Leita í fréttum mbl.is

Arg, hvað mér finnst erfitt að viðurkenna það...

..en Kiljan er að verða frábær þáttur.  Ég er nefnilega svo oft pirruð út í Egil Helgason, bloggið hans sem ég les auðvitað ekki, nei, nei,  bara finn á mér að það er pirrandi, smá hrokafullt og smásmugulegt í bland. 

En Kiljan er flottur þáttur, hlýtur að vera þar sem ég sit límd yfir honum.  Ég hef lúmskt gaman að pirraða parinu, Kolbrúnu og Páli, fyrir mér eru þau verðug áminning um mikilvægi ást og friðar í mannlegum samskiptumDevil.

Bókaóskaistinn bara lengist og lengist.  Hér verður unnið daga og nætur með þessu áframhaldi og aðhald í fjármálum heimilisins mun verða aðkallandi vandamál í janúar.  Nei, nei, ég er að djóka.

Mig langar í Bíbbí,

 og bókina hans Einars Más (hún er um alka, og er milljón sinnum betri en Bítlaávarpið (segir Egill) sem Bördí Jennýarson liggur á löngum stundum uppi á bókaskáp og hann hefur kúkað á nokkrum sinnum).  Fuglinn er eins og ég, ber ekki virðingu fyrir selebum.

Ég er búin að fá Talað út eftir Jónínu Leósdóttur og hún er flott.  Blogga um hana seinna.

Sobbeggi er auðvitað möstríd og verður keypt á næstu dögum.

Ég er að gleyma einhverju?  Þær skila sér bækurnar "undan för undan" eins og Emil i Lunneberga sagði svo fallega.

Þess má geta að í Kiljunni í kvöld var ekki talað nema um einn isma - alkóhólisma.

Nú er ég farin að lesa blogg.

Nema hvað.

Later!

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Af því ég trúi á álfa og huldufólk og skammast mín ekkert fyrir það ætla ég að benda á bókina "Hefur þú séð huldufólk" eftir Unni Þóru Jökulsdóttur. Ef ég þekki hana rétt er bókin frábær og ég hlakka mikið til að lesa hana. Vonast til að fá hana í afmælisgjöf fljótlega, ef ekki þá kaupi ég hana sjálf. Hef ekki þolinmæði til að bíða jólanna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er sama með mig Lára Hanna, ég get ekki beðið til jóla.  Sobbeggi verður keyptur og svo verður soltið (verð að dramatísera hlutina).  Það eru svo margar spennandi bækur að koma út og eins og venjulega þá er græðgin að drepa mann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 23:58

3 identicon

Sæl Jenný, ég er sammála með Kiljuna, ansi góður þáttur.   Mig þyrstir í margar bækur fyrir þessi jól eins og öll önnur  jól.  Það kemur upp þessi  bókagræðgi hjá manni og maður getur ekki beðið til jóla, heldur kaupir maður bókina strax.  En auðvitað á maður að vera rólegur og  nota bókasöfnin meira.

Ásgerður Jóna Flosadóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:03

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér finnst þetta nú verulega klénn þáttur, eiginlega.   Eitthvað sem að eiginlega passar hinum sjálfstæða Agli, til þess að fá meira áhorf frá frjálslyndum femínyzdabeljum, frekar en okkur hinum.  Hann er nefnilega með almennar konur sem álitsgjafa.

Kúturinn þarf nú að lifa líka, það eru nú jólin líka hjá honum eins & okkur, bráðum.

En, ágætis bækur samt, gott að þið séuð alveg að fá fyrir skylduáskriftina, sem að er nýhækkuð, reyndar...

Steingrímur Helgason, 22.11.2007 kl. 01:12

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásgerður Jóna: Rétt, auðvitað á að nota bókasöfnin en ég næ aldrei nýjum bókum á safninu og þannig hefur það verið alla mína hunds- og kattartíð.  En það er gaman að lifa á þessum árstíma. GMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband