Leita í fréttum mbl.is

Eltondjonnarar þegar allt kemur til alls?

Þar sem ég hef tekið að mér að halda henni Önnu Karen við efnið, varðandi brúðkaup aldarinnar, þá verð ég að setja hér inn eftirfarandi:

1. Brúðarkjólinn var hvítur (með svörtu sýndist mér) og slörið var svart og þetta var ógeðslega  fagur búningur.  Brúðurin var dropp-dedd gjorgíus.  Þá er það frá.

2. Ég var að heyra frá manni úr hringiðunni að George Michael, Robbie Williams og Bono væru að syngja í veislunni.  GMG ef það er rétt þá verð ég að éta ofan í mig það sem ég sagði í færslu hér fyrir neðan, að hjónin nýkrýndu væru ekki þyrlupallar og eltondjonnarar í veisluhöldum.

Ef rétt reynist, og að sjálfur Bono hafi fengist til að mæta, þá eru þau kraftaverkamenn (jebb you said it, money talks) og eru ekkert minna en elvisar og rokerfellers í partýhaldi.

Og megi þau verða hamingjusöm til æviloka.

Ánægð Anna Karen?Whistling

P.s. Sá að forsetinn mætti með okkar fögru forsetafrú.  Nú skora ég á einhvern sem ætlar að gifta sig bráðlega að bjóða forsetanum í veisluna.  Kannski er hægt að fá kallinn í brúðkaupsveislur í framtíðinni.  Ekki leiðinlegt.

Ég var nú með the pres í Alþýðubandalaginu í denn, við vorum reyndar ekki í sama "armi" og þekktumst því ekki (djók), ég get reynt að vera milligöngumaður.

Það er svo helvíti útrásarlegt að fá númer eitt í brúðkaupið, skírnina, afmælið og sunnudagskaffið.

Ég á afmæli 20. janúar og verð með kaffi og meððí, ég hringi snöggvast og panta hjónin.

Svo heimilislegt.

Úje.

P.s. Þetta blogg er fíflafærsla um dægurmál.  Ekki hefur verið kostað neinu til við gerð hennar, né hefur Hagkaup komið að kostun hennar, enginn á að þurfa að móðgast og mér líður vel og er alls ekki í þörf fyrir sérfræðiaðstoð.  Þetta skal tekið fram að gefnu tilefni.

Er ekki allt í lagi hjá okkur krökkunum, ha?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

fögru? FÖGRU? Mér finnst hún minna svo mikið á mús!!!

Mér sýnist ekki útlit fyrir að ég gifti mig á næstunni en gefðu mér númerið hjá honum djöstinkeis  Maður veit aldrei fyrr en allt í einu....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla mín, í jólaboðið, saumaklúbbinn, hvað sem er, hvenær sem er, I´ll be ready (veit ekki hvort pres er glaður með þennan sjálfskipaða umboðsmann sem er ég)

The P.R. person.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 01:36

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi hvað þú ert mikil krúsindúlla - nú fer ég að sofa södd og glöð - hef fengið að vita allt áður en ég fer að sofa!  Takk gæskan.

Edda Agnarsdóttir, 18.11.2007 kl. 01:36

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki kostað af Hagkaup, hmmm...  En Bónus? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.11.2007 kl. 01:45

5 Smámynd: Ólöf Anna

black is the new white. Hún var með svart slör. Segi ekki meira

Ólöf Anna , 18.11.2007 kl. 01:51

6 identicon

Meterílasismi geturðu verið Jenný.  Fussumsvei, úrelltur rokkari, wannabe töffari og kúkalabbi að syngja.

Gátu þau ekki bara fengið Bjögga Halldórs, Siggu Beinteins og Ladda ??  Meinaþa  hvað er að þessu pakki.. ? Smekkleysa ég segi nú ekki annað

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 01:52

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er einhver fótur fyrir tónlistarfólki? bara djók ha? ég verð að hringja í Ástu vinkonu. Hún var í þessu brúðkaupi. Ég upplýsi á morgun.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 02:09

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko, þegar ég verð rík mun ég reyna að fá Radiohead til að spila í brúðkaupinu mínu (þá búin að kaupa mann) og ætla sko að bjóða ykkur öllum og ef þið bloggið ekki eitthvað sætt um brúðarvalsinn við lagið Creep eða eitthvað þá ... jamm. Mér fannst brúðurin algjört æði og mikið augnayndi í sjónvarpinu í kvöld. Kjóllinn sjúklega flottur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.11.2007 kl. 02:20

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst nú forsetinn einstaklega heppinn að fá að hafa þig sem umboðsmann

Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 07:49

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Komasho.

Gurrí: Ég mæti og tek út bandið og keyptu þér svo almennilegan mann

Jónína: Er ekki viss um hvort the pres væri happý vissi hann af þessu einkaframtaki mínu

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 08:04

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Láta bara reyna á það ?

Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 08:38

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Kemur mér ekki á óvart að einungis konur tjái sig um þessa færslu. Kvitta hér með sem fyrsti og væntanlega eini karlmaðurinn

Páll Geir Bjarnason, 18.11.2007 kl. 09:23

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu ekki bara fínn fulltrúi karlkynsins Páll Geir?  Hjartanlega velkominn og takk fyrir kvittið

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 09:25

14 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Svart slör??  Var ekki einhvern tímann til, svona ritlingur um "merkingu" litanna.  Gott ef mig rámar ekki í, að svartur sé þar litur "sorgarinnar"!  Kannski að hún hafi fengið slörið frá tengdó......nei, nú var ég nastý!

Sigríður Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 10:42

15 Smámynd: halkatla

þú ert milljón sinnum betri en vísisliðið!!! þetta er náttlega ekkert minna en brúðkaup árþúsundsins   ég var einmitt mjög áhyggjufull yfir einu í fyrri færslunni sem var: spilar Páll Óskar eða ekki?  en nú heyrir maður að þessir útlendingar hafi kannski mætt í hans stað? hvað er eiginlega málið? ég hefði fært veisluna til bara til að fá Palla, en það er bara ég.

Jenný, þú ert kraftaverkakona að meika að gera þetta brúðkaup svona áhugavert, ég geri ekki frekari kröfur til þín um það, hehe

halkatla, 18.11.2007 kl. 10:45

16 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, fyrir rúmum 10 árum ákvað ég að halda upp á afmæli elsta stráksins míns á MacDonalds í Austurstræti, sem þá var og hét. Litla kúti þótti svo mikið til um þetta að hann bað um að fá að bjóða forsetanum. Hann suðaði svo mikið, bjó til boðskortið sjálfur og lét fylgja með vegakort svona "just in case". Þetta var svo einlægt, og stráknum þótti svo merkilegt að ég gat ekki dregið úr honum og ég lét slag standa og sendi karlinum boðskortið.

Forsetinn kom því miður ekki, en hann sendi stráksa handskrifað bréf og áritaða mynd af sjálfum sér. Virkilega sætt. En hei, ég á stórhuga dreng sem fannst ekkert eðlilegra en að bjóða forsetanum sínum í afmælið sitt.

Bjarndís Helena Mitchell, 18.11.2007 kl. 10:49

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æ hvað þetta er sæt saga hjá Bjarndísi! Það er svo gaman af börnum sem finnst allt svo tilkomumikið með forsetann en um leið svo alþýðulegt, ekkert prjál og bara einlægni frá þessum litlu elskum. Nú fær mar krúttakast eins og Jenný!

Edda Agnarsdóttir, 18.11.2007 kl. 10:55

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki fullsnemmt að kalla þetta brúðkaup aldarinnar?  Við höfum jú enn 93 ár til að komast að marktækri niðurstöðu með það og ég vona svo sannarlega að framtíðin verði nú athyglisverðari en svo að þetta sett hafi vinninginn.

Ef Gunnar í Krossinum og Eiríkur á Omega kæmu skyndilega út úr skápnum og skelltu sér í það heilaga, þá myndi ég með sæmilegri vissu vilja skrifa undir að það gæti verið brúðkaup aldarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2007 kl. 11:01

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Jón Steinar   Bjarndís flottur strákur sem þú átt þarna. Stórhuga já engin spurning.

Jenný mín, þú ert algjörlega frábær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 11:31

20 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Ég skoa á einhvern sem er að fara að gifta sig að prufa að bjóða forsetanum, ég þori að leggja undir að hann mætir ekki.  Þetta er maður tækifæranna og snobbsins.  Sem betur fer loka kjörtímabil.

Einar Vignir Einarsson, 18.11.2007 kl. 11:44

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Skemmtileg færsla að venju. Hafðu það reglulega gott í dag.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.11.2007 kl. 12:31

22 identicon

Þegar kemur að pælingum um þetta brúðkaup þá get ég ekki sleppt því að tala um fréttina á stöð 2 í gær. Eitt aðalefni fréttarinnar var að Jón Ásgeir væri 100 milljarða virði (líklega var átt við: fyrir Ingibjörgu) og Ingibjörg væri 35 milljarða virði (fyrir Jón Ásgeir).  Þessi frétt er dæmi um hvað við erum orðin meðvirk inni í þessari auðmannaveröld. Í þeirri veröld er allt mælt í peningum, líka fólk sem er að gifta sig og við hlustum. Arrrggg - ég varð brjáluð út í sjálfa mig fyrir að skipta ekki um stöð eða slökkva á sjónvarpinu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 12:47

23 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hjó líka eftir þessu "virðistali", Anna, en hvað þýðir þetta í raun og hvernig yrði maður sjálfur metinn á slíkum mælikvarða? Ég á hlut í íbúð á móti bankanum, hlut í bíl, fullt af fínum skuldum og ótrygga atvinnu. Ef ég yrði gerð upp væri sjálfsagt lítið eftir - ef eignirnar eru metnar í peningum. Ég er þá einskis virði samkvæmt þessari formúlu.

En hins vegar á ég ótalmargt annað sem er ekki nokkur leið að meta til fjár. Á þeim skala er ég líklega einhvers virði.

Ég er ekki sátt við hvernig verðmætamatið er orðið í þjóðfélaginu.

Annars kom fram í hádegisfréttum áðan að aðeins einn útlendingur hefði verið í veislunni góðu, ríkasti maður Skotlands. Hvers virði ætli hann sé? Svo fyrri færsla Jennýar um að skemmtikraftar væru allir innlendir reyndist vera rétt eftir allt saman!

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.11.2007 kl. 13:01

24 Smámynd: Hugarfluga

Mér fannst Ingibjörg ekkert smá flott og kjóllinn var geggjaður. Engir útlendir listamenn, eingöngu innlendir. Ég myndi samt alveg fá George Michael til að syngja í brúðkaupinu mínu ef ég ætti pening. 

Hugarfluga, 18.11.2007 kl. 13:01

25 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Brúðhjónin voru ekkert smá glæsileg og þá sérstaklega brúðurin en hún geislaði öll

Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.11.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband