Leita í fréttum mbl.is

Af málfarslegum framförum ofurkrútts!

Jenný Unu Eriksdóttur, verður seint orða vant, eins og lesendur þessa fjölmiðils vita, þrátt  fyrir að hún verði ekki þriggja árrra fyrr en 30. desember n.k.

Í gærkvöldi var mamma hennar að ná í bækur til að lesa fyrir svefninn og Jenný sagði:

"Mamma setja bækurnar héddna" (bendir á sængina sína). 

 Mamman lufsar bókum á rúmið og greinilega ekki á réttan stað því Jenný segir ákveðin;

"Setja héddna manneskja".  Mamman í sjokki og furðu spyr:

"Hvað sagðirðu Jenný mín?"

"É saðði héddna manneskja! W00t

Jenný Una fór í Ikea í gær með mömmu sinni og pabba og þau fengu sér að borða.  Við matarborðið lítur barn upp, horfir lengi og stíft á pabba sinn og segir:

"Pabbi, þú ert líka fólk"

(Pabbinn rosalega ánægður og talsvert létt).  Svo..

"Ér fólk, mamma mín er fólk og pabbi er fólk, við gott fólk".  Ok, ok so far so good.

Þegar Jennýju er bannað eitthvað þessa dagana segir hún fullum fetum:

"Émáða alveg, amma mín segir já". 

Ég veit, ég verð að setja barni mörk.

Ég er ákveðin í að gera það... sko í janúarBlush

Góða og sofið fallega í nóttinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, það er alltaf gott að leita til ömmu ef að mamma segir nei. Þvílíka krúttið! Góða nótt og sofðu líka fallega

Bjarndís Helena Mitchell, 22.11.2007 kl. 01:44

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Einu sinni sagði Gertrude Stein: A rose is a rose is a rose. Í anda þess segi ég:  Amma er amma er amma. Ömmum er sitthvað leyfilegt sem öðrum er ekki.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.11.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég dey

Jóna Á. Gísladóttir, 22.11.2007 kl. 08:44

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Krúttkvitt og góðan dag

Sunna Dóra Möller, 22.11.2007 kl. 08:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur: Sko, það er ekki hægt að ætlast til þess af ömmum að þær séu með aðhaldsaðgerðir í uppeldinu.  Þess vegna höldum vér áfram hér við hirðina að spilla smá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 08:49

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek heilshugar undir þetta! ..  Ömmur rúla!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.11.2007 kl. 10:28

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það hefur margoft komið fram að fröken Eriksdóttir fer létt með að vefja einu stykki ömmu um litla fingur. Og til hvers eru ömmur eiginlega, ef ekki til að spilla og knúsa? Jenný Una er stórkostlegt manneskju-krútt-fólk

Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.11.2007 kl. 11:16

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur, ég held áfram einbeittum brotavilja í dekrinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 11:28

9 Smámynd: halkatla

hún er algjört ofurkrútt

"ég má það alveg - amma mín segir já"

ég held að þetta sé statement aldarinnar!

halkatla, 22.11.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband