Leita í fréttum mbl.is

Viðsnúningur dóms

 Tekið af Vísi.

"Hæstiréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms yfir manni sem ákærður var fyrir að hafa framið kynferðisbrot gagnvart dóttur sambýliskonu sinnar.  Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sett fingur upp leggöng stúlkunnar og káfað á henni á heimili þeirra árið 2002. Hlaut hann 12 mánaða dóm í héraði, þar af níu skilorðsbundna."

Upplýsingar frá mér:

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson.

Ingibjörg Benediksdóttir skilaði sératkvæði sem hljóðar svo:

 "Héraðsdómur, sem skipaður var þremur embættisdómurum, hefur metið framburð Y, móður hennar og annarra vitna trúverðugan. Vísa þeir í niðurstöðu sinni sérstaklega til þess að frásögn stúlkunnar hafi verið greinargóð og ítarleg, hún hafi skýrt sjálfstætt frá atburðum, fullt innra samræmi hafi verið í framburði hennar og vætti hennar sé stutt öðru því sem fram er komið í málinu. Þótt stúlkan og móðir stúlkunnar hafi ekki með vissu geta sagt við rannsókn málsins hvenær umrætt samkvæmi í bílskúrnum átti sér stað rýrir það ekki framburð þeirra, sem héraðsdómur hefur sem fyrr segir metið trúverðugan. Er einnig til þess að líta að þegar skýrslur þeirra voru teknar hjá lögreglu voru um fjögur ár liðin frá atvikinu og þess því ekki að vænta að þær gætu greint frá með vissu hvenær samkvæmið var haldið. Við rannsókn málsins og meðferð þess skýrðist þetta atriði hins vegar nánar. Þegar litið er til framburðar stúlkunnar og vitna er ekki varhugavert að telja fram komið að umrætt samkvæmi hafi verið haldið í apríl 2002. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms tel ég rétt að staðfesta niðurstöðu hans um sakfellingu, en ákveða refsingu hans 15 mánaða fangelsi. Þá er ég sammála niðurstöðu dómsins um miskabætur og málskostnað."

Ég gef þessum hæstaréttardómurum falleinkunn, að undanskilinni Ingibjörgu Benediktsdóttur, í þessu tilfelli.

Sveiattann!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég sá þetta áðan og varð eiginlega bara döpur, þessi mál breytast ekki neitt í dómskerfinu sama hvað fólk hrópar á breytingar!

Sunna Dóra Möller, 6.12.2007 kl. 20:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allar fréttir úr dómssölum gera mann dapran núorðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og mér finnst þetta að meira eða minna leyti vera sömu dómararnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 21:19

4 identicon

Ömurlegt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er læs Guðlaugur, búinn að lesa dóminn og dreg ákvörðun af því.  Maður unir ekki einhverju, bara af því að þannig hefur það alltaf verið.  Það væri nú annað hvort ef öll umræða væri drepin í dróma með þeirri hundalókik.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 21:55

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Pólitískt skipaðir dómarar ,hlýða sínum yfirmönnum

Halldór Sigurðsson, 6.12.2007 kl. 22:02

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað kemur þetta pólitík við ? Mega dómararnir ekki hugsa sjálfstætt  og fara samt að lögum ? Þurfa þeir einhvernveginn að loka á manneskjulegu hliðina í sér, til þess að geta orðið hæstaréttardómarar ? Þá mundi ég frekar vinna á kassa í Bónus....

Jónína Dúadóttir, 7.12.2007 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.