mig um að það væri átak í gangi til að ná sambandi við eldri íbúa.   Þær fá upplýsingar frá Hagstofu um einstaklinga eldri en 70 ára sem búa á þeirra svæði og hafa svo samband við þá til að athuga hvort þeir séu í þörf fyrir þjónustu.  Stefnan er að reyna að vera í reglulegu sambandi við alla.   Það sem mér þótti sorglegast, er að það eru svo fáir sem eiga að sinna þjónustunni, að þær byrjuðu á elsta hópnum 90-100 ára og eru rétt byrjaðar að skoða aðstæður 80-90 ára núna, eftir að hafa verið að framfylgja þessu í eitt og hálft ár   Tengdamóðir mín er "ekki nema" 74 ára þannig að það hefði nú ekki komið að henni næstum strax ef ég hefði ekki haft samband

Blómið, 7.12.2007 kl. 21:56

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Takk fyrir þetta en betur má ef duga skal.

Þuríður: Heyrði oft svona fréttir þegar ég bjó í Svíþjóð, amk alveg nógu oft, ég hélt satt best að segja að í okkar litla samfélagi væri öryggisnet í kringum hverja manneskju.

Hallgerður: Þegar maður er dauður er maður dauður, sennilega (veit það ekki, er ekki búin að upplifa það) en ég hef meiri áhyggjur af því hvað einsemd manneskju er mikil að hennar er ekki einu sinni saknað eftir að hafa legið dáin í viku.  Þannig að viðkomandi hlýtur að hafa verið ansi mikið einn.

Doktor: Sumir velja einveru, samt eru flestir sem vilja hafa manneskjur í kringum sig að einhverjur leyti.  Að minnsta kosti er valin einvera mest í klaustrum og sollis.  Jú og auðvitað í vitum þar til nýverið.

Blómið: Ljótt að heyra.  Gamla fólkið er orðin einhver afgangsstærð sem virðist bara vera sett í geymslu einvhversstaðar.

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 22:30

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svo erum við bloggvinkonur og það er bara helv. gott. Ég er glöð !!

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 22:49

9 Smámynd: Blómið

Því miður Jenný mín.  Þannig er það bara orðið   Hérna áður fyrr voru konur heimavinnandi og ein laun dugðu fyrir framfærslu heimila og 2 - 3 barna.   Þá þótti nú ekkert tiltökumál að taka inn á heimið afa og ömmur sem voru einstæð.  Í dag duga ekki ein laun til, það þarf báða aðila á vinnumarkað til þess að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi.   Tíminn er liðinn þar sem fólk tók foreldra sína heim til sín þegar fór að halla undan fæti hjá þeim vegna þverrandi krafta.   Í dag eru kröfur þjóðfélagsins allt aðrar en fyrir c.a. 30-50 árum.

Blómið, 7.12.2007 kl. 23:43

10 Smámynd: Hugarfluga

Svo sárt og sorglegt. Maður má vera þakklátur fyrir margt og mikið. Endalaust þakklátur. 

Hugarfluga, 7.12.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband