Leita í fréttum mbl.is

Er trúin gulls ígildi?

1

Ég hef ekki mikinn tolerans fyrir trúarofstækisfólki, það hefur margoft komið fram á mínu bloggi og á örugglega eftir að gera það aftur ef tilefni gefst til.

Ég var að þvælast á netinu áðan og rakst inn á síðuna hjá Agli Helga þar sem hann linkaði á þetta.

Ég vil ekki gera lítið úr trú fólks né langar mig að afneita öllu algjörlega, bara ef svo ólíklega vildi til að sumu slái inn.  Tek fram að ég er ekki trúlaus, bara svolítið með minn einka praxis í trúarmálunum.

Ef það er staðreynd að það er farið að vaxa gull úr höndum fólks, beint frá Guði almáttugum, vil ég benda honum á að heimurinn sveltur, börn deyja í milljónatali og fátækt er aðal óvinur mannsins.  Mér þætti sniðugt hjá almættinu að beina gullinu þangað sem þess er þörf, alveg sárlega þörf.

En fljótlega hlýtur þessi gullvöxtur í Vestmannaeyjum að komast í heimsfréttirnar.  Fólk hefur nú lagt mis mikið á sig til að ná í gull og ekki allt jafn fallegt.  Þarna er fundin afslöppuð leið til að ná sér í eðalmálminn.

Ég bíð spennt eftir framhaldinu og þangað til þá læt ég kraftaverkið njóta vafans.

Amen að eilífu.

Trúarnöttarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega! Þú ert með það!

Takk fyrir að sega það sem segja þarf.

Elísabet (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ég hef reykt ýmislegt um ævina og neytt allskyns hugbreytandi efna, ég hef samt aldrei komist í það ástand að mér finnist vaxa úr mér gull.  Ég þyrfti að komast að því á hverju þetta lið er.

Þau ættu að láta Omega vita af þessu.  Þá gætu þeir hætt að betla.

Hjalti Garðarsson, 17.11.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahahahahahaha! Tek undir þetta síðasta hjá Hjalta! Snilld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.11.2007 kl. 22:21

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2007 kl. 23:08

5 identicon

Það er svo margt sem við ekki skiljum,ég lít frekar á þetta sem teikn frá Guði að viðkomandi sé á réttri leið,frekar en að þetta séu veraldleg auðævi.Versti óvinur mannsins er maðurinn sjálfur,hann býr til fátækt og hungur og öll mismunum er frá manninum komin.

jobbi (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, Gaman hjá þeim

Bjarndís Helena Mitchell, 17.11.2007 kl. 23:39

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

hummmm, ég hef heyrt um allt mögulegt og ómögulegt í sambandi við trú og trúarlegar upplifanir... hef líka orðið vitni að geðveikislegri múgsefjun, en þetta.... þetta er alveg nýtt, að gull vaxi í höndum fólks..... well hvað getur maður sagt

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

annars góður pistill, þú ferð svo skemmtilega pent í þetta kona... alveg aðdáunarvert

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2007 kl. 23:48

9 identicon

Sammála síðasta ræðumanni - þú ert pen - en boðskapurinn kemst til skila - Nú verða Vestmannaeyingar líklega svo ríkir að göngin góðu verða písofkeik

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:53

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Trúin ER gulls ígildi, fyrir mig alla vega.

Ekki í formi auðs sem möl og ryð grandar heldur vonar og styrks til þess að takast á við verkefni daganna.

Ég efast um að sárþjáðir íbúar Afríku þarfnist gulls, tel frekar að þeir þarfnist ráða um sjálfsbjörg sér til handa í formi tóla og tækja, lyfja osfrv. sem við Vesturlandabúar getum af séð.

Það er léttvægt að spyrja spurninga sem þessarra, vissulega og má gaman henda að en...... trúin er mjög mörgum meðal annars mér lífsnesti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.11.2007 kl. 01:20

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

G.María, trúin er flestum mönnum mikilvæg, á óteljandi vegu, en þú hlýtur að skilja að fólk reki upp stór augu við að lesa þetta.  Ekki nema að það streymi eðalmálmar úr fólki "on regular bases" og það hafi farið meira og minna framhjá mér.  Fyrir mér er þetta heimsviðburður ef rétt er. 

Svo má tala mikið og lengi um hvað sé best fyrir Afríku (reyndar öllu fleiri lönd en í þeirri álfu sem búa við skelfilegar aðstæður).  Ég er á því að það mætti tala minna um það og gera í staðinn eitthvað í því og því skyldi Guð ekki gera það ef hann sér ástæðu til að gera kraftaverk á Íslendingi frá Vestmannaeyjum?  Við erum nú ekki beinlínis illa haldinn svona í samanburði.

Annars ætla ég ekki að fara að fullyrða um það hvort kraftaverk sé í gangi eða ekki, er ekki til þess bær, en óneitanlega þá rekur maður upp stór stór augu þegar svona kemur í fréttir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 01:32

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krakkar mínir, ég er mjög, mjög, mjög (Jenný Una er í gistingu og ég lituð mjög af orðinu mjög) vel upp alin

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 01:34

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Helga mín, blessi þig líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 08:03

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég tók þessu með "gullið sem óx í hendinni á henni" alls ekki bókstaflega.....  Bara sem eitt af því sem fólk segir í sambandi við trú og það hljómar nú ekki alltaf allt rökrétt í mínum eyrum

Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 08:37

15 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  "Fiskur út-gullgerð inn", í Eyjum.  Gott mál!  Amen

  Nei í alvöru, þá er bara jákvætt að fólk upplifi kraftaverk í gegnum trú sína, sem eru ekki að trufla aðra á nokkurn hátt.  Gull í höndum virðist mér saklaust og stórmerkilegt ef satt er.

Sigríður Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 10:35

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmm...glimmer og læti hjá Guði.  Maður að gera eitthvað til að peppa um þreyttan og úreltan kabarett.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2007 kl. 14:38

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Trúarbrögð eru kjaftæði og leiða til hættulegs siðferði. Það er furðulegt að kommagrænir dýrka Islam en hata kristni

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.11.2007 kl. 22:49

18 identicon

Þetta er nú allt saman satt, systir min var á móti í Kotinu á Suðurlandi síðustu helgi og þar fékk systir min gullduft á sig og gull í fyllingar. Dóttir hennar fékk enn fremur gullduft á sig. Skora á þá sem ekki trúa að drífa sig á samkomur og hitta einhverja af þeim hundruðum sem fengu gullduft á sig.

Með kveðju

Sigurður Einar 

Sigurður E (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband