Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Vitnisburður í Laugardalnum
Það er sjaldan sem ég fer að gráta yfir fréttatengdu efni. Þegar ég horfi á Kastljós og aðra slíka þætti (lesist hinn fréttatengda þáttinn), þá upplifi ég oft svona "yppaöxlum tilfinningu", verð stundum pirruð, hrífst með á köflum og stundum finnst mér efnið bara ekki áhugavert, svona eins og í lífinu.
En núna í kvölder mér allri lokið. Við Íslendingar erum þrjúhundruð þúsund, rétt ríflega. Eitt meðalúthverfi í útlöndum, nánast, við erum minna en sandkorn á strönd heimsins. Samt eru á þessari stundu tveir af samlöndum okkar að kúldrast í tjaldi í Laugardalnum. Veikir einstaklingar sem eru búnir að búa í tjaldi síðan í sumar.
Hvernig getur þetta verið svona?
Ekki segja sjálfskaparvíti, ég gef dauðann og djöfulinn í svoleiðis snakk. Við berum ábyrgð hvort á öðru og hvert einasta okkar skiptir máli. Líka þeir sem eru á götunni og ég veit að þeim fer ört fjölgandi.
Er það svona sem velmegunin mótar okkur sem einstaklinga?
Að við gefum fjandann í þá sem standa höllum fæti?
Að þetta sé látið viðgangast mánuðum saman og enginn sjái ástæðu til að gera eitthvað í því?
Hjónin vilja vera saman, þess vegna fara þau ekki í gistiskýlin, og ég skil það vel. Þau hafa bara hvort annað og það er ljótt að skilja að fólk.
Upp með úrræðin fyrir þessi hjón og svo hvern einasta einn af okkar minnstu bræðrum og systrum.
Annars erum við ekkert annað en hræsnarar uppfull af tvöfeldni.
Er þessi búseta fólksins í Laugardalnum vitnisburður um samkennd okkar með náunganum?
Ég neita að trúa því.
Bendi á færslu um sama efni hjá Hallgerði bloggvinkonu minni.
Auðvitað er hinn kvenlegi Hrói Höttur okkar hér í bloggheimum hún Heiða búin að fara og gera eitthvað í málinu. Ekki verið að sitja við orðin tóm á þeim bænum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem sjónvarp sýnir frá tjaldbúum í Borginni, og hræðilegt til þess að hugsa að þetta sé til. En yfirleitt eftir heimsókn fjölmiðla þá hafa málin leysts, en ekki fyrr en þá.
Hvað heldurðu að margir hafi gengið og ekið framhjá tjaldinu á þessum tveim mánuðum, og kannski hugsað "æi þetta kemur mér ekki við"
Þröstur Unnar, 29.11.2007 kl. 20:58
Þröstur: Mér finnst þetta skelfileg þróun, þessi harka og miskunarleysi sem samfélagið er farið að sýna þeim sem falla ekki inn í hið almenna lífsmynstur. Ég veit að það fjölgar stöðugt útigangsfólki og mér finnst það óásættanlegt. Það er ekki eins og við séum bláfátæk þjóð með milljónavanda. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 21:01
Annað svipað atriði... Elliheimilin, þegar gömlu hjónin er loksins komin þar inn, þá er ekkert sjálfgefið að þau séu saman í sama herberginu. Það er til í dæminu að þau séu á mismunandi hæðum. Og. Það er líka til í dæminu að þau séu ekki einu sinni í sama húsi.
Einar Indriðason, 29.11.2007 kl. 21:05
Einar: Ég veit og mér finnst þetta ólíðandi eins og öllu venjulegu fólki í þessu landi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 21:08
Sæl Jenný.
Við þurfum sennilega að lýsa eftir góðærinu. Ég get orðið virkilega reið þegar ég heyri um þetta góðæris kjaftæði. Davíð Oddson-Doddson var alltaf t.d. að þvæla um góðæri. Á sama tíma býr fólk á götunni hér á Fróni. Þetta er smánarblettur á þessri þjóð. Við erum á einhverjum fínum listum úti í þessum stóra heimi og þar segir að við séum með ríkustu þjóðum veraldar og framleiðsla pr. mann sé mjög mikil miðað við aðrar þjóðir. Arg. Bráðum förum við að heyra í fréttum um fólk sem biður Hjálpastofnanir að hjálpa sér svo þau geti haldið jól. Já ég héld að tími sé kominn til að lýsa eftir þessu góðæri.
Kær kveðja/Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:23
Ég varð reið þegar ég sá þessa frétt og sagði við manninn minn að það væri ömurlegt hvernig ástandið væri orðið í svona fámennu landi.
Huld S. Ringsted, 29.11.2007 kl. 21:30
Óskar: Ertu alltaf á þverveginn? Ég er ekki að segja að þjóðfélagið sé að gera neinum rangt til, ég er að segja að við eigum ekki að líða að mannleg eymd fái að þrífast upp þessu marki. Það er ekkert sem heitir "bara" botn alkahólismans, það er ekkert bara við það að vera að deyja úr banvænum sjúkdómi og samúð fólks mætti vera jafn sterk í þessum tilfellum og þegar um líkamlega banvæna sjúkdóma er að ræða. Hvorutveggja er sorglegra en tárum taki.
Huld: Sammála.
Rósa: Takk fyrir þitt innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 22:10
'eg horfði með tár í augum, þetta á ekki að þekkjast. Þau eru auðvitað illa haldin en það kemur máli ekki við, það hlýtur að vera hægt að útbúa gistiskýli sem tekur við hjónum/pörum.
Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 22:24
Þetta er auðvitað ekki í lagi, en sjáið þegar við erum að safna fyrir bágstöddum í Afríkulöndum, hungruðum í Súdan..... t.d.
Af hverju er ekki söfnun fyrir íslendinga sem búa á götunni, lifa við mikla fátækt, fólk sem hefur ekki efni á því að lifa. af hverju er ekkert svona gert fyrir okkar eigið fólk..... af hverju gengur alltaf allt út á að safna fyrir öðrum löndum ? Við þurfum að fá hjálp fyrir marga íslendinga, en það er ekkert gert í því.
Hvernig voru mótmælin á Njálsgötunni þar sem keypt var hús fyrir heimilislausa...... hvar á fólk að vera ? Fólk er oft ekki að átta sig á því að einvhers staðar verða "vondir" að vera.
Þetta er fólk eins og við og hefur alveg jafnmikinn rétt til þess að búa með þak yfir höfuðið eins og við hin. Og HANA NÚ !
Linda litla, 29.11.2007 kl. 22:33
Ég var að horfa á þetta núna í tölvunni eftir að ég sá þessa færslu og þetta er svo hræðilegt! Hvernig stendur á því að fólk býr svona í þessu allsnægtar samfélagi?? Frábært að sjá viðbrögðin hjá Heiðu, þar er ekki verið að sitja og velta fyrir sér að gera eitthvað, heldur farið út og framkvæmt. Ég tek ofan fyrir svona fólki!
Flott hjá ykkur að vekja athygli á þessu, þetta fór alveg fram hjá mér í fréttum í kvöld!
Takk fyrir mig
Sunna Dóra Möller, 29.11.2007 kl. 22:37
Þetta er sorglegt og hún Heiða bloggvinkona þín er engu lík bara farin af stað að redda hlutunum.
Edda Agnarsdóttir, 29.11.2007 kl. 22:44
Fyrirgefðu Jenný en ég get bara ekki hætt að hugsa um þetta. Þetta er bara alveg hræðilega sorglegt, ég er alveg viss um að það er hægt að gera eitthvað til að hjálpa þessu fólki sem sefur í Laugardalnum og hitar upp tjaldið sitt með sprittkertum og einnig þeim sem að sofa í gámum og húsasundum.
Þetta er bara eitthvað sem að á ekki að líðast í þessu landi. Það virðist bara vera lítill áhugi fyrir því að hjálpa utangarðsfólki.
Linda litla, 29.11.2007 kl. 22:46
Ef við byggjum við frábært velferðarkerfi í fordómalausu og óstéttskiptu samfélagi væri engum nein vorkunn. Svo er hinsvegar ekki. Það er ekkert hlaupið að því fyrir fólk í þessari stöðu að fá aðstoð þó svo þau séu öll af vilja gerð til að þiggja hana.
Mér fannst umfjöllunin alveg frábær og vona sannarlega að eitthvað fari að gerast svo að fólk þurfi ekki að búa svona. Það er nóg til af húsnæði en það er bara ekki fyrir hvern sem er.
Laufey Ólafsdóttir, 29.11.2007 kl. 23:11
Sæl aftur.
Það hljóta að vera til einhver úrræði. Borgarstjórn Reykjavíkur og önnur sveitafélög eiga að finna lausnir. Oft er búið að ákveða að rífa einhver hús. Væri ekki fínt að bíða til vors með að rífa þau og leyfa fólki að vera þar frekar en að vita af þeim úti á næturnar og það um hávetur hér á Fróni. Þetta er smánarblettur á þjóðfélaginu okkar sem lætur í það skína út á við að allt sé svo gott hér og svo þetta góðæriskjaftæði. Ég vil nú meina að flestir hafa ekki orðið varir við þetta góðæri. Það er góðæri hjá Björgólfsfeðgum, Bónusfeðgum o.fl. en hjá alþýðunni er eitthvað annað æri. Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:24
Rósa: Auðvitað eru til úrræði, spurningin er um hvar í forgangsröðinni þeir verst settu eru staddir. Annars er trú mín á henni Jóhönnu óbilandi og ef einhver gerir eitthvað í málinum þá er það hún. Verst að Jóhanna er ekki til í fleiri eintökum. Hún þyrfti að vera í hverju einasta ráðuneyti.
Laufey: Sammála.
Linda: Rétt hjá þér en þú segir í fyrra kommentinu þínu að við séum að safna fyrir fólk í Afríku en gerum ekkert hér og í því sambandi þá á mannúð ekki að eiga nein landamæri. Mér er jafn sárt um fólk sem líður í fjarlægum löndum og samlanda mína hér heima á Fróni.
Guðlaugur: Naskur ertu, við erum eimitt að kalla eftir svona hugmyndum, að fá fólk inn á heimilið til okkar, þá væntanlega til að kynnast því hvað það er glatað og vonlaust að vera að vorkenna "þessu" liði, en þetta missir marks hjá þér. Ég vill að allt mögulegt sé gert fyrir líkamlega veikt fólk líka, en fjandinn hafi það, að ég ætli að taka Landspítala Háskólahús inn á heimilið mitt. Djísús. Ef fólk eins og þú værir í miklum meirhluta þá myndu engar framfarir verða.
Edda: Heiða er manneskja framkvæmda. Það gerir hana frábærasta.
Ragga: Sammála, þetta er til skammar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 23:50
Sunna mín, sá þig ekki þegar ég spólaði niður kommentin. Allir verða að taka ábyrgð, svo einfalt er það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 23:54
Já, ég er sammála þér með það að manni er sárt um fólk sem á bágt, en okkar vandamál eru bara alltaf látin sitja á hakanum.
Ég vil svo innilega að það verði gert eitthvað fyrir þetta fólk, ég þekki fólk í svona aðstöðu og það er erfitt að horfa upp á það. Ég myndi helst vilja hjálpa öllum og leyfa öllum að koma til mín, en því miður þá er ég bara illa stæð fjárhagslega, einstæð móðir og öryrki og því miður ekki með pláss til að hjálpa einhverjum.
En ég er viss um það að það er fullt af fólki sem getur eitthvað gert í þessu og lagt eitthvað til, og ég vona svo innilega að það eigi eftir að gera eitthvað í þessum málum.
Eins og ég segi, það er sorglegt að lesa svona fréttir. Við viljum ekki svona á Íslandi.
Linda litla, 30.11.2007 kl. 00:09
Guðlaugur: Hvernig get ég ofmetnast? Það er afskaplega lítill metnaður sem falinn er í því að halda úti bloggsíðu sér til skemmtunar, þegar hangið er heima og lítið að gera. Netlögga hvað
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 00:34
Guðlaugur aftur: Er ekki sammála þér um sjálfskaparvítiskenninguna. Aklkahólismi og fíkn eru sjúkdómar, það skrifa flestir upp á í nútímanum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 00:35
Eigum við að ræða frekar bleikt/blátt á fæðingardeildinni eða taka fyrst á við heimilislausa tjaldbúa í Laugardal?
gbk (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 01:05
Hér verð ég nú að taka undir með Guðlaugi. Ef þetta vesalings fólk hefði einhverja meiri sjálfsbjargarviðleitni en að sækja sér sprittglas og malt eða einhverja blöndu, væri það ekki á þessari vegferð í þessu þjóðfélagi. Það er til fullt af drykkjuhrútum en fæstir hafa lent í þessum farvegi. Ég endurtek, ef þetta hrjáða fólk vill breyta lífi sínu, þá bara gerir það það. Ef það vill ekki breyta lífi sínu, verður staða þess ekki betri
Varla flækist þetta nú fyrir fullorðnu fólki með alla sína lífsreynslu, fjandinn hafi það.
Þórbergur Torfason, 30.11.2007 kl. 01:18
Bleikt og blátt hvað? Eigum við að ræða eitthvað sem skiptir máli?
guðrún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 01:29
Ég er alki og ég veit að á vissu stigi er sjálfsbjargarviðleitnin í lágmarki, því miður og þess vegna dæmi ég engan í þessum sporum. Annars eru skiptar skoðanir um sjúkdómshugtakið og það vefst í sjálfu sér ekkert fyrir mér. Mér nægir að vera edrú og láta mér líða vel.
Guðrún: Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 01:33
Takk Hallegerður, hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 07:49
Ég held að þið verið aðeins offari í skoðunum ykkar á Guðlaugi. Ég skil hann þannig að hann eigi við að ekki sé hægt að hjálpa fólki í þessari aðstöðu sem ekki vill hjálpa sér sjálft.
En við skulum hafa það í huga að það biður engin um að fá að vera í þessum aðstæðum.
Árni Pálsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 07:53
Svipting sjálfræðis og koma fólki á viðeigandi stofnun meðan verið er að rétta af hjá því kúrsinn, gæti verið ein leið. En þar sem þetta blessaða fólk hefur ekkert brotið af sér, býr bara við þessar ömurlegu aðstæður hel ég að ekkert sé hægt að gera sem þau ekki vilja sjálf. Þó tjaldbúarnir bæru sig nokkuð vel og virtust hafa það helst í huga að gera ekki öðrum ónæði gráta þau klárlega oft örlög sín í koddann.
Hins vegar eigum við sem þjóð að skammast okkar fyrir það að hafa enga lausn fyrir þá sem búa við ömurlegar aðstæður, hvort sem það er vegna óreglu eða annars. Viljinn er allt sem þarf.
Árni Pálsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 08:53
Hallgerður: Rétt hjá þér og eitt af einkennum alkahólisma er jú dómgreindarleysið og stjórnleysið líka reyndar. Stundum þarf að taka að láni dómgreind frá öðrum á meðan komist er yfir fyrstu hindrum.
Árni: Ég er svo sammála þér, frá a-ö og kontrastinn í mynd, þ.e. tjaldræfillinn og lúxusvillurnar í bakrgunni, gargaði á mann, svo ekki sé nú meira sagt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 08:58
Guðlaugur: Ef þú lest bloggið mitt þá má þar sjá að hér er sko ekki verið að skafa utan að hlutunum og ég heldur betur látinn heyra það svo um munar. Ég persónulega hef ekkert á móti því.
Ég er sammála Hallgerði, það verður að taka til einhverra ráða, þetta gengur ekki svona, þ.e. að fólk sé nánast látið deyja drottni sínum úti á Guði og gaddinum. Að ganga með tissjú er svo sem ágætis hugmynd, en flestir kvefpestargemlingar eru ekki rændir dómgreind meðfram sínum flensuvírus. Þar skilur á milli Feigs og Ófeigs vina minna.
Hallgerður: Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 10:25
Guðlaugur; Heiða hljóp af stað með mat,spritt og gas inn í Laugardal en kom að tómum kofanum. Ég get bent Heiðu á einn möguleika til að fróa samviskunni með, sem virkar á sama hátt og ofangreint, en það er að ganga með "Tissue" pakka á sér og rétta næsta kvefaða manni "tissue" sem hún mætir ef svo ólíklega vildi til að hann væri ekki með vasaklút.
Reyndar kom ég ekkert að tómum kofanum... En hefur þú eitthvað við það að athuga? Kemur það á einhvern hátt illa niður á þér að mér skuli líða betur við að gera eitthvað...í staðinn fyrir ekki neitt?
Heiða B. Heiðars, 30.11.2007 kl. 14:25
ég sá þetta kastljós ekki en mamma sagði mér frá hjónunum og hún sagðist hafa tárast og við vorum einmitt að vona að einhverjir myndu gera eitthvað, t.d einhver ríkisbubbi en það er sama hver er, allir vilja hjálpa. Nú er ég spennt að lesa hvað Heiða er búin að gera - takk fyrir þennan pistil Jenný Anna
halkatla, 30.11.2007 kl. 14:54
Sæl. Sammála með Jóhönnu. Hennar tími er kominn. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:40
Guðlaugur... þér er ekki viðbjargandi. En þessu fólki í Laugardalnum er það. Hvað segir það þér um þig?
Heiða B. Heiðars, 30.11.2007 kl. 19:39
Guðlaugur: Er ekki kominn tími á að taka sér pásu úr kommentakerfinu, áður en þú ferð á pirringslímingunum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 21:36
Jenný: Góður pistill
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.