Leita í fréttum mbl.is

Bróðir minn í þjáningunni

Það sem pirrar mig illa og mikið, þegar ég horfi á viðtalsþætti, er þegar spyrillinn spyr viðmælandann spurninga og maður sér á honum að hann hefur zero áhuga á svarinu.  Svipur spyrilsins er óræður, augun reika á bak við viðfangið og maður sér að hann er að pæla í einhverju af eftirfarandi: "Ætli það sé hár í nefinu á mér?  Eru þeir að skjóta á prófílinn á mér, ég er svo flottur í prófíl.   Hvað ætli Svanh.. ég meina konan sé með í matinn, hún var búin að lofa mér súpukjöti, arg hvað ég er glorhungraður."  Eða eitthvað á þessa leið.  Það er nefnilega ekki öllum gefið að kunna að hlusta. 

Ég hef lent í þessu, í lífinu almennt, og nei ég er ekkert leiðinlegri en gengur og gerist, og ég verð alltaf jafn pirruð.  Þegar fólk spyr mann einhvers og gæti ekki staðið meira á sama um hverju maður svarar.

Þess vegna skil ég Björgvin Halldórsson sem fíflaðist í Loga Bergmann s.l. föstudagskvöld i í beinni og sagðist fylgjast með sjónvarpsþættinum "Dancing with the Stars". Krúttlegt or what?  Logi tók ekki einu sinni eftir þessu undarlega svari.  Sú staðreynd Logi brást ekki við segir mér að hann var ekki að hlusta og auðvitað hefur Bjöggi fundið það. 

Djö.. sem mér finnst þetta gott hjá karlinum.  Hreinlega elska svona húmor.

Í dag og alla næstu daga verður Björgvin Halldórsson ofurkrútt þessarar síðu.

Falalala 


mbl.is Bó plataði Loga í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hí hí snilli

Jónína Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki hvor er leiðinlegri spyrillinn sem hefur ekki áhuga, eða hinn sem spyr með fullyrðingu og bíður svo ekki eftir svarinu.  Þú fórst og gerðir þetta, og það var svona og svona og svo fórstu og gerði bla bla og viðfangsefnið kemst ekki að til að svara.  Pirrrrrrrrr

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hvernig gæti það verið áhugavert þegar tveir vinnufélagar spjalla saman í sófa fyrir framan myndavél um eitthvað sem þeir eru fyrir löngu búnir að útræða í kaffistofunni margoft ?

Steingrímur Helgason, 4.12.2007 kl. 09:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Er þá ekki óþarfi að vera með svona þætti?  Væri ekki sniðugt að taka þá upp "einlæga" spjallið á kaffistofunni?  Get a grip.

Hallgerður: Eins og vanalega er ég 100% sammála þér.  Ég nenni ekki svona spjallþáttum.  Þetta er reyndar landlægt á Stöð 2 en miklu minna á RÚV.

Ásthildur: Við hendum okkur í vegg.  Pirringsvegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 10:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, þetta munu vera 14 vindstig. Hehe aulinn þinn, vertu inni

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 10:17

6 Smámynd: krossgata

Iss, er Bó ekki bara að draga í land og reyna að breiða yfir að hann horfi á þetta því það kemur svo illa út... svona pr-lega séð.  Annar var búinn að gleyma sér í pósunum og tekur ekki eftir hverju er svarað, hinn gleymdi sér svo í pósunum að hann tók ekki eftir hvað hann missti út úr sér. 

krossgata, 4.12.2007 kl. 10:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur: Við hendum okkur í vegg.  Pirringsvegg

Jamm ekki seinna en núna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 11:32

8 identicon

Bó góður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:01

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Snilld ...farin að kaupa "Jólagestina" hans Bó...búin að bíða og bíða, kannski er hann kominn út núna !

Sunna Dóra Möller, 4.12.2007 kl. 12:47

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð skemmtilegar stelpur, hm... eitthvað á leið í sjónvarp?

Dúa, þú ert megadúlla í álfaáttfittinu.  Þú ert svo sexjúal kinkí vúman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 12:48

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SD: Það má rigna eldi og brennisteini áður en ég kaupi enn einn jóladiskinn með Bó, ekki illa meint, en ég er í annarri deild núna.  Hrundi svo oft í hormónaflog á Ævintýraárunum að ég hef þurft að mótvægisjafna. Lalalalala en Bjöggi er krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 12:49

12 identicon

"Hrundi svo oft í hormónaflog"! Jenný Anna, þú ert óviðjafnanleg!

Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 13:03

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bo er megakrútt og bæði kvikyndislegri og kaldhæðnari en andskotinn. Í þau tvö skipti sem ég hef horft á Loga í beinni hef ég tekið eftir þessu. Ég reyndar skrifa það ekki á hégóma Loga heldur óöryggi hans. hann er svo stressaður að svör viðmælenda fara inn um annað eyrað og út um hitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.12.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband