Leita í fréttum mbl.is

Edrúafmæli - Jólasnúra.

Fyrst vil ég þakka allar hlýju kveðjurnar sem okkur hafa borist vegna þess að í dag 4. desember eru 10 ár frá dauða litla barnabarnsins míns, hans Arons Arnar.  Mamma hans les bloggið og ég veit að henni þykir vænt um kveðjurnar.  En lífið heldur áfram.

Nú er það edrúafmælið mitt (5.des.). 14 mánuðir liðnir frá því ég fór á Vog, hvorki meira né minna.  Og þvílíkir mánuðir.  Ég verð næstum klökk þegar ég hugsa til þess hversu gefandi og góðir þeir hafa verið og hversu heppin ég er að hafa nú álpast í meðferð loksins.

Ég hef sum sé hangið sæl og ánægð á minni edrúsnúru, bærst í vindinum, stundum hafa stormað geysað, en aldrei lengi í einu. 

Ég blogga um alkahólisma fyrst og fremst fyrir sjálfa mig, til að halda mér við efnið og til að minna mig á.  Það hefur reynst mér vel og ég er búin að skrifa mig frá skömminni.  Það eitt og sér er þess virði að skella þessari baráttu á netið.

Í mér blundar líka sú von að einhver þó ekki væri nema einn, geti nýtt sér það sem ég skrifa og jafnvel fundið huggun og hvatningu af lestrinum.  Reyndar veit ég að það hefur hjálpað þó nokkrum og það hvetur mig til að halda áfram.

14 allsgáðir mánuðir er ekki lítill tími, ef tekið er tillit til þess að fyrir meðferð komst ég ekki í gegnum daginn án þess að deyfa mig með áfengi eða pillum.  Hm.. að tala um helsi, ójá.

Bloggdagurinn mikli er að kvöldi komin.  Í dag hef ég bloggað manískt, jafnvel þegar ég sjálf á í hlut, en tilgangurinn var að dreifa huganum.

Það tókst og svo þakka ég fyrir komment dagsins sem fengu mig til að skella upp úr hvað eftir annað.

Það er flottast að vera edrú, fyrir konu eins og mig.

Alveg langflottast.

Á morgun bíða jólafærslur ásamt dassi af öðru, ég þarf alltaf að vera að bögga fólk.Whistling

Falalalalala

Krakkar, varð að skella þessu hér inn í péessi.  Það eru fargings 19 dagar til jóla.  Ég er farin að ofanda.  Jösses.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú böggandi kona Sofðu eins og ungabarn og á morgun er nýr dagur.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með daginn og böggaðu sem mest! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:03

3 identicon

Til hamingju með árangurinn.

Ég veit vel hversu mikils virði þetta er fyrir þig. Ég er stolt af þér. Þú ert flottust.

Megirðu eiga mikið af edrú mánuðum í viðbót.

Og eins og vinur minn segir .. ég ætla að fara edrú að sofa í kvöld. Og á morgun segir hann ..  ég vaknaði edrú í morgun.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 5.12.2007 kl. 00:05

5 identicon

Takk fyrir þessa færslu sem og allar hinar. Þú ert frábær  Það er lítil kveðja til þín á blogginu mínu til að svífa inn í svefninn við

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 00:05

6 Smámynd: Ásta Björk Solis

Til hamingju med edrumennskuna.

Ásta Björk Solis, 5.12.2007 kl. 00:11

7 Smámynd: Einar Indriðason

Ég las síðustu línuna hjá þér sem: "Ég þarf alltaf að vera að blogga fólk".  (ekki bögga).

En... já... gott mál, og skál í vatni :-)

Einar Indriðason, 5.12.2007 kl. 00:16

8 Smámynd: Blómið

Jólin, jólin koma brátt......

Innilega til hamingju með 14 mánuðina, enda ekki sjálfgefið að edrúmennskan gangi svona vel.   Þetta virðist ganga smút hjá ofurömmunni enda með Aron Arnar ömmustrák sér stöðugt við  hlið :) Nú eru þetta bara þessir 15 sem þar að klífa þangað til næst ;)  Fylgist vel með og er í klapphópnum. 

Blómið, 5.12.2007 kl. 00:21

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 5.12.2007 kl. 00:26

10 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Lífið er svo sannarlega ljúft án áfengis og mikill léttir að losna undan Bakkusi. Hann er þó aldrei langt undan og fara verður með gát. Gangi þér vel í baráttunni.

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 5.12.2007 kl. 01:25

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nú er ég vakandi - ég er alveg skíthrædd eftir að Össur bloggaði þarna um daginn á vitlausum tíma samkvæmt eftirliti púrítanana. Ég gat ekki sofnað svo auðveldast var þá að fara fram úr beint í tölvuna - hvað annað?

Njóttu vel edrúdagana Jenný mín og ég sendi þér yl og strauma vegna litla ömmudrengsins þíns.

Eitt orðtak: Sá sem elskar mikið hlýtur að syrgja mikið.

                                                                   Olfert  Ricard

Edda Agnarsdóttir, 5.12.2007 kl. 02:35

12 identicon

Til hamingju Jenný sigurvegari!

Einhvernveginn lukkaðist að gefa komment núna, héðan af hafinu bláa.

Hér er hrollkalt og hvasst og langt í lognmolluna.

Keep it up girl!!  Er viss um að lítill engill er ánægður með ömmu sína, er viss um að hann hjálpar til með að strá til þín hamingjukornum.

Kveður til ykkar bloggara í landi.

Einar Örn

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 04:35

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lúðrasveit, fiðlur, flugeldar! Til haningju mín kæra.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2007 kl. 06:44

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með daginn!

Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 06:58

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til lukku með daginn og árangurinn !

Sunna Dóra Möller, 5.12.2007 kl. 07:29

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju ljósið mitt

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 09:29

17 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þú ert frábær, þegar fýlupúkinn í mér er að taka völdin læðist hið jákvæða innra sjálf á síðuna þína.  Það bregst ekki, þú kætir mig.  Líka þegar þú skammar heiminn.  Til hamingju með daginn, gangi þér vel.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.12.2007 kl. 09:33

18 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

L-A-A-A-A-A-A-A-NGFLOTTUST !!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 5.12.2007 kl. 09:34

19 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 5.12.2007 kl. 10:18

20 identicon

Til lukku með árangurinn þinn Jenný, þú ert ferlega dugleg og mátt vera stolt af sjálfri þér .

Hins vegar samhryggist ég þér og þinni fjölskyldu innilega varðandi dauða barnabarns þíns, það er þungur harmur að bera sem maður lærir með tímanum að lifa með. Hann horfir örugglega brosandi til þín, stoltur af ömmu sinni

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:53

21 identicon

Til hamingju með daginn !!  Flottur dagur 5 des ( enda fæddi ég barn þann dag )

Megirðu "bögga" okkur um ókomna tíð, það er svo skemmtilegt. Kannski ég komi fram einn daginn þegar feimnin rennur af mér og hef eitthv. að segja og opni bloggsíðu. Það virðast allir blogga sem svara þér

Njótið dagsins.  

M (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:57

22 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega, innilega til hamingju með áfangann. Gleðst virkilega með þér.  Í næstu viku ætla ég að byrja að hugsa um jólin.  Þú ert örugglega búin að hjálpa mörgum með snúrublogginu og líka fræða okkur hin sem erum að eiga við fíkla. Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 11:08

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 5.12.2007 kl. 11:32

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með edrúafmælið, elsku dúllan mín. Sendi þér knúskveðjur af Skaganum. Skál í kaffi!!! Þú átt eftir að smakka kaffið í himnaríki, vona að það verði fyrr en síðar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 11:38

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með edrúafmælið Jenný mín.  Það er gott og gefandi að lesa bloggið þitt, og baráttu, gleðina yfir unnum sigrum.  Þú ert hetja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 11:51

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með daginn í dag  -  - mundu mig ég man þig, lifðu í lukku en ekki í krukku, lifðu lengi en ekki í fatahengi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.12.2007 kl. 12:53

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir frábærar kveðjur.  Svo eruð þið óborganlega miklir húmoristar addna.

Kona er heppin

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 12:55

28 Smámynd: Hugarfluga

Mig dreymdi þig alveg fullt (ekki fulla samt) í nótt og við áttum rosalega gott spjall.  Finnst ég þekkja þig út og inn núna og þarf að minna mig á að þetta var bara draumur. Frekar spes.  Knús á þig, kona. 

Hugarfluga, 5.12.2007 kl. 13:47

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með daginn Jenný, ég er sannfærð um að þú spjarar þig vel í lífinu,

því veistu að mínu mati fær maður vel út úr því að

böggast í öllum og segja allt sem maður vill,

ekki bara á blogginu.

Börnin mín segja td. að ég sé á uppreisnartímabilinu,

hvað er nú eiginlega það?.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2007 kl. 16:06

30 Smámynd: halkatla

úps, ég hélt ég hefði verið búin að kommenta hérna fyrr í dag.... en allavega, kæra Jenný Anna, það gefur mér svo mikið þetta blogg þitt, og ég segi bara til hamingju, þú ert frábær

halkatla, 5.12.2007 kl. 18:25

31 Smámynd: Benna

Til hamingju með daginn sæta

Frábær árángur.

Benna, 5.12.2007 kl. 18:48

32 identicon

Til hamingju með daginn þótt seint sé.Kveðja til London

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 19:50

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hugarfluga: Velkomin heim, dem,dem, að ég skuli ekki hafa verið viðstödd þetta spjall sem við áttum saman.  Verð með næst.

Takk öll sömul. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 20:28

34 Smámynd: Karl Tómasson

Til hamingju kæra Jenný bloggvinkona og gangi þér allt í haginn.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Karl Tómasson, 5.12.2007 kl. 23:42

35 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vó, Hallgerður, þetta voru ekki mismæli EN ... ég er svo vön að kalla heimili mitt himnaríki á eigin bloggi að ég gleymdi mér hérna. Vonandi kemur elsku Jenný í kaffi heim til mín sem fyrst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.12.2007 kl. 01:09

36 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er búin að vera afar utangátta Jenný mín. Ég sendi ykkur fjölskyldunni ástarkveðjur vegna 4. des

Og til hamingju með ársafmælið!  

Laufey Ólafsdóttir, 6.12.2007 kl. 08:26

37 Smámynd: ViceRoy

Til hamingju með árangurinn!

ViceRoy, 6.12.2007 kl. 16:34

38 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gott hjá þér Jenný þú ert flott.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.12.2007 kl. 22:47

39 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Knús Músin mín...annars ertu auðvitað ekki nein mús. Þú ert bara stór kona á allan hátt og ég óska þér innilega til hamingju með þennan frábæra árangur í lífi þínu vinkona. Og ég tek undir með örðum að það hlýtur að vera glaður litli engillinn sem situr á öxl ömmu sinnar og knúsar hana

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 09:21

40 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll, oh, maður tárast bara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband