Leita í fréttum mbl.is

Jólagjöfin sem toppar allt þetta árið

Það getur verið að ég sé haldin ofsóknarbrjálæði á háu stigi, það verður þá bara svo að vera.

Lífeyrissjóðirnir sem boðuðu skerðingu í sumar höfnuðu tilboði Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún gerði þeim, til að komast hjá skerðingu örorkulífeyris. Hér.

Hefur tíminn ekki verið nægur til að gera og skera?

Getur verið að það sé illkvittni að láta þetta koma til framkvæmda þann 1. desember, þegar sárast svíður undan tómri buddu?  Árinn sjálfur, því vil ég ekki trúa..

..eða er þetta almennt skilningsleysi á aðstæðum þeirra sem þiggja bæturnar?

Hefði það ekki verið almenn kurteisi að taka beiðni Félagsmálaráðherra fagnandi, a.m.k. meðan málin væru skoðuð nánar?

Hver á eiginlega þessa lífeyrissjóði, er það ekki fólkið sem hefur borgað í þá?

Ísland best í heimi, minn afturendi.

Ójá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Algerlega sammála. Gaman að vita hvað þeir hafa í hyggju sem toppar styrk upp á 100 millur.

Laufey Ólafsdóttir, 30.11.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara svívirðilegt, hvað er að þessu pakki.  Alveg eins og með fjármálaráðherrann, það má ekki lækka skattheimtu á þá sem hafa laun undir 200.000 af því að það er svo mikið vesen.  VESEN ég er alveg viss um að karlfíflið situr ekki sjálfur og reiknar þetta út.  Með gullskeið í kjaftinum og alles.  Nei hér þarf að snúa hlutunum við, koma nýju fólki að, sem þekkir og veit hvernig þjóðfélagið er í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 11:46

3 identicon

Það er auðvitað grafalvarlegt þegar lífeyrissjóðir hafna slíkri hugmynd. Sjóðirnir eru auðvitað eign launþeganna svo þeir mega hafa skoðun. Mér sýnist að smákostnaður vegna þessa hefði fallið á sjóðina en þó ekki öruggt. Afturendist með þér Jenný.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:04

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm ég missti mig út af þessu í morgun og skrifaði meters langt blogg.....  Sko fyrst lífeyrissjóðirnir vilja ekki þessa peninga þá má næst spyrja öryrkjana, hvort þeir vilji þá ekki bara fá þá !!! Eða hvað ?

Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 12:25

5 identicon

Góðan daginn

Ég er ekki í forsvari fyrir lífeyrissjóðina en spurningin sem þeir veltu upp er þessi: Fram að þessu hafa þeir haldið uppi hluta af bótakerfinu með greiðslu örorkubóta en er það ekki ríkisins að sjá um samneyslu í landinu ?

Ég sem launþegi hef þurft að horfa upp á að hluti að þeim peningum sem ég legg til hliðar sem lífeyri fer í bótagreiðslur. Ég hélt að skattpeningarnir sem eru dregnir af mér ættu að fara til þesskonar hluta.

Ólafur Sigm (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:48

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta með ólíkindum og á þessum tíma að skerða svona bætur fólks ég eiginlega bara hálf tárast! Hvers vegna, eins og þú segir ef að þeir þurfa endilega að gera þetta er ekki hægt að finna annan tíma, þó allra helst engan tíma !

Stundum í þessu allsnægtarsamfélagi verðu konar eins og ég orðlaus !

péess....farin að skila, búin að skrifa 18 síður á fimm dögum ! Vissmílökk....!

Sunna Dóra Möller, 30.11.2007 kl. 13:18

7 Smámynd: Garún

Hér fyrir tveimur árum, neitaði ég að borga í lífeyrissjóð, afþví mér finnst það svindl...Ég hata hvernig lífeyrir ömmu minnar er, hvernig þetta er einhvern veginn úr höndunum á manni alveg.   Ég þrjóskaðist við í tvö ár, þangað til ég fékk bréf að mæta í réttarsal og borgaði Intrum lífeyrissjóðsgreiðslurnar mínar x 3 sem eru vextir.    Það þarf að endurskoða þetta allt saman...

Garún, 30.11.2007 kl. 14:35

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún ertu týnd?  Intrum, létu þeir þetta í innheimtu bölvaðir bésarnir? OMG

Jón Arnar: Vonandi verður allt bótakerfið skoðað frá a-ö, ekki vanþörf á.

SD: Þú tekur þetta með vinstri ég er viss um það vúman.

Takk öll fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2987292

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband