Leita í fréttum mbl.is

Áverkalisti Jennýjar Önnu :(

 

Hehemm, við Dúa vinkona mín vorum að ræða það um daginn að nú væri komin ný útgáfa af hinum bráðnauðsynlega "gufugæja" á markaðinn.  Þið sem ekki þekkið fyrirbærið megið vita að ykkur hefur alltaf vantað hann, ekki vitað af því, en núna stundin runnin upp.  Kaupa.  Með gæjanum er hægt að stauja hluti í lóðréttri stöðu, jafnvel íklæddur straujverkefninu(hm). ( Jónsí mín, segja Breta frá þessu vegna gluggjatjalda). Nýja týpan fæst í Húsó.

Nú vitið þið það en...

ég hef slasað sjálfa mig reglulega í gegnum tíðina.  Oftast óvart og stundum af hreinni heimsku.  Ég hef t.d. gert tilraun til að pressa aukabrot úr buxunum mínum, íklædd þeim, brotið fór og með því 85% af húðinni sem staðsett var á straujsvæðinu.  Ástæða aðgerðar: Var að flýta mér og hugsaði sem svo, það getur ekki verið svo rosalega sárt að pressa þetta á lærinu, ég verð svo snögg að sársaukataugarnar  ná ekki að láta heilann vita.  Niðurstaða: Ég hafði óóó svo rangt fyrir mér.

Ég hef brennt hornhimnuna í mínu eigin auga sinnum tveir með sígarettu, rak bókstaflega síuna á kaf í augað og slasaðist verulega og uppskar miklar kvalir og sjónleysi í bæði skiptin.  Ég var allsgáð, bara svo það sé á hreinu, ég sverða.  Ástæða aðgerða: Veit það ekki, það bara "gerðaðist" og ég fór í blakkát af sársauka.

Ég hef skellt lófanum á brennandi heita hellu og uppskorðið nokkuð grófan brunáverka á svæðið. Ástæða aðgerðar: Var utan við mig og vildi vita hvort hellan væri orðin heit.  Niðurstaða:Hún var orðin nokkuð heit, hvað segist um rauðglóandi?

Ég hef gengið á ljósastaur í öfundarkasti, eins og ég hef bloggað um áður, en það var á Víðimelnum í denn, þegar Gunní vinkona mín hafði hlotið teikniverðlaun í skólanum og ég var svo æst í að dissa teiknihæfileika hennar og ræna hana gleðinni að ég sást ekki fyrir og gekk á helvítis ljósastaurinn og uppskar stóra kúlu og mikið glóðarauga.  Amma mín sagði mér að það væru mín laun fyrir öfundsýkina og væri rétt mátulegt á mig.  Ég hallast að því að hún hafi haft rétt fyrir sér.

Áðan (og það er ástæðan fyrir þessum skrifum) lokaði ég ísskápnum á höndina á mér og ég finn verulega til (understatement).  Ég held nefnilega að ég sé mun hæfileikaríkari en ég er.  Gerði tilraun til að taka til í grænmetisskúffu um leið og ég lokaði ísskáp til að spara tíma.  Það gekk ekki eftir og nú veit ég það.W00t

Þessar hrakfarir mínar eru lítið brot af mínum sjálfsmisþyrmingum með tilheyrandi áverkum,á tiltölulega langri æfi.  Í öllum ofannefndum tilvikum hef ég verið allsgáð.  Því miður, liggur mér við að segja,  því ég hef lesið að alkahól hafi verið notað til að deyfa sársauka í gegnum aldir.

Ég held að ég hafi ekki enn náð þeim andlega þroska sem ég þarf að hafa til að gera lista yfir líkamlega áverka mína sem ég hef veitt mér meðan ég var alltaf full.  Þar toppa ég verstu hrakfallabálka sögunnar, en... og það er stórt EN.. ég er óbrotin og stolt aððí.

Ég gæti lamið mig fyrir klaufaskapinn..

..segi sonnaDevil

Falalalala

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Vá... ætli við séum skyldar? Það mundi allavega setja marga hluti í samhengi fyrir mér

Signý, 4.12.2007 kl. 00:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Signý: Við erum örgla náfrænkur.  hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er í kasti, er svona líka.    Get helst ekki komið inn í eldhús án þess að skera mig eða brenna. Skellti bílhurðinni á vísifingur vinstri handar fyrir 2 eða 3 árum, fór ekki á slysó fyrr en eftir 12 daga og þá kom í ljós að fingurinn var í maski og ekki viðbjargandi. Gæti haldið svona áfram endalaust.

Takk fyrir bráðskemmtilega færslu!

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Þekki einn svona náunga, sem er í raun efni í heila bók.

Einu sinni fórum við í útilegu saman, ég stoppa á tjaldstæði á mínum háfjallajeppa, hann við hliðina á mér og byrjar að róta út úr bílnum sínum þ.á meðal forláta bakpoka sem innihélt matar og drykkjarföng hans. Nema hann setur pokann auðvitað fast fyrir frama 38 tommu framhjól míns undurfagra fjallabíls, sem ég þurfti svo auðvitað aðeins að færa áfram. Úr varð klessa af hráu velkrydduðu lamakjöti úr Einarsbúð, blönduð ljúffengum bjór, pressuðum maístönglum og einhverju fleiru sem ekki var hægt að efnagreina.

Hann var í mat hjá mér þá útileguna.

Þröstur Unnar, 4.12.2007 kl. 00:18

5 identicon

Við erum örugglega margar svona, en það kunna ekki allir að gera grín að eigin kaufaskap, en það kannt þú best allra!

Það ryfjast upp fyrir mér á hverjum degi (síðustu 40 árin eða svo), af hverju langatöng vinstrihandar er illa bogin!  Ég var  að snyrta fisk í frystihúsi vestur á fjörðum, þegar svona líka sætur færeyingur gekk í salinn, hviss bang....

Takk fyrir mig!

Sigrún Jónsd. (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:30

6 identicon

Þröstur veistu hvort Einarsbúð er ennþá að selja Lamakjöt? Við erum orðin svo leið á Rúdolf á jólunum.

Jón Ingólfsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:58

7 Smámynd: Linda litla

Ohhh.... kannast við þetta, ég skar mig einu sinni á hægri hendi þegar ég var að úrbeina....... (er rétthent).

Linda litla, 4.12.2007 kl. 01:01

8 Smámynd: Ragnheiður

Ég veit hvaða dagur er runninn upp  Mínar hlýjustu kveðjur til þín og þinna þennan dag

Ragnheiður , 4.12.2007 kl. 01:07

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú er ég að grenja. Ekki af samúð heldur illkvittnislegum hlátri. OMG mér þykir auðvitað snilld að reyna að spara tíma - taka til í grænmetisskúffu og loka hurð um leið LMHO

að strauja brot úr buxum með eiganda í þeim... ekki gott hahahahaha sérstaklega ekki ef eigandinn ert þú sjálf.. Gvöð það er svo gaman að sofna hlæjandi. Takk fyrir það elskan mín

Jóna Á. Gísladóttir, 4.12.2007 kl. 01:17

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa, þú varst að segja mér frá því um daginn, hérna við mitt persónulega eldhúsborð (af því ég hafði ekki straujað nýju stofugardínurnar nógu vel) að nú væri nýr og endurbættur fokkings gufugæi kominn á markað.  Hann fengist í Húsasmiðjunni addna.

Þú ert hugrökk, ég þorði bara að segja frá mínum smæstu sjálfsmisþyrmingum.

Falalalala

Jóna: You are truly a bleeding heart

Beta: Bómull?? Er það óhætt. Hm..

Ragga: Takk er að berjast eins og m-f við að halda mér í norminu.

Þröstur: Góður.

Þið öll: Við erum öll flækjufætur stundum, sum okkar bara oftar og meira en aðrir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 08:54

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lára Hanna: Er fingur enn á hendi? Bara spyr

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 08:57

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert algjört yndi Jenný mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 08:59

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný Anna, ég nota sumar færslurnar þínar sem meðferð við þunglyndi sumra skjólstæðinga í vinnunni minni, það svínvirkar

Jónína Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 09:03

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þú ert nú hrakfallabálkurinn..! Sannlega, sannlega segi ég þér: Ekki prófa neitt sem þú veist ekki fullkomlega hvernig kemur til með að enda hahahahaha...alla vega þegar kemur að straujárnum og ískápum

Pís

Sunna Dóra Möller, 4.12.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2987282

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.