Leita í fréttum mbl.is

Nú ætla ég að blogga um jólatré - Varúð - Ekki fyrir viðkvæma

 

Nú blogga ég um jólatré.

Jólatré eru dásamleg.

Þau lykta vel og eru sígræn.

Fólk skreytir þau og kveikir síðan á þeim með ljósaseríum.

Seríurnar geta verið einlitar og marglitar, allt eftir smekk.

Svo er sett skraut á toppinn, sem oft er engill eða stjarna.

Ég keypti mér ógeðslega flott gervijólatré í fyrra (165 cm. s.s. stærri en ég sjálf).

Það gerði ég af því ég fann á mér að það yrði hörgull á jólatrjám í Evrópu í ár.

Hm.. Ef einhverjum finnst að sér vegið með þessari jólatrésfærslu, þá er ég magnaður bloggari.

35 dagar til jóla og

skreytum hús með greinum grænum (eða grænum greinum).

Falalalalala!


mbl.is Norðmenn flytja út jólatré til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er eingöngu út af þessari hálfvitahúmors færslu hér á undan að ég get tekið þessari jólatrésfærslu án þess að pirrast.  Tree 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Kristófer, ég er að pirringsjafna.  Ótrúlegt hvað fólk les út úr pistlunum mínum vegna upplýsinga í höfundaboxi.

Ásdís: Róaðu þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jólastelpa!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Held að Ásdís hafi náð í Íbúfen áðan.

Kantu að jólafyrirtíðaspennujafna?

Þröstur Unnar, 19.11.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Þröstur Unnar

+n

Þröstur Unnar, 19.11.2007 kl. 22:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Þú ferð bara á túr næsta hálfa mánuðinn og verður svo "þurr" í desember. Pís off keik.

Gurrí: Þetta var það saklausasta sem mér datt í hug að blogga um.  Vill ekki að fleiri blóðþrýsingshækkanir verði skráðar á minn reikning í dag.  Um miðnættið er ég til að byrja aftur á eðlilegu tauti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 22:27

7 identicon

Eru menn og konur orðnir eitthvað tens fyrir jólin.....??

Berglind (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:35

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekkert smá flott mynd!! Ég vil hafa svona jólatré... nákvæmlega svona!

Heiða B. Heiðars, 19.11.2007 kl. 22:36

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Er þurr eins og nýþurrkuð taða í hlöðu.

Þröstur Unnar, 19.11.2007 kl. 22:37

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

sko  þér tókst að fá Svein Elías til að tala um dauðann með þessari færslu. hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 23:50

11 identicon

Ég er búin að taka ákvörðun. Hún er þessi: Alltaf þegar mér finnst að ég eigi að blogga eitthvað jóla jóla jóla þá linka ég bara í bloggið þitt í staðinn. Það leysir ótrúlega mörg vandamál

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:52

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Lenti í þvílíkum jólatrésraunum í fyrra að ég mun verða "ein í biðröð" (eins og Sverrir Stormsker) fyrir utan fyrstu jólatréssöluna að bíða eftir stóru djúsí grænu jólatré.  Bloggaði um þessar raunir í fyrra..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2007 kl. 09:15

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe notaleg færsla.   Átti svona gerfijólatré í mörg ár, en fór svo að kaupa lifandi tré aftur, það er af því að við förum öll saman afi stubburinn og ég til að velja jólatré.  Vissuð þið að það er gott að leggja jólatré í jólabað í baðkarið áður en það er sett upp, það verður vatnsmettara og barrið helst lengur á.  Svo á að setja það ofan í sjóðandi vatn, því þá lokar maður fyrir æðarnar og rakinn helst lengur í trénu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 09:38

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur: Þessar upplýsingar hefði ég þegið ÁÐUR en ég keypti mér rándýrt pine tree í Garðheimum í fyrra. Hehe, en aðrir geta notað þetta fína ráð.  Eins gott fyrir ykkur, krakkar mínir, Ásthildur er sérfræðingur í blómum og trjám.

Jóhanna: Takk fyrir link.  Hehe.

Takk fyrir öll.  Þið eruð skemmtileg.  Heiða mín það er bara að kopí/peista jólatrénu héðan af blogginu mínu

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 09:47

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Núna er ég að hugsa um að kíkja í Blómaval og skoða seríur og skraut....! Svona jólafærslur eru það besta

Sunna Dóra Möller, 20.11.2007 kl. 09:52

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra: The best is yet to come, over and over again. Falalalalallalalala.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband