Leita í fréttum mbl.is

Ögn meira af húsgagnablæti míns heittelskaða

 

Þetta er sjálfstætt framhald af spíttsófarúmssögunni frá í gær.  Þegar ég er byrjuð að ljóstra upp um miður skemmtilega eiginleika húsbands varðandi geymsluþörf á húsgögnum, þá verð ég að slá botninn í þetta með þeirri nýjustu.

Við fengum nýjan sófa um síðustu helgi.  Fyrir var svart leðurflykki, sem tók alltof mikið pláss, hann var rifinn og lúinn og baráttan við að fá samþykki fyrir nýjum var búin að vera löng og blóðug.

Sara var mætt og við biðum eftir sófanum sem btw. kom frá Dúu vinkonu minni, sem gefur sófa í jólagjöf í ár, á línuna, eða þannig.Devil  Húsband hafði sæst á skiptin með því að fá samþykki fyrir að fá gamla hlunkinn inn í herbergið þar sem hann geymir hljóðfærin sín og upptökugræjurnar.

Við Sara glottum.  Það var ekki séns í helv... að sófinn kæmist í gegnum hurð.  Ekki frekar en úlfaldi í gegnum nálarauga.  En við gleymdum að taka einbeitta húsgagnaást eiginmannsins með í jöfnuna.  Þá ást skyldi aldrei vanmeta.

Hann þjösnaðist  og hamaðist á sófaræksninu og við Sara horfðum á hvor aðra glottandi. Af og til sagði Sara: Face it, Einar, hann fer ekki í gegn.

Tveim tímum síðar var sófinn kominn upp við vegg í herberginu, veggurinn hélt og húsbandið þurfti að leggja sig, búinn á því en ákflega sáttur og glaður.

Núna stendur sófinn í herberginu og steinheldur kjafti.

Við Sara þegjum líka.

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þess vegna var hann svona þreytulegur  Gaf honum kaffi áðan, sér uppáhellt fyrir hann

Ragnheiður , 30.11.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann er að byrja að skríða saman, en nú er næsta baráttumál á dagskrá, en það er að ryðja út notuðum eldhússtólum, sem tengdós gáfu okkur og eru nú að niðurlotum komnir.  Hann er vægast sagt ekki tilbúinn að skiljast við þá

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 00:30

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...þannig að sófinn er kominn með framtíðarheimili Ætli rúmskrattinn komist inn líka?

Laufey Ólafsdóttir, 30.11.2007 kl. 00:31

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nú hló ég. Hátt. Húsgagnaást er greinilega það sem kemur fólk áfram í lífinu.

Ætlar Dúa að spara um þessi jól

Jóna Á. Gísladóttir, 30.11.2007 kl. 00:31

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það ber aldrei að vanmeta þá sönnu ást sem að alvöru karlmenn taka við alvöru húsgögn, (lesist lúllusófa).  Konudýr mitt hefur lent í álíka eða verri hrellíngum en þú í þessu.  Eitt sinn henti hún, að mér óforspurðum, svörtum leðurhornsófa sem að mér var kær, í góða hirðinn dona rétt fyrir jólin, því henni fannst hann vera snjáður & slitinn eins & aðalbrúkarin hans.

 Orðalaust fór ég daginn eftir & keypti annann alveg eins, nema bara skærappelsínugulann & kom fyrir á sama stað & sá gamli var.  Ttók þær gagnlausu & hjákátlegu tískumublur sem hún hafi sett í staðinn, & flutti út í bílskúr.  Sófinn góði er enn til, frumkvæði í endurmubleríngum er núna á jafnréttis grundvelli, frekar en á kvensérréttindafrekju.

(ænó, ænó... en.,..)

Steingrímur Helgason, 30.11.2007 kl. 00:33

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur þið þurfið að hittast og stofna þrýstihóp um nýtingu og ást á mublum.  Hehe.  Svo geturðu ekki stillt þig með júnó, júnó

Jóna: I could tell you stories (og geri það næst þegar við hittumst) Muhahaha

Laufey: Fokkings fófinn er kominn til að vera, hjónarúmið líka og af því ég elska hann Einar svo ofurheitt og hann mig þá erum við líka komin til að vera.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 00:40

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Dúa var að fá sér nýjan, vildi losa sig við þennan tveggja ára, meiri ekkisens nýjungagirnin í þessum vinkonum mínum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 00:41

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

....það er svo gott að hlægja svona á morgnana!

Hefanæsdei

Sunna Dóra Möller, 30.11.2007 kl. 08:03

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...ég meinti sko inn í hljóðfæraherbergið... Hvort rúmið komist ekki þangað inn líka svo að þú getir fengið nýtt í svefnálmuna. Sá hann alveg fyrir mér liggjandi í sínu persónulega rúmi við upptökur og spilerí

En þið eruð svo sæt

Laufey Ólafsdóttir, 30.11.2007 kl. 08:28

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SD: Góðan daginn honní.

Laufey: Þetta er nokkuð myndrænt hjá þér, en svefniherbergisálman er nú kannski aðeins orðum aukið og sjálf ertu dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 08:56

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ha, hvernig komst hann gegnum hurðina? Skráargatið? :p

(æi, sorrí, maður á víst ekki að hnýta í málfar á bloggi, mér fannst þetta bara of fyndið :D )

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:03

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm, dyrnar, hehe, Hildigunnur, ég skammast mín BIG TIME

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 10:21

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Álma hljómar betur

Laufey Ólafsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:49

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

híhí :D

Ég leiðrétti nemendur mína alltaf þegar þau tala um að loka hurðinni. Hvað mynduð þið segja: Hér er svolítið kalt, nennirðu að loka rúðunni ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.11.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband