Leita í fréttum mbl.is

Allt í lagi vinan

Ég hringdi út á vídeóleigu í gær og lét vita að ég myndi ekki taka mynd sem beið mín þar.

Þekki hvorki haus né sporð á einum einasta kjafti þar á bæ.

Ég lét sum sé vita að ég afþakkaði mynd.

Svarið sem ég fékk, frá konu á óræðum aldri var:

Allt í lagi vinanW00t

ARG

Flestir vilja manni vel,

líka ókunnugt fólk, en plís, gerið mér greiða, allir sem ég á eftir að hitta við möguleg og ómöguleg tækifæri, (og hér er ég að tala um ókunnugt fólk, eða fólk sem ég þekki lítið sem ekkert), ekki segja við mig:

Elskan,

Vinan,

Góða,

Gæskan eða

Vinkona

Arg, það er svo hroðalega pirrandi, ég tætist í öreindir.

Að öðru..

Hilma litla systir mín er að fara að gifta sig í desember.

Það verður veisla aldarinnar (Jón Ásgeir snæddu hjarta, þér er ekki boðiðDevil)

þá ætla ég að Haffa Kaman.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Allt í lagi vinan, ég skal hætta því

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.11.2007 kl. 09:35

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þegar ég var síðast kölluð "vinan" af ókunnugri konu var ég um fertugt en við þetta ávarp leið mér eins og ég væri ekki deginum eldri en þrettán! Það var ekki mjög gott.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.11.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

jájá góða..........!

Sunna Dóra Möller, 15.11.2007 kl. 09:39

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Elsku góða gæsku vinan, ég skal hafa þetta í huga

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 09:41

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið drepið mig ósvífnisboltarnir ykkar og gæskurnar mínar.  Aular

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 09:42

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég vil benda á yfirgengilega stillingu mína gagnvart þessu bloggi þínu, þegar allar mínar gressilegustu hvatir ólmast innra með mér. Ég segi ekki e-orðið, minnist ekki á g-orðið, hugleiði ekki v-orðið og læt ekki hvarfla að mér hitt g-orðið. For once I'm taking the high road  (og þetta tákn held ég að ég hafi aldrei notað áður).

Ingi Geir Hreinsson, 15.11.2007 kl. 09:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingi Geir: Þú ert ótrúlega brilljant svona árla morguns.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 09:54

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Hefurðu aldrei komið á Skagann? Þar eru allir ávarpaðir vinir, hver einn og einasti, ungir sem aldnir.

Spurru bara Gurrí, allir vinir á Skaganum.

Þröstur Unnar, 15.11.2007 kl. 09:57

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jeminn hvað ég skil þig, fæ gæsahúð og aumingjahroll þegar einhver ávarpar mig sem VINAN,

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.11.2007 kl. 10:39

10 identicon

Ég gerði þetta,hætti því snögglega þegar kona ein troppaðist í síma við mig þar sem ég endaði á að segja :Ég geri það sem ég get "vinan"verð samt að viðurkenna að ég skil þetta ekki til fulls,það er fjarri minni hugsun að tala niður til,er bara alin upp við þetta.Hef reynt að rökræða þetta í kreðsum og lítið komið út úr því,annað en það (sem er nóg )að fólk upplifir þetta mjög neikvætt.En af hverju ?hvað með "gæskan"sem ég ólst líka upp við ?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:42

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

OK gæskan ég skal muna það

Huld S. Ringsted, 15.11.2007 kl. 10:43

12 Smámynd: krossgata

Já góða mín og hvað ég skil þig vel gæskan.    Annars er það sem gerir þetta mest pirrandi er þegar þessi orð eru notuð af bláókunnugu fólki eins og þú komst inn á í pistlinum.  Þá snýst maður öndverður, en mér gæti ekki verið meira sama þegar amma segir þetta. 

krossgata, 15.11.2007 kl. 11:31

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi ekki orð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 11:43

14 identicon

ok love,,,,,,

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:51

15 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Viðkomandi gæti hafa verið að norðan.  Ég lenti í einum - sem var fæddur óumræddum árum á eftir mér og fannst viðeigandi að segja við mig:  Það er þarna niðri - væna!

Ég var viss um að maðurinn væri á lyfjum - kom svo í ljós að hann var Akureyringur.........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 15.11.2007 kl. 12:05

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leitt að þú gast ekki komið í gær. Langaði virkilega að hitta þig skemmtilega kona.

Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 12:37

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marta mín, kem næst.

Stelpur: Ég held að þetta fari svona í taugarnar á okkur konum vegna þess að það er oft verið að setja mann "på plads" með þessum elskufrösum.  Oftar en ekki er þetta vel meint, sagt í hugsunarleysi og í besta falli er þetta venja sem margir temja sér.  Ég segi elskan endalaust við dætur mínar, systur og vinkonur, en ég myndi aldrei segja þetta við ókunnugt fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 13:13

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Bókað ekki illa meint, en manni finnst þetta alltaf pínu "nedladende" einhvern veginn samt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.11.2007 kl. 15:52

19 identicon

Skall í gólf.

Haffa kamann og liffa, móðir góð ... ekki gleyma að lifffa !

Frumburðurinn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:33

20 identicon

Þú átt eftir að vera pirrað(ri sem) gamalmenni því á elliheimilum er ótrúlegasta fólk sem tekur upp á því að kalla heimilisfólkið elskan og vina... og meira að segja breyta sumir röddinni svona eins og þeir séu að tala við kettling. Það er eins og með annað, sumum finnst þetta hlýlegt og yndislegt en öðrum ömurlegt.

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.