Leita í fréttum mbl.is

Vottorð, sull og mall

Hvað er nú að sulla og malla á bak við tjöldin í borginni?

Af hverju er verið að krefja Ólaf F. Magnússon, verðandi forseta borgarstjórnar, um vottorð til að færa sönnur á að hann sé heill heilsu?

Heldur fólk að Ólafur gangi með smitandi sjúkdóm?

Nú er eitthvað í gerjun í borgarmálunum og mér líkar það ekki.

Auðvitað sé ég eftir henni Margréti, málið snýst ekki um hana.

Það eru þessi vinnubrögð sem mér finnst lykta af einhverju miður fallegu.

Skýringa óskað.

Ég veit að það er heimild fyrir þessu, þ.e. að borgarstarfsmenn sýni vottorð eftir langvarandi veikindi þegar þeir koma aftur til vinnu, en það eru þess ekki fordæmi að þessa hafi verið krafist af kjörnum fulltrúa.

Iss.


mbl.is Ólafur F. látinn skila vottorði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst það bara allt í lagi, er þetta ekki vinnan hans ? Þarf hann ekki að sýna fram á að hann sé tilbúinn að sinna henni, sé batnað nógu vel til þess að geta unnið vinnuna sína.

Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Kannski dæmi um einelti á vinnustað

Laufey Ólafsdóttir, 30.11.2007 kl. 08:35

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Yfirleitt er tilgangurinn með vottorði sá, að sanna veikindi, ekki að sanna heilbrigði. En það eru kannski ný vinnubrögð að, ef fólk hefur ákveðnar skoðanir, þurfi það að sýna fram á að það sé ekki læknisfræðilega brjálað! Þetta minnir helst á bæklaða kallinn sem var stoppaður á Vopnafjarðarheiðinni og spurður hvort hann væri drukkinn. "Nei, ég er bara svona" svaraði hann!

Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2007 kl. 08:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta senaríó er ekki algengt held ég: Hæ, ég er bara orðinn góður, eftir þessu löngu veikindi og ætla að mæta í vinnu eftir helgi.

Svar: Sannaðu það.

Ædónþeinksó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 08:53

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég þarf að skila vottorði í vinnunni um að ég sé orðin frísk, þegar ég hef verið veik í lengri tíma, 6 vikur nokkrum sinnum í mínu tilviki. Sem sagt yfirlýsingu frá lækni að telji að ég sé orðin vinnufær.

Jónína Dúadóttir, 30.11.2007 kl. 09:08

6 identicon

Erum við viss að læknirinn hafi ekki sjálfur viljað skila inn læknisvottorði? Er þetta nokkuð biggdíl, Jenný?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:57

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Ég veit ekkert hvort þetta er biggdíll, en það er verið að fara fram á vottorð um heilbrigði kjörins fulltrúa og fyrir því er ekki fordæmi.  Því spyr ég afhverju.  Er efast um heilbrigði mannsins að því marki að hann þurfi að færa sönnur á að hann gangi heill til skógar?  Mér finnst það nokkuð merkilegt.  Fyrirsögn fréttarinn er "látinn skila vottorði" þannig að hann er varla að gera þetta sjálfur er það?

Guðlaugur: Góður, ég er ekki viss um að mörg okkar gætum fengið "clean bill of health" þó líf lægi við.

Jónína: Ég veit að það er ekki óalgengt en eins og ég segi þá eru ekki dæmi um að þessa hafi verið krafist áður í tilfellin borgarfulltrúa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 10:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki myndi ég nú alveg skjóta því aftur fyrir mig að þetta snúist ekki að einhverju leyti um Margréti.  En það er gott mál að hann er komin aftur til starfa.  Ólafur er gegnheill og góður maður, einn af þeim fáu stjórnmálamönnum sem alltaf er samkvæmur sjálfum sér og heiðarlegur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 11:49

9 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég held að Ólafur sé afbragðsmaður - og akkúrat þetta að þurfa að skila inn vottorði um að maður sé heill - aldrei heyrt það áður.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 30.11.2007 kl. 11:54

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég segi bara eins og þú ISS!

Edda Agnarsdóttir, 30.11.2007 kl. 14:53

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú hefur Ólafur sagt við fréttastofu RÚV að hann skilji ekki lætin út af þessu, og að það sé sjálfsagt að hann framvísi vottorði.  Ok. hann um það.

Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31