Leita í fréttum mbl.is

8 ára og fullorðinn?

Getur 8 eða 9 ára barn verið fullorðið?  Þau börn sem ég hef þekkt á þessum aldri (og þau eru nokkuð mörg) eru saklaust smáfólk og ég sé ekki fyrir mér að þau gætu tengst kynferðisglæpum, þó líf mitt lægi við.

Ef nauðgun hefur átt sér stað þá verður að sjálfsögðu að taka drengina til meðferðar og enduruppeldis. 

Sæmilega siðaðar þjóðir fara ekki með börn eins og glæpamenn og auðvitað réttar maður ekki yfir smábörnum.

Það er svona álíka gáfulegt og að dæma konu til svipuhögga og fangelsisvistar vegna þess að henni var nauðgað, eins og gert var á dögunum, í Sádí.

Hvernig væri fyrir þessar þjóðir að fara að fullorðnast.


mbl.is 8 og 9 ára piltar í haldi grunaðir um aðild að nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ha? Geta átta og níu ára nauðgað?

Ha?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt ekki Hrönn, hélt ekki og trúi varla enn, en þeir hafa ábyggilega beitt ofbeldi og tilburðum, það er svo sem alveg nóg og auðvitað þarf að taka á drengjunum en að rétta yfir þeim, er með ólíkindum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 18:12

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það hlýtur að vera lýðum ljóst að þessir drengir hafa einhvers staðar frá fyrirmyndina. Kannski gott að til þeirra náðist áður en þeir fullorðnuðust og gátu beitt sér af fullum krafti. Skelfileg lífsreynsla fyrir stúlkuna en það er vonandi að yfirvöld sjái að eina vonin fyrir þessa drengi sé meðferð og hlýtt og ástkært heimili. að öðrum kosti elur þjóðin þarna af sér börn sem halda áfram á glæpabrautinni og munu alls ekki mildast í þeirri deildinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 18:20

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú bara að pæla í hvaða áhrif svona ofstæki og hystería hefur á sálarlíf allra hlutaðeigandi barna í þessum læknisleik.

Aron Pálmi fékk jú 30 ára dóm var það ekki fyrir að fikta í tippinu á öðrum strák, þegar hann var 10 ára.  Þetta lið er algerlega raunveruleikafirrt.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 18:21

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ótrúlega geðveiki, nær er að hjálpa þessum drengjum, það er eitthvað mikið að hjá þeim sem þarf að laga.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála ykkur, það á auðvitað að hjálpa þessum börnum og reyna að láta þau sjá hvað er rétt og hvað er rangt í svona málum.

Það er út í hött að rétta yfir þeim eins og fullorðnum, á síðan að setja þá í fangelsi fyrir fullorðna....þá læra þeir aldeilis á lífið !

Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 18:48

7 Smámynd: Vendetta

Þeir fá sennilega 10 ára fangelsi eða meira í ungbarnafangelsi og komast á svartan lista yfir kynferðisafbrotamenn. Aron sat inni og síðar í stofufangelsi í samfleytt 10 ár að mig minnir fyrir að fikta, prófa sig áfram, þar sem ekki var um nauðgun að ræða. Saksóknarinn krafðist upphaflega 40 ára fangelsi og Aron var aðeins 13 ára.

Hæfileg refsing væri að skamma strákana rækilega, láta þá biðja stelpuna afsökunar og taka svo tölvuspilin frá þeim. Það svíður svo um munar. 

Vendetta, 19.11.2007 kl. 18:50

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er nú ekki hægt að kalla alla kynferðistilburði barna "læknisleik". Börn geta gert ýmislegt. Þau geta meira að segja og hafa framið morð.

En hins vegar á auðvitað ekki að setja þau í fangelsi, ef satt reynist. Það er heldur ekki nóg að skamma eða taka burt tölvuleiki. Börn sem beita kynferðisofbeldi hafa oft orðið fyrir kynferðisofbeldi sjálf (eins og t.d. Aron Pálmi) og þurfa viðeigandi meðferð.

Svala Jónsdóttir, 19.11.2007 kl. 19:07

9 identicon

svipuhögga-dómurinn var reyndar kveðinn upp í Sádi-Arabíu, en ekki Írak...

en já, illskiljanlegt að nokkrum detti í hug að rétta yfir 8 og 9 ára krökkum sem fullorðnum

Líney Halla (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:02

10 identicon

Aron Pálmi var dæmdur í unglingarétti fyrir það að hafa 12 ára gamall (semsagt á kynþroskaaldri) neytt 8 ára gamlan dreng til þess að girða niður um sig og síðan saug Aron Pálmi á lim hans.

Aron Pálmi var dæmdur af kviðdómi jafningja sinna þar sem að þótti sannað að enginn vafi var á því að hann vissi nákvæmlega að það sem hann gerði væri bæði rangt og kolólöglegt.

Síðan var hann dæmdur til þess að aflpána vist á unglingaheimili til 18 ára aldurs en eftir það fór hann á skilorð og þurfti að ganga með gps tæki á sér til þess að hann gæti ekki flúið frá Texas ríki, en samkvæmt lögum í Bandaríkjunum þá mega fangar á skilorði ekki yfirgefa ríkið sem þeir voru dæmdir í.

Brot Arons Pálma var viðurstyggð og á engann hátt réttlætanlegt, það að hann byrjar að nauðga um leið og hann kemst á kynþroskaskeið sýnir hversu ótrúlega brenglaður þessi drengur er.

Obama (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:50

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Líney Halla: Takk fyrir að benda mér á þetta, ég breyti þessu hjá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 20:59

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Obama - var hann ekki 11 ára?

Og þó að hann hafi brotið af sér, þá var fangelsi varla svarið. Samkvæmt því sem hann segir varð hann sjálfur fyrir misnotkun og vissi því varla hvað var rétt eða rangt í þessum efnum.

Svala Jónsdóttir, 19.11.2007 kl. 22:20

13 identicon

"sýnir hversu ótrúlega brenglaður þessi drengur er."

Já gott að hann fékk þessa refsingu, hann er örugglega orðinn heill á geð í dag.

Já þetta var kaldhæðni. 

Geiri (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:11

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Börn eru börn, sama hvað þau heita.  Svo held ég að við ættum að halda nafni Arons Pálma fyrir utan þessa umræðu.  Hann er búinn að afgreiða sitt og þar um verður engu breytt og hann á að fá frið.  Nóg er búið að ganga á samt.

Takk fyrir umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 2987127

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband