Sunnudagur, 2. desember 2007
Stökkbreyting í eldhúsi - og linkur á hana Betu sem allir ættu að lesa!
Ég hef stökkbreyst.
Ég var töffari, sem bakaði ekki, var sjaldan heima, vasaðist í annarra manna málum (sem var vinna mín lengi vel, en samt), og fannst fyrir neðan virðingu mína að setja upp svuntu og að halda á sleif. Þetta var að sjálfsögðu innræting mín á sjálfri mér sem átti rætur að rekja til Rauðsokkutímabilsins. Núna set ég rauða sokka í jólalegt samhengi, þó áfram slái hjarta mitt með kvennabaráttunni.
Í dag hef ég jólast.
Ég hef bakað.
Ég hef eldað.
Ég hef þrifið.
Ég hef verslað..
..og ég hef eytt yndislegum tíma með Jenný Unu Eriksdóttur, sem ég fékk náðarsamlegast að láni frá foreldrunum.
Að ofansögðu má sjá að edrúlífið gerir róttækar breytingar á hegðunarmynstri konu í eldhúsi.
Samtal fyrir svefn:
Jenný: Amma, þa erekki til jólasveinar.
Amman: (í rusli, barn ekki orðið þriggja ára), nú er það ekki Jenný mín?
Jenný: (ákveðin), nebb, bara í aulýsingum.
Amman: Eru þeir ekki á fjöllunum hjá henni Grýlu mömmu sinni?
Jenný: Nebb, GÍLA étti þá í morgunmatinn sinn og hún á ekki rammagnstannbursta (Barn nýbúið að fá einn slíkan og gripurinn það dýrmætasta sem hún á nú um stundir).
Amman: Nú skulum við syngja Fyrr var oft í koti kátt og svo ferðu að lúlla.
Jenný: Nei amma, ekki syngja, þa er ekki fallegt.
Búhú, þar fór eini aðdáandi minn í söngdeildinni fyrir lítið.
Lofjúgæs!
Nú sefur litla prinsessan mín í rúminu sínu með hönd undir kinn og í fyrramálið verða jólasveinarnir aftur til, það er nefnilega svo gaman að spila með hana ömmu.
Var að lesa frábæra færslu frá henni Betu Ronaldsóttur, sem ég hvet flesta til að lesa. Gæti kennt mörgum eitthvað og sumum helling. Hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég finn ylinn í hjarta mínu þegar ég les þessa færslu. Ekkert eins gott eins og góðir afleggjarar Hafðu það gott með nöfnu þinni elskið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2007 kl. 00:36
hahaha þetta barn er algert æði. Veit ekki afhverju en stundum flýgur mér í hug hún Lotta litla sem Astrid Lindgren skrifaði svo skemmtilegar bækur um.
Sigrún Ósk Arnardóttir, 2.12.2007 kl. 00:38
Notaleg aðventufærsla með fallegasta og klárasta barninu...las hitt og var ekki uppnæm.
Ragnheiður , 2.12.2007 kl. 00:52
Ég tek undir með Sigrúnu. hahaha. Lotta í Ólátagarði er lifandi komin í Jenný Unu. Ég elska þetta barn þó ég þekki hana ekki neitt.
Knús á ykkur ömmumæðgur.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.12.2007 kl. 00:54
Ég alveg fékk Ruth Reginalds í eyrun með smá Bó þegar ég las byrjunina á þessu.
En litla jenní er alveg flott skvísa, á mynd & í orðum, greinilega..
Steingrímur Helgason, 2.12.2007 kl. 01:33
Ásdís: Þúsund kossar og knús á þig og ég sendi þér aftur samúðarkveðjur vegna mömmu þinnar
Sigrún Ósk: Hún Jenný Una er nokkuð svipuð henni Lottu, þegar þú segir það. Haha
Ragga: Takk honní, nú fer að bresta á með skemmtilegum samvistum hjá þér og Himma litla, það verður ekki leiðinlegt
Jónsí: Þú verður að hitta á barn þegar hún er ekki nývöknuð eins og síðast.
Hallgerður: Ég veit alveg hvað þú meinar
Steingrímur: Rut og Bó? Þarftu áfallahjálp Rétt hjá þér Jenný Una er bæði sæt og góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2007 kl. 09:31
Krúttið
Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 11:37
Þvílíkt krútt
Kíki á Betu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 12:53
Góðan daginn hér! Vildi óska þér til hamingju með þennan fyrsta sunnudag í aðventu og um leið til hamingju með þetta stórkostlega ömmubarn sem þú átt !
Ég vona að þú eigir góðan fyrstaaðventudag
Sunna Dóra Möller, 2.12.2007 kl. 13:11
Æ svona dúllurass er mar nú ekki með nálægt sér á hverjum degi eða viku eða mánuð, en nú stendur mikið til allir að koma um jólin.
Knús á litlu sætu elskuna.
Búin að lesa Betu og búin að hringja í hana - fer að senda mail!
Edda Agnarsdóttir, 2.12.2007 kl. 13:36
Þið nöfnurnar eruð alltaf jafnæðislegar Takk fyrir að vísa á æistilinn hennar Betu. Langar að blogga um þetta sama, er ennþá of reið til þess . EN er komin heim í heiðardalinn, er að fara bloggrúnt en hef ekki nennt að blogga sjálf, kemur síðar með sunnanvindinum, þangað til, hafðu það dásamlegt - knús frá mér - stórt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 13:43
ÚPPS! Mér varð fótaskortur á lyklaborðinu, - pistilinn hennar Betu - átti það að vera
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 13:44
Þið erð frábærar ömgurnar, flottastar svei mér þá. 'Eg vildi að ég væri svona dugleg fyrir jólin Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 14:15
Þau eru svo yndisleg þessi börn, þau eru svo innileg og hreinskilin að stundum er það hlægilegt.
Ömmustelpan þín er algjört krútt Jenný.
Linda litla, 2.12.2007 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.