Leita í fréttum mbl.is

Brassi undir tréð fyrir strákana.

Ég hlýt að vera orðin gömul, þ.e. eldri en ég er og hallærislega þenkjandi í þokkabót.

Ég fæ ekki skilið hvernig stelpur fíla að liggja inni á snyrtistofum, í móðurætt og láta tæta af sér hárin á viðkvæmum stöðum.  Úr því að smástelputrendið er orðið svona mikið möst, af hverju ekki að sjá um snyrtinguna prívat, inni á baði.

So far so good.

Nú er Brassi fyrir stráka orðið að tískufyrirbrigði.

Gæti orðið jólagjöfin í ár.

Það verður örtröð á læknavaktinni yfir jólin.

GMG hvað það hlýtur að vera sárt að láta reyta af sér punginn.

Og nú er ég komin algjörlega yfir mín eigin mörk um hvað mér finnst smekklegt að blogga um, en ég gat bara ekki staðist mátið.

Bjútíispein!

Obviously.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

OMG....mér varð illt við að lesa þetta ...ég get varla farið í litun og plokkun á augabrúnum án þess að nánast öskra það er svo vont....

Kannski er ég með lágan sársaukaþröskuld...en mér finnst það samt ekki eftir þrjár barneignir !

Allt er nú talið smart í dag...ég er ekki að fylgjast með það er ljóst....spurning um að senda húsbandið í svona !

Nú er ég komin út fyrir mín mörk og fer að sofa....góða nótt

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Mér finnst bara ógeðslegt að vera ekki með nein hár, hvort sem maður er karl eða kona. Kannski allt í lagi að snyrta en kommon . Mín skoðun er sú að þetta sé peningaplott og ekkert annað. Hver þarf raunverulega á snyrtistofum að halda? Ég myndi kannski fara á svoleiðis fyrir brúðkaupið mitt en ekki fyrir minna! Ég þoli ekki að láta "fagfólk" mála mig, hvað þá annað. Mér finnst það hafa slæman smekk á mig .

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 14.11.2007 kl. 23:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Minn kæri  þyrfti nú að vera meðvitundarlaus til að hægt væri að fara með hann í svona meðferð. Reyndar hef ég engan áhuga á sköllóttum kynfærum.  Skrítið þetta mannlíf.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mér er fyrirmunað að skilja neðanháratískunútímans, finnst konum á besta aldri bara alltí lagi að líta út að neðan eins og 10 ára stelpa, hvað er það? Sumar tala um sóðaskap, ég segi bara hefur fólk heyrt talað um neðanþvott, ( Já veit að nú færðu roða í kinnarnar,hehe) annars eru hér frábær tæki á öllum salernum í Finnlandi, sérstaklega þannig útfærð að hægt er að skola í hvert sinn sem farið er á klósett, allir hreinir og fínir.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.11.2007 kl. 23:41

5 Smámynd: krossgata

Ég skil bara ekki þetta hárleysisæði og satt best að segja finnst mér það  verulega.  Þú sagðir það sjálf "smástelputrendið".  Ef minn ekta myndi vilja losna við mig úr sínu lífi þá held ég ráðið væri að mæta hárlaus í dyngjuna.

krossgata, 14.11.2007 kl. 23:46

6 identicon

Nakinn pungur! 

Ég veit bara ekki hvort það minnir mig frekar á..... unga drengi fyrir kynþroskann eða gömlu mennina á elliheimilinu...... hvorugt tel ég kynæsandi.......  

Gillzenegger er náttúrulega bara sérkapítuli út af fyrir sig....... og það lið sem blotnar við að horfa á hann.... 

Díta (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:53

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Saknaði til þín í kvöld

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:19

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

....reyta af sér punginn.... LOL

Ég verð að viðurkenna að mér finnst huggulegra að karlmenn snyrti aðeins á sér hárið. Alls staðar... en brasilískt... kommon. Samt finnst mér einhvern veginn að hommar hafi rétt..  þeir eru svo krúttaðir eitthvað.

Konur VERÐA að snyrta. Algjör skylda.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 00:23

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú meinar þaaaað.....var víst eitthvað að flýta mér að lesa og sá fyrir mér Brassafernur undir jólatré.......

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 07:54

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko krakkar, auðvitað verður að snyrta, hm.. en rífa upp með rótum allan pakkann?I don´t think so.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 08:46

11 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég hef sagt það áður og segi það enn, ég er karlmaður og ég á að vera loðinn. Þessir brassavöxuðu dúkkulísustrákar, gef ekkert fyrir þá.

Ingi Geir Hreinsson, 15.11.2007 kl. 09:55

12 Smámynd: krossgata

Annars ef þetta er svona svakalega sóðalegt að vera með hár og það er svo hreinlegt að snyrta (lesist: svipta af), er þá ekki ráð að fjarlægja augnhár og augbrúnir líka? 

krossgata, 15.11.2007 kl. 11:24

13 identicon

Tja, ætli sér einhver að gæða sér á augabrúnunum væri kannski réttast að snyrta þær líka ;)

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband