Leita í fréttum mbl.is

Málamyndadómur

Maður réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með ofsafengnum hætti og að tilefnislausu.

Það kostar hann 5 mánuði í fangelsi.

Hann var líka dæmdur fyrir gripdeildir og hylmingu.

Sú staðreynd að 4 ára dóttir parsins horfði á árásina hefur ekki hrist neitt svakalega upp í dómurunum.

Þetta er ekki einu sinni klapp á kollinn í viðvörunarskyni.

Þessi dómur er svona "farðu að lúlla ljúflingur og ég skal vagga þér í svefninn" dómur.

Konan fær 300 þúsund krónur í miskabætur.

Þessi dómur er í boði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Ég áfram á vaktinni.

 


mbl.is Réðist á fyrrum sambýliskonu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Mér einmitt stendur ekki á sama með þetta "dómskerfi" okkar, og sem betur fer er fólk aðeins að opna augun þegar svona dómar eru gefnir út... Augun eru opin hérnamegin líka . En þetta er fyrir neðan allar hellur.

Bara Steini, 15.11.2007 kl. 16:31

2 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Æ Æ Æ  þetta dómskerfi á íslandi puff sástu dóminn sem maðurinn fékk sem misnotaði 6 ungar stúlkur á kynferðislegan hátt 2 1/2 ár!!!!!

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 15.11.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Alltaf jafn sorglegt þegar ofbeldisverk fá ekki þyngri dóma en raun ber vitni. Þetta er bara til háborinnar skammar.

Bjarndís Helena Mitchell, 15.11.2007 kl. 17:16

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir að vera á vaktinni...

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 18:41

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Vesalings börnin sem að horfa upp á svona ofbeldi, ég bara verð alltaf svo miður mín þegar ég sé svona mál. Vegna barnsins á að lengja svona dóma um nokkur ár !

Sunna Dóra Möller, 15.11.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband