Mánudagur, 19. nóvember 2007
Vá, allir svo hissa, svo svakalega hissa
Nú velta sér allir upp úr myndunum úr flotta brúðkaupi (það sem af er)-aldarinnar, hverjir voru, með hverjum og í hverju, og á visi.is er búið að birta myndir fyrir okkur almúgann. Ég ætla ekki að blogga um brúðkaupið, Anna Karen búin að lesa nægju sína og ég er hætt í dægurmálunum í bili, enda ekki mikið fyrir þau svona venjulega.
En vá, allir svo hissa, Ögmundur Jónasson var í veislunni hjá kapítalistunum. Fólk er alveg gapandi bara.
Ögmundur er sko tengdur Bónus-Hagkaupsfjölskyldunni gegnum konu sína.
Og gott fólk, það er kominn tími á að átta sig á einu.
Vinstri-grænir, eru almennt ekki með svart-hvítt sjónvarp,
..í tréklossum og hippamussum,
..og ég held að þeir borði ekki njóla í hvert mál,
og gott ef ekki hver einasti kjaftur í VG er kominn með talsíma.
Hendið klisjunum og slakið á fordómunum.
Svei mér ef það er ekki bara venjulegt fólk í þessum stjórnmálasamtökum.
Það skyldi þó aldrei vera?
Ég
í sauðalitunum
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987165
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jón Kristófer: You said it
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 00:55
Já, merkilegt hvað það er fréttnæmt að Ögmundur mætti í veisluna, bannað að vera tengdur Bónus veldinu gæti maður haldið. VG er upp til hópa frábært fólk eins og við D-fólkið, en það er alltaf misjafn sauður í mörgu fé. Góða nótt mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 01:35
Kannski VG fólk sé komið með talsíma. Ég efast þú um að þau eigi öll svona flottan, svartan Ericson, eins og sést á myndinni.
Ég á sko einn þannig, sem virkar. Kannski vegna þess að ég er ekki vinstri-grænn.
Brjánn Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 02:42
Daginn Jenný,þetta er jú enn ein birtingamynd fordóma og fyllti ég þann hóp ég viðurkenni það.Það skemmtilega við lífið er jú að maður er alltaf að læra.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 07:03
hahahahahha með talsíma!!!! Þú ert frábær!! Er talsíminn kannski þráðlaus?
híhíhíhí hvað vinstri grænir eru komnir langt á vegi tækninnar
Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 07:45
Góðan daginn félagar (hehe)
Hallgerður: Byrja að blogga (skipun)og erum við ekki öll með fordóma? Í fleiri ár hélt ég að Framsóknarmenn væru allir núverandi eða fyrrverandi smalar.
Brjánn: Til hamingju með að eiga það sem flestir aðrir eru búnir að losa sig við og má ekki eiga von á að þú endurskoðir afstöðu þína?
Ásdís: Það er allt fullt af skemmtilegu fólki, allsstaðar nema í Framsókn(djók)
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 07:49
Hrönn: Mér finnst talsími svo flott orð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 07:49
Ég skil nafnleysi þitt Dharma. Með þetta viðhorf og óþverratal væri ég líka í felum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 08:22
Ein leiðrétting Jenni,framsóknamenn eru SMALAR,sama hvernig leikið er með orðið. ( fordómar ? nei nei )......Þarf að sækja mér aðeins meiri kunnáttu til að byrja að blogga,en.......minn tími mun koma.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 08:27
Hallgerður: Ég bíð spennt
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 08:32
Verður blandan ekki öðruvísi ef hún er VG+Femmi?
Vil halda talsímanafninu takk, og góðan dag.
Þröstur Unnar, 19.11.2007 kl. 08:43
talsíminn er þarfaþing á þessum síðustu og verstu...
Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 08:53
Dharma, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru verstu forræðishyggjuflokkar landsins, ef þú varst ekki búinn að taka eftir því (það SKAL bjarga öllum krummaskuðum landsins með meiri álverum, ekki satt?)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.11.2007 kl. 09:25
Hurðu mig nú Jenný mín, það þýðir sko ekkert að segja mér að Vinstrigræn séu ekki í lopapeysum og flókaskóm, með svart hvítt sjónvarp og talsíma huh .... Það hefur alltaf verið svoleiðis, og mun svo vera um alla framtíð, það þýðir ekkert að reyna að plata mann.
Og hann Ögmundur ég er alveg steinbit og hneyksluð á að hann skyldi fara í brúðkaup aldarinnar, eða var það þúsaldarinnar, og ég held meira að segja að hann hafi ekki verið í lopapeysunni og ég hef heyrt að hann hafi verið með bindi. Þvílíkt og annað eins hneyksli sem skekið hefur allt landið og miðin gott ef ekki lofthelgina líka .
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2007 kl. 09:44
ÖGMUNDUR ER GIFTUR FRÆNKU INGIBJARGAR,PABBI HENNAR OG KONA ÖGMUNDAR ERU SYSTKINABÖRN.VIÐ INGIBJÖRG EIGUM SÖMU LANGÖMMU.
MAGGAS (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:44
Sá svarti er nú habbður sem stofustáss. Gott samt að vita til að geta brúkað hann ef hinn, hátæknivæddi, síminn gefur sig.
Afstaða er eitthvað sem getur tekið breytingum, nema hjá þverhausum auðvitað. Mín breytist kannski. Kannski ekki. Þó erum við skoðanasystkyn er kemur að framsóknarmennskunni, sem er vitanlega þjóðarböl hið mesta.
Brjánn Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 11:31
Brjánn: Þarna eigum við tvennt sameiginlegt, þ.e. ást á gömlum símum og svartsýni (eða bjartsýni) varðandi Framsóknarflokkinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.