Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Að lifa með alkahólisma
Í gær voru liðnir 13 mánuðir frá því ég kom heim af Vogi eftir tuttugu daga dvöl. Ég blogga ekki eins mörg snúrublogg og áður, en það þýðir ekki að ég sé ekki jafn upptekin við að halda mér í bata, vera ábyrg og heiðarleg gagnvart sjálfri mér og öðrum. Mér er alltaf að mistakast annað slagið, en með hægðinni hefst það.
Ég er fædd undir lukkustjörnu, því ekki í eitt einasta sinn hef ég fundið fyrir löngun í áfengi eða lyf, sem voru mín kjörefni, eftir að ég varð allsgáð. Dagarnir hafa verið mis góðir, mikið oftar góðir en slæmir reyndar og þegar verst hefur látið, þá hefur mig borið gæfu til að grípa til þeirra verkfæra sem tiltæk eru í viðhaldi batans.
Það var ekki hátt á mér risið þegar ég gekk inn á Vog, þ. 5. október 2006. Samt fylgdi því léttir, sá léttir sem gagntekur mann, þegar ekkert er eftir annað en að játa sig sigraðan. Ég sit uppi með afleiðingar minnar neyslu, eins og sykursýki og aðra hliðarsjúkdóma, en hvað? Tertubiti, segi ég. Nú er ég á insúlíninu, bláedrú og mínir verstu dagar komast ekki í námunda við þá skástu í neyslu.
Ég byði ekki í það hefði ég orðið virkur alki sem ung kona. Held að ég hefði ekki borið gæfu til að rísa upp úr þeim ósköpum.
Þess vegna verð ég hræð og full aðdáunar þegar ég les bloggið hennar Kleó, en þar fer ung kona sem er ótrúlega þroskuð og hughrökk. Hún er að vinna í sjálfri sér og jafnframt talar hún við unga krakka um sína reynslu. Lesið endilega bloggið hennar. Það er mannbætandi. Kleó lifir í lausninni, það reyni ég að gera líka og það mættu fleiri taka til eftirbreytni.
Njótið dagsins.
Ég fer edrú að sofa í kvöld.
Það er ekki spurning.
Þetta er sumsé snúra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Snúra, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 2987179
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Æj já Jenný mín, enda eru margar ungar manneskjur sem tapa þessum bardaga. Kleó er yndisleg,svo hugrökk og dugleg. Það er ekki eins og það sé auðvelt að snúa svona við blaðinu en sumar gera það með stæl, Jenný mín ein þeirra.
Knús inn í daginn mín kæra vinkona
Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 12:08
Þið Kleó eruð hetjur....flottari en allir sérsveitarmenn til samans. Notaði (ekki eyddi) morgundeginum með ungu fólki og forvörnum. (Sjá blogg) Innlegg unga fólksins og meðvitaður skilningur á skaðsemi fíkniefna var mikill. Hlúum að börnum okkar - það dýrmætasta sem við eigum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:44
ég fer bara hjá mér takk takk fyrir falleg orð ... veistu Jenný að dóttir mín heitir líka Jenný :)
mér finnst þú frábær
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:10
Og ég á þessa sætu,kláru og duglegu stelpu!! Heppin
Æi takk Jenslan mín fyrir falleg orð. Ég er óendanlega stolt af henni
Heiða B. Heiðars, 21.11.2007 kl. 14:19
Takk öll og til hamingju Kleó mín með Jennsluna þína. Og Heiða, segðu svo að við séum ekki með meirapróf á flottar dætur
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 14:43
Jenny, þú færð "skál í vatni" frá mér fyrir þetta. Gott mál. Og tvo þumla upp á við.
Einar Indriðason, 21.11.2007 kl. 14:50
Takk Einar, alltaf gaman að lyfta vatnsglasi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 14:52
Til hamingju með daginn í gær
Á einmitt mjög náinn ættingja sem fór inn á Vog fyrir 6 dögum síðan, vona að hún beri gæfu til að ná svona góðum bata, eins og þú ert að sýna á hverjum degi.
Knús á þig
Ásgerður , 21.11.2007 kl. 14:57
Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 15:37
Til hamingju með daginn í gær Jenný. Hver dagur er sigur, og eins og við segjum einn dagur í einu Haltu áfram að standa þig.
Linda litla, 21.11.2007 kl. 15:49
Jenný ég var að senda þér
Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 16:01
Til hamingju med godan bata.
Ásta Björk Solis, 21.11.2007 kl. 16:53
Til lukku með þennan flotta árangur ..mega komandi dagar vera þér góðir og heilladrjúgir....enda eru næstu komandi dagar jólaundirbúningsdagar......!
bkv.
Sunna Dóra Möller, 21.11.2007 kl. 17:11
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 17:25
Takk fyrir mig.
Ragga: Búin að svara
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 17:29
Megi golan blása blíðlega um þig á snúrunni ... Lifum í lausnum en ekki með leiðindi í hausnum.. .. frábært hjá þér - og Kleó!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2007 kl. 17:52
Þú ert hetja í mínum augum.
Marta B Helgadóttir, 21.11.2007 kl. 18:04
Til hamingju með gærdaginn, þú stendur þig vel
Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 18:42
Til hamingju Jenný mín.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 21.11.2007 kl. 18:44
Til hamingju með 13 mánuðina
Huld S. Ringsted, 21.11.2007 kl. 18:47
Oft hefur mér vöknað um augun af einskæru stolti viða að lesa bloggið hennar Kleó. Þar eru ekki farnar krókaleiðir með yfirdrepi og fordæmingu né talað úr fílabeinsturnum. Allt beint frá hjartanu þar alveg umbúðalaust og kristaltæt. Mamman er nú heldur ekki að pakka inn hlutunum, þegar hennar stóru réttlætiskennd er misboðið.
Mér finnst ég alltaf vera að óska þér til hamingju Jenný. Mikið assgoti líður tíminn hratt þegar maður eldist.
Til innilegrar hamingju vina, enn og aftur og megi hún loða við þig eins og ló um alla tíð.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 19:36
Innilegar hamingjuóskir.
Bjarndís Helena Mitchell, 21.11.2007 kl. 19:49
Jón Steinar: Þú óskaðir mér til hamingju þ. 5. nóv. s.l. þá varð ég 13. mánaða, en Kleó og hennar dugnaður varð mér innblástur að færslunni, og því nefndi ég í förbifarten að það væru 13 mán. síðan ég kom út af Vogi, þannig að þú ert ekki svo gamall.
Takk öll og Dúa, auðvitað man ég deitið. Þó það nú væri og hringdu í fyrró.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 20:18
Það er frábært að heyra um hvern þann sem kemur sér upp í neyslu. Því miður er það svo að það er biðlisti inn á Vog. Minn drengur er núna búinn að bíða í um hálfan mánuð, og eftir því sem tíminn líður verður það erfiðara fyrir hann að fara, þegar kallið kemur. Í málum eins og hans, þyrfti hann að komast inn um leið og hann ákveður að fara. Það er miklu dýrara fyrir þjóðfélagið að hafa fíkla á niðurleið, og ekkert sem hjálpar þeim, eða er hægt að gera fyrir þá, nema að bíða og biðja þess að hann fari strax og inntakan kemur. En það er ekki bara fíkilinn sjálfur sem bíður í ofvæni, heldur allir í kring um hann líka, mamman, pabbinn, systkini og börn. Allir sem þykir vænt um hann bíða líka og sú bið er erfið, fjandi erfið. Þess vegna þarf að fjölga meðferðarheimilum, ekki fækka þeim. Það þarf helst að vera þannig að það sé alltaf hægt að bæta við einstakling umleið og hann vill fara inn. Og það þarf líka að vera stofnun sem er lokuð, þannig að þegar fíkillinn er komin inn í meðferð, geti hann ekki bara labbað sig út aftur. Þetta með að þurfa að sanna að hann raunverulega vilji, er bara bullshit, auðvitað vilja allir hætta. Það er bara þannig að fíknin er sterkari en viljinn. Það er enginn vilji eftir. En á meðan fer allt niður til helvítis... fyrirgefðu orðbragðið Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2007 kl. 20:33
Til hamingju með þig, hvern einasta dag.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.