Leita í fréttum mbl.is

Trúarblogg???

 1

Ég er alltaf að uppgötva nýjar hliðar á sjálfri mér, ég er nefnilega svo margslunginn persónuleiki.  DJÓK!!!

Hvað um það, ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið, hvernig ég gæti látið gott af mér leiða fyrir jólin, þannig að það skilaði sér.  Það eru svo margir sem eiga um sárt að binda í þessu þjóðfélagi "allsnægta" og erfitt að koma sér niður á eitthvað eitt, þar sem ég hef takmarkaða fjármuni til verkefnisins, enda aldrei gefið mig út fyrir að vera af Baugsættinni.  En margt smátt gerir eitt stórt.

Ég er komin að niðurstöðu.  Ég ætla að styrkja Hjálpræðisherinn fyrir þessi jól.  Já öðruvísi mér áður brá.  Ég hef ekki beinlínis verið þekkt fyrir aðdáun mína á sértrúarsöfnuðum og sá stærsti, þjóðkirkjan,  er sá sem er í neðstu sætum vinslædarlistans, ef hægt er að tala um lista í þessu sambandi, og þá vegna skorts á umburðarlyndi og mannkærleika, sem hefur glögglega komið í ljós á þessu ári sem senn er á enda.

Hjálpræðisherinn heldur því ekki fram að hann sé með persónulega vitneskju um smekk Guðs og sonar hans á hvernig fólk eigi og eigi ekki að vera.  Hann boðar ekki helvítisvist fyrir þá sem eru fyrir utan normið og hann hrópar ekki á torgum um eigin mikilfengleika og óskorðaða umboðsmennsku sína fyrir Guð á jörðunni.

Hjálpræðisherinn lætur verkin tala.  Þeir taka á móti okkar minnstu bræðrum á jólunum, gefa þeim að borða, sýna náungakærleika og gera það með gleði án þess að hreykja sér af því. 

Þeir trana sér ekki fram og þeir setja engin skilyrði fyrir hjálpinni.

Þess vegna, læt ég eitthvað af mínum heimilispeningum renna þangað. 

Og ég er viss um að þar verða þeir nýttir til góðra verka.

Ég hvet alla til að velja sér verkefni til að styrkja.  Það er flott jólagjöf.  Við verðum að hjálpast að eins og stelpurnar mínar segja.

Amen  í boðinuHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég valdi Þórdísi Tinnu þetta árið...

Ragnheiður , 6.12.2007 kl. 11:39

2 identicon

Þar styrkir þú þarft málefni. Þeir gefa mörgum að borða árið um kring. Halda jól fyrir þá sem minnst mega sín. Og hreykja sér ekkert af því. Ég þekki eina sem bakar kökur og brauð í desember sem er borðað hjá hernum. Ég held að í hernum sé gott fólk sem virkilega vill láta gott af sér leiða. Ég kaupi jólakort til styrktar ymsum góðum málefnum. Hallelúja. Hins vegar finnst mér stjórnvöld eigi að búa svo um hnútana að enginn fari í köttinn.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:42

3 identicon

Óvitlaust væri að skrá sig í siðmennt líka, við verðum að styrkja samtök sem vilja mannréttindi fyrir alla en ekki bara suma, og hvernig væri að fólk skráði sig úr þjóðkirkju svo peningarnir fari í alvöru mál eins og menntun í stað þess að fara í vasa fordómafullrar prestlinga
DoctorEvil ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hjálpræðisherinn á allt gott skilið og einmitt um jólin er það það fólk sem opnar faðminn fyrir einstæðingunum og býður m.a. í jólamat! .. Mér líst vel á þetta val þitt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.12.2007 kl. 12:06

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gott val og frábært hjá þér !

Sunna Dóra Möller, 6.12.2007 kl. 12:16

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég valdi Þórdísi einsog Ragnheiður...knús á þig

Heiða Þórðar, 6.12.2007 kl. 12:24

7 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Gott meððig  Þetta líst mér vel á. Hjálpræðisherinn eða mæðrastyrksnefnd og fjölskylduhjálpin. Þetta eru allt aðilar sem koma hlutunum til skila til þeirra sem þurfa.

Svala Erlendsdóttir, 6.12.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fallegur pistill hjá þér Jenný mín.  Ég hef ákveðið að láta gott af mér leiða líka, þar er Þórdís Tinna efst á blaði, en ég gæti alveg hugsað mér að senda Hjálpræðishernum eitthvað líka, ertu með reikning eða eitthvað sem hægt er að leggja inn á ? Það væri þarft verkefni, svo sannarlega. Það er alveg satt sem þú segir, þar eiga allir skjól yfir hátíðirnar og hefur alltaf verið svo.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 13:17

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er búin að ákveða að fá hann Hjört Magna til að taka við ákveðinni upphæð og nota hana eins og hann telur best

Heiða B. Heiðars, 6.12.2007 kl. 13:20

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég valdi Hjálpræðisherinn, var í Kringlunni á síðasta mánud. og dreif mig í hraðbankann og náði mér í seðla, gamli maðurinn brosti svo fallega og þakkaði mér innilega fyrir eins og ég hefði gefið millur, þeir eru ábyggilega alltaf glaðir þessir góðu menn. Mér leið vel á eftir og svo er ég búin að kaupa alla happdrættismiða og jólakort sem ég hef fengið. Læt aðra njóta sem mests þessi jólin. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 13:34

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil taka fram að þessi ákvörðun mín hefur ekkert með trúmál að gera.  Ég tel bara að þarna nái ég best til þeirra sem mest þurfa á peningunum að halda. 

Ásthildur: Á eftir að athuga hvert ég sný mér með gjöfina.  Ætla bara að hringja á herinn og spyrja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 14:28

12 identicon

Ég styrki Hjálpræðisherinn og alla sem ég get án skilyrða Enda oftast góð manneskja. Missi mig stundum og er þá ekki væn.En skána og mýkist með aldrinum eins og gott vín.hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband