Leita í fréttum mbl.is

Hamfarablogg

Tilmæli til Rósu Magnúsdóttur, deildarstjóra hollustuhátta og félaga hennar, hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar.

Ég las í DV (já fékk það inn um lúguna, óbeðið og ekki orð um það meir) að ólögleg reykherbergi á ýmsum skemmtistöðum í miðbænum séu til "skoðunar" en Rósa segir að þarna sé greinilega verið að brjóta lög.

Nefndir eru staðirnir Barinn á Laugavegi 22 og hugsanlega ólöglegar útgáfur á reykrými á Hressó og Rex.

Úff mér sem borgara lýst ekki vel á að það sé verið að brjóta reykbannslögin hingað og þangað (jeræt) en við hverju bjóst þetta fólk?  Ef þetta er ekki forræðishyggja heiti ég Gulli heilbrigðis.  Reyndar heyrist ekki píp frá frjálshyggjupostulunum um málið, um umhyggju þeirra fyrir frelsi einstaklingsins og fyrirlitningu þeirra á boðum og bönnum.

En þetta er útidúr.

Rósa mín, það er vinnustaður, sem sumir kalla einn aðalskemmtistað bæjarins og sá stendur við Austurvöll, (Café Althing) og þar reykja starfsmennirnir eins og m-fokkers í kjallarakompu sem reyndar hefur verið sýnd í sjónvarpinu, þannig að þar er verið að brjóta lög og brotaviljinn er einbeittur.

Starfsmaður Alþingis sagði í sjónkanum að það sé ekki hægt að láta Alþingismenn og konur standa úti í öllum veðrum, húkandi undir húsvegg, slíkt sé ekki sæmandi á hinu háa Alþingi.

Ég spyr; Eru þeir minna vatns- og kuldaheldir þarna við Austurvöllinn en við ótýndur almúginn?

Ha Rósa, hvað segist?

Og..

Þar sem viðkomandi þingmenn settu reykbannslögin, er þá ekki sjálfsagt að þeir praktiseri þau á sjálfum sér?  Taki generalprufu á að fylgja eftir eigin lögum áður en þeir skella þessu óæfu á okkur hin.

Halló..

Siðleysi hvað?

Farin út í smóka og ég er ekki að djóka.

Falalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jólasveinar, einn og átta

ofan kom'af Alþingi

Í kvöld aallir þeir fór'að reykja

í EMM-EFF kjaaall-ara-kompunni

Þetta eru nú meiri andskotans fíflin. Hvernig væri nú að nota mannskapinn til að gera húsleitarrassíu þar sem ólögleg fíkniefni eru höfð um hönd?

Jóna Á. Gísladóttir, 3.12.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Enn sem fyrr er ég þér innilega sammála í þessu máli.

Þessi sami fasismi dundi á oss hér í Svíaríki fyrir þremur árum minnir mig og hefur tekið á sig ýmsar fáránlegar myndir. Sum veitingahús bjóða gestum sínum uppá teppi þegar þeir sitja úti og eru með hitalampa til að gera þeim lífið bærilegra.

Sum þeirra setja upp vegg og þak þannig að það rigni ekki á þá og blási. Og sumir eru svo umhyggjusamir að setja upp þrjá og jafnvel fjóra veggi. En, þá er komið í illt efni... Þá er þetta ekki lengur "úti" og þá koma yfirvöld og banna reykingar á þessu svæði.

Er þetta einhver vitglóra?!

Jón Bragi Sigurðsson, 3.12.2007 kl. 21:12

3 identicon

Jóna góð  Þetta er nottla bara alveg ótrúlegur tvískinnungur að ætla að fara í einhvern lögguleik gagnvart þessum stöðum en "gleyma"  þessari kompu í þinginu.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta fólk hefur ekkert annað að gera en að hugsa upp svona leiðindi.  Rósa er sennilega að láta vita að hún er að vinna fyrir kaupinu sínu. Svona blossar upp annað slagið t.d. hjá hlandfroðunum í Lýðheilsustöðinni.  Bursta tennur, drekka vatn, drekka mjólk, borða grænmeti herferðir, bara svona til að láta vita að þessi hópur af fólki sé að gera eitthvað. Hvort það er eitthvað vit í því eða hvort það snertir samkeppnis, jafnræðis eða mannréttindalög er aukaatriði.

'Eg bið fólk sem hræsnar svona, vinsamlegast að fara út á svalir og gera það þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Manni getur jú súrnað í augum yfir bulli líka sko.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2007 kl. 21:54

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það á henda þessum Alþingismönnum út að reykja og ekki seinna en í gær! Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir svona lögum ef að þau sem að setja þau gera það ekki sjálf! Ég er bara alveg orðlaus !

Fuss og svei!!

nætínæt

Sunna Dóra Möller, 3.12.2007 kl. 22:09

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Tek þátt í öllum hamförum gegn reykingartregðandi athöfnum.Arrrggg.

Þröstur Unnar, 3.12.2007 kl. 22:16

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Ég er í kasti. GMG

Jón Bragi: Kommon í Svíþjóð leit út fyrir um tíma að maður mætti ekki reykja í sínum "eigins" garði.

Anna: Tvískinnungur, þú sagðir það og ég meinti það.

Benedikt: Fyrirgefðu, gat ekki svarað þér fyrr, var úti að júnóvatt á svölunum

Jón Steinar: Góður

SD: Út með mennina (konurnar) og það strax, finna lögin á sínum eigin lungum

Þröstur: Stofnum þrýstihóp

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2007 kl. 23:12

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þrýstihópurinn LESTU hérna.... mail til þín

Jóna Á. Gísladóttir, 3.12.2007 kl. 23:36

10 Smámynd: Fríða Eyland

Til gaman og yndisauka langar mig að seigja þér sögu Jenný af gömlu konunni sem aldrei hefur reykt en ætlar ekki á veitingastað fyrr en þessum ólögum verður aflétt.

Þannig var að hún fór út að borða með sínu fólki, börnum og tengdabörnum og allt gekk vel maturinn bragðaðist vel og fólkið var glatt. Eftir matinn tæmdist borðið þegar fólkið fór út á götu í smók, sú gamla sat ein eftir og var ekki skemmt...hennar orð lýsa því best " þetta var svo vandræðalegt að vera þarna ein við borðið, leið eins og álku.

Fríða Eyland, 4.12.2007 kl. 00:03

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fríða: Hahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.12.2007 kl. 00:06

12 identicon

rosa.magnusdottir@reykjavik.is

aggi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 02:31

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega fullkomlega rétt og skarplega athugað hjá þér.  Sá sjálf þetta viðtal.  Ef þeir fara ekki eftir þessu sem setja lögin, hvernig geta þeir ætlast til að aðrir fylgi því.  Svei mér þá alla daga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 09:02

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

120% rétt.  Svei mér þá um allar nætur nema síldarnætur...

Steingrímur Helgason, 4.12.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2987282

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.