Sunnudagur, 18. nóvember 2007
Hamingjan
Ég hef leitað hamingjunnar í lífinu, eins og allir auðvitað og lengi vel eltist ég við hana út um allar koppagrundir og reyndi að ná í skottið á henni, alltaf fullviss að hún væri einhversstaðar rétt undan. Alveg innan seilingar. Á tímabili hélt ég í mínum alkahóldeyfða heila að hamingjuna væri ekki að finna, fyrir mig persónulega. Að ég væri bömmer dauðans. Þetta upplifði ég með dramatískum hætti fórnarlambsins og blóðsletturnar skvettust upp um alla mína andlegu sjálfsvorkunnarveggi.
En viti menn, það rann af mér og haldið ekki að hamingjan hafi haldið innreið sína, beint í hjartað á mér, á afskaplega kurteisilegan og fábrotinn máta? Ójá, ég tók ekki einu sinni eftir því að hún hafði sest að í boddíinu á mér. Það sem ég varð hissa og þetta gerðist algjörlega án fyrirhafnar að minni hálfu. Nú er ég reyndar frekar hógvær (okok, mátti reyna) en hún mætti allavega, hamingjan, og hefur setið þar síðan, mis hávær reyndar.
Dagurinn í dag hefur t.d. verið eintóm hamingja. Ég hef bókstaflega verið hátt uppi á eigin safa.
Jenný Una Eriksdóttir hefur verið mikill aflgjafi hamingjunnar í dag. Hún horfði á myndbandið með Björk (Triumph of the heart) og sagði: "Stúlkan (Björk) er mjög, mjög falleg". Björk er sem sagt frekar barnaleg í útliti, ekki leiðinlegt.
Hún sagði mér líka að þegar hún hafi verið "pínuponsu mjög lítil" hafi hún sagt "kókófíll" en það heiti krrrókudíll en hákarlinn heitir ennþá jákarl og drekinn er enn greki, hversu lengi sem það nú verður.
Hamingjan felst líka í því að vakna edrú á morgnanna, að fólkinu manns líði vel og sé farsælt í leik og starfi. Ég er heppin þar. Ég varð líka mjög hamingjusöm þegar ég horfði á Benedikt Erlingsson rappa Gunnarshólma í RÚV á föstudaginn. Maðurinn er villingur, snillingur.
Þetta er að verða ein allsherjar Pollýanna hjá mér og það verður að hafa það, þetta má skoðast sem neikvæðnijöfnun.
Happísönndei.
Ójá.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Snúra | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert snillingur
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 14:43
Jamm, þetta er hið sanna ljós heimsins, blessuð börnin. Þau eiga sín nöfn yfir hlutina. Einn lítill frændi var ekki sérlega hrifinn af því að leika sér með Froskaleikfaung. Skil hann vel.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2007 kl. 15:00
Mér líður snöktum betur eftir að hafa lesið þetta hamingjublogg (mérermikiðléttkarl) Var haldin þvílíkri sektarkennd eftir bloggfærsluna mína um loftslagsskýrsluna og kommentið þitt í kjölfarið að nú væri ég búin að eyðileggja fyrir þér daginn
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 15:19
Það sem reddaði mínum degi, var að fá að hlusta á snillinginn Einar Vilberg, á tónlistarspilaranum þínum. TAKK.
Hjalti Garðarsson, 18.11.2007 kl. 16:26
Hæ yndið mitt. Þá er ég að reyna að uppdeita mig í bloggveröld vina minna og byrjaði á þér, aldrei dauft yfir þessari síðu, er miklu nær eftir að lesa síðustu blogg og bara orðin vel viðræðuhæf. Hamingjan er lag sem ég held mikið upp á og spilaði oft í den til að gleðja mig, áttu'ða? mini þú ert bara draumur og ekkert annað eitt þarf ég að spurja þig um. Systir mín hringdi í gærkvöldi og var að reyna að finna bloggið hennar Jónínu Ben og ég lóðsaði hana inn á það, að ég hélt, en sagðist ekkert finna, svo áðan þegar ég fór loks að tölvast, þá finn ég dýrið hvergi, eruð þið búin að reka hana??? hvað er málið?? allavega þarf ég þá ekki að ergja mig meira yfir því að hún sé ofar en þú :):) eigðu ljúfa rest á degi, kíki inn í kvöld knús í massavís
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 16:27
FLott hjá þér. Gaman að lesa svona hamingjublogg. Og ég segi sama og Hjalti, setti lögin þín á einn morguninn þegar mér leið ekkert allof vel, og þau eru svo sannarlega góð til hlustunar. Ég er farin að gera meira af því að hlusta á þau tónlistarbönd sem þið setjið inn, fór inn á það hjá Anno um daginn. Við erum flott netfjölskylda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 16:29
Æðislegt alveg hreint! Það rokkar feitt að lesa svona blogg ... gefur manni milljón kall í andlega bankann! Takk!
Hugarfluga, 18.11.2007 kl. 17:19
Þetta var súpa fyrir sálina,þvílíkur penni sem þú ert kemst alltaf í gott skap við að lesa bloggið þitt..haltu áfram áfram áfram :
Sigrún Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 17:27
Þú er frábær og happy
Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.11.2007 kl. 17:35
Þú ert alveg frábær
Marta B Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 19:23
Til hamingju með hamingjuna eskan. Hann Benni var ofurmannlegur, hvernig getur hann þetta? Þvílíkur kraftur.
Edda Agnarsdóttir, 18.11.2007 kl. 19:30
Mikið sem ég samgleðst þér með pollýönnusyndrom er nebbla haldinn því sjálf og veit því hvað þú ert að tala um..... og þegar maður hefur farið til heljar og komist til baka ja þá er enn skemmtilegra að vera til.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.11.2007 kl. 19:54
Ég get líklega verið með í pollýönnuleiknum ásamt minni fjölskyldu. Hamingjan hefur svosem alveg verið með okkur þrátt fyrir að frá okkur hafi verið tekinn næstelsti sonur okkar 27 ára gamall fyrir einu og hálfu ári síðan. Það er upplifun sem enginn ætti að þurfa að upplifa, að sjá á eftir barninu sínu. Ég veit ekki alveg hvaðan sá kraftur kom sem hjálpaði okkur að halda áfram að lifa og funkera í þessu lífi sem krefst svo mikils af öllum sem í því taka þátt.
Gísli Sigurðsson, 18.11.2007 kl. 20:54
Hamingjan er ekki áfangastaðurinn heldur ferðalagið þangað
Dísa Dóra, 18.11.2007 kl. 21:38
Ekkert nema gott að lesa þetta.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.11.2007 kl. 22:15
Lífið er á heildina litið gott, með öllum sínum uppákomum. stundum þurfum við bara að hafa meira fyrir því að finna það góða og jákvæða.
Jóna Á. Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 22:33
Fín færsla og ég ætlaði að vera búin að segja þér það fyrir löngu að á dimmum stundum hef ég fengið lánaðan hann Einar..ss I Love You For A Reason. Merkilegt hvað það lag er notalegt ....
Stökktu á húsband og knúsaðu það, fyrir þetta eina lag sem reyndist skipta konuræfil út í bæ máli...
Ragnheiður , 18.11.2007 kl. 22:46
Hamingjuknús frá mér.
Bjarndís Helena Mitchell, 18.11.2007 kl. 22:56
Takk fyrir frábær innlegg, mér veitti svo sannarlega ekki að öllum kveðjunum. Þið eruð yndisleg
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 00:34
ég elska hvernig þú setur hlutina upp og segir frá Jenný, takk fyrir það
halkatla, 19.11.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.