Leita í fréttum mbl.is

Vífill - þú ert megadúlla

Ég er í kasti.  Þegar ég horfði á fréttirnar á báðum stöðvum eins og nánast alltaf, og svo Kastljósið var ég að velta fyrir mér af hverju forsetavinurinn Vífill á Skaganum væri svona ólíkur sjálfum sér í Kastljósinu, frá því sem hann var í fréttunum á Stöð 2. 

Ég var alveg: Hm.. hann var ljóshærður áðan, og á mynd sem ég sá í dag var hann svona eins og hann er núna (Kastljós) og heilinn á mér var að brenna yfir.

Ég skrifaði þetta á falalalala-ástandið sem ég er í.  Jólin gera manni hluti.

Svo rakst ég á eitthvað blogg þar sem því er uppljóstrað að Vifill sendi vin sinn í viðtalið á Stöð 2.

Ég elska svona fólk.

Það bara lýsist upp tilveran svona í svartasta skammaranum.

Einn Vífil í jólapakkann á hvert heimili.

Þetta verða Vífilsjól og það er ekki Júlíusi að þakka.Whistling

Falalalala.

Það er dásamlegt að geta fengið að hlægja smá og maðurinn er eitraður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er bara verið að rugla mann í RIMINI.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 22:03

2 identicon

Maður ársins.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er gott að hlægja og þetta er tær snilld !

Sunna Dóra Möller, 6.12.2007 kl. 22:07

4 identicon

Hehe já mér finnst hann algjör snillingur strákurinn.. létt grín, hvaða læti eru í runnanaum ?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:14

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessir drengir eru miklir húmoristar og verða eflaust látnir gjalda þess á einhvern hátt. Líklega er það út af þessu sem búið er að taka titil fréttarinnar út af listanum hægra megin í fréttatíma Stöðvar 2 á netinu. Fréttin er engu að síður inni næst á undan skólastarfinu og Finnunum.   

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.12.2007 kl. 22:15

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

alveg frábær!

Marta B Helgadóttir, 6.12.2007 kl. 22:26

7 identicon

algjör snillingur, ég er búin að gráta úr hlátri af þessum snilling og þegar ég heyrði þetta að hann hafi sent vin sinn í viðtal í staðinn fyrir sig þá endalega sannfærðist ég að hann er snillingur.

Beta (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:52

8 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

já ég hélt líka að þetta væri minnissyndromið :-)

Þeir eru frábærir strákarnir hvernig skildi 1. apríl vera hjá þeim

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 6.12.2007 kl. 22:59

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér finnst þetta snilld hjá þeim!

Huld S. Ringsted, 6.12.2007 kl. 23:27

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru búnir að taka fréttina út á Stöð 2.  Dem ætlaði að skoða þetta betur, en ég skil þá, þeir gátu náttúrulega ekki vitað að þeir væru með "vitlausan" mann.

Meiri villingarnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 23:41

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sendi hann vin sinn!!! Þetta ætla ég að muna... for later Ég hefði annars ekki fattað muninn. Er svo ómannglögg

...hver er annars Vífill?  

Laufey Ólafsdóttir, 6.12.2007 kl. 23:41

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú var ég að lesa á blogginu hennar Guðrúnar að Vífill Svífill hafi verið á hvorugri stöðinni.  Arg og kast, er hann kannski ekki á landinu?

Ég dey

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 23:52

13 identicon

Já það er rétt, hann hafði báðar fréttastofurnar að fífli.  Hann var í hvorgum fréttatimanum.  Svo best sem ég veit allavega.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:00

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG ég er í kasti. Ég vona að krakkaormurinn nýti uppátækjasemi sína og húmor í jákvæða hluti í náinni og fjarlægri framtíð. Segi sama og Lísa, held þessi eigi eftir að verða áberandi í þjóðfélaginu

Jóna Á. Gísladóttir, 7.12.2007 kl. 00:08

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Jónsí mín, hann gæti flutt fjöll ef hann nýtir þetta til góðra verka.  Vonum það besta

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 00:10

16 identicon

Jenný, hann er búinn að kommenta á síðuna mína, sonur minn hafði rangt fyrir sér, þetta var hann á ruv,

LOL en engu að síður er hann skemmtikraftur dagsins

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:12

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vífill er knár þótt hann sé smár aðeins 16. Hann á líka knáann bróður sem heitir Máni og er líklega sex árum eldri og var sá sem Skagaliðið hringdi í frá Útsvari. Bara tveir bræður sem eru glaðir og hugmyndaríkir.

Edda Agnarsdóttir, 7.12.2007 kl. 00:23

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er allt dýrðarinnar fólk. Mamma Vífils er bloggvinkona mín. Hennar beið eftirfarandi miði á eldhúsborðinu: “Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill.”

Hrikalega fyndið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.12.2007 kl. 13:33

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí: Hjó eftir þessu með Einarsbúð.  Nú langar mig að vita hver mamman er.  Ég dey.

Edda: Er enn í krúttkasti yfir þessum drengjum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 14:14

20 identicon

Setti drenginn strax upp í íslendingabók,sá þar að við eigum sama afmælisdag og að við erum skyld. Þetta er bráðfyndið þetta hefði ég líka gert ...bara  ég hefði  númerið. Þetta er ágætis saga til að segja barnabörnunum síðar.!

Margrét Sig (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 14:20

21 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, sorrí, þetta á undan var ég ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.12.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2986818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband