Leita í fréttum mbl.is

Beiðni um hjálp

Ég gef mér að flestir hafi séð umfjöllun í fréttatíma RÚV um hræðilegt ástand í Bangladesh, þara sem 3000 manns hafa látist vegna hamfaranna sem gengu yfir Bangladesh í síðustu viku.  Alls var kallað eftir rúmlega 200 milljónum króna til aðstoðar fólki á hamfarasvæðunum.

Rauði Krossinn hefur sent þriggja milljóna króna framlag og íslensk stjórnvöld ætla að leggja fram sömu upphæð í gegnum SÞ. Mér finnst að Íslendingar geti gert betur.  Erum við ekki með ríkustu þjóðum heims?

Farsóttir eru yfirvofandi, rotnandi lík liggja um allt, vatn er mengað og hungursneyð yfirvofandi.  Látum nú gott af okkur leiða.

Hægt er að leggja fram framlög vegna hamfaranna í söfnunarsíma Rauða krossins, 907-2020

Komasho,

Sýnum samhug í verki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Er búin að hringja. Finnst eins og fólk sé orðið dofið fyrir svona hörmungarfréttum, sérstaklega ef þær koma langt að.

Hvet alla til að hringja

Katrín Vilhelmsdóttir, 22.11.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Takk fyrir ábendinguna, búin að hringja. Skelfilegt ástand.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.11.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Einar Indriðason

Meðan ríkissjóður er rekinn með hagnaði upp á fleiri fleiri milljarða (tug milljarða) per ár... skattarnir okkar.  Þá leyfir ríkisstjórnin sér að "sletta" svona smáræði í svona mál, og þykjast vera voða góðir fyrir.

Einar Indriðason, 22.11.2007 kl. 12:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar: Skömm að þessu, þetta er skiptimynt fyrir ríka þjóð og okkur ber að sýna ábyrgð í alþjóðlegum skilningi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.