Leita í fréttum mbl.is

Nauðgarar sitja áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, um að tveir karlmenn, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu í miðbænum um s.l. helgi (sjá þessa færslu frá því í morgun) sitji í gæsluvarðhaldi til 19. nóvember. 

Skelfing er gott að heyra að þeim er ekki sleppt lausum á þessu stigi málsins.

Mér finnst erfitt að segja það, en mér stendur orðið ógn af ofbeldisglæpum manna frá Balkanlöndunum, en þeir grunuðu munu vera frá Litháen.

Þeir sem þekkja mig, vita að ég berst gegn kynþáttahyggju með kjafti og klóm, en auðvitað eru þetta sláandi fréttir.

Samt er eins gott að muna það að Íslendingar fremja flest ofbeldisbrot hér á landi, bara svo einhver missi sig ekki út í rasisma.

Þetta er auðvitað vatn á millu rasistana sem víða er að finna á Íslandi, ekki hvað síst hér í bloggheimum (þó sjaldnast undir nafni).

Hvað um það, nauðgun er skelfilegur glæpur og ég vona að með þetta mál verði farið, svo sómi sé að.


mbl.is Gæsluvarðhald vegna nauðgunar staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Ég hugsaði einmitt það sama þegar ég heyrði fréttina.  Heyrði svo í útvarpinu seinnipartinn í dag að nauðgunum af hendi ókunnugra væri ekki nema 20% af heildinni og er það sama og síðustu ár, hefur ekki aukist.  En þetta er hrein skelfing, ekki færi ég ein milli húsa í miðborginni eftir 10 á kvöldin nema á bíl.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er ég sammála þér hér Jenný, hverju orði!

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 21:47

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Já, það er nauðsynlegt að muna það að Íslendingar fremja flest ofbeldisbrot og að flestar nauðganir eru framdar af kunnugum. Það er nefnilega SVO auðvelt að missa sig í einhverja fordóma og hræðslu gagnvart útlendingum sem stökkva fram úr húsasundi...

Svala Jónsdóttir, 14.11.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Ragnheiður

Já en sjást tölur um t.d. hópnauðganir ? Mér finnst það hafa verið undantekning fram að þessu en núna er amk 3 slíkar í rannsókn og því miður eru erlendir menn undir grun í þeim öllum.

Það hefur verið nóg um þetta hjá íslendingum en málið er að þeir menn sem hér eru heiðarlegir og vinna og standa sig í sínum málum eru farnir að líða fyrir þessa örfáu sem ekki virðast geta hagað sér eðlilega...það finnst mér synd og á meðan við reynum ekki að losna við þessa slæmu þá erum við ekki að gera hinum neinn greiða.

Einhversstaðar verðum við að draga mörk, ég vil frekar sigta menn inn heldur en að eiga á hættu að þurfa að standa í svona málum of oft. Pólitísk rétthugsun er minna virði að mínu mati en geðheilsa þeirra kvenna sem fyrir þessu verða.

Ragnheiður , 14.11.2007 kl. 22:08

5 identicon

Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði um að tveir menn hefður verið handteknir var að vonandi væri löggan þarna að ná mönnunum sem nauðguðu tveimur öðrum konum við svipaðar aðstæður fyrir mörgum mánuðum síðan. Þau mál upplýstust aldrei. Það gefur þó von um að það takist að taka einhverja af þessum ofbeldismönnum úr umferð. Það er skelfilegt til þess að vita hversu margir nauðgarar ganga lausir

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:20

6 identicon

Það sem ég hef aldrei skilið er af hverju mér kemur það við hvort dæmdir / fyrirhugaðir eða hugsanlegir afbrotamenn eru frá Húsavík eða Ísafirði, Litáen eða Lichtenstein.

Bítsmí!

ab (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:29

7 identicon

Það er kannski ekki skrýtið að flestir glæpir hér á landi eru framdir af Íslendingum þar sem þeir eru jú fjölmargir hér í heimalandinu en ég get ekki annað en  ímyndað mér að hlutfallslega eru menn frá fyrrum austantjaldslöndunum mestu glæpahundarnir sem hér finnast.

Ég man ekki eftir að hafa heyrt um eina einustu hópnauðgun áður en þessi mikli fjöldi af erlendum verkamönnum fór að streyma til landsins síðustu misseri og hef aldrei heyrt um að Íslendingar hafa átt í hlut.

Mér finnst alveg eðlilegt að við leyfum okkur að neita dæmdum sakamönnum frá öðrum löndum um dvalar- og atvinnuleyfi. Ég er líkar viss um að það myndi fækka glæpum hér heilmikið og vera til batnaðar fyrir þá heiðarlegu útlendninga sem hér dveljast í góðum tilgangi

Til að laga vandamálið þarf að greina það fyrst og mér finnst sjálfsagt að það sé tekið fram hvaðan viðkomandi brotamenn eru.  Svo á að kasta þeim útlendingum sem gerast brotlegir við lög úr landi strax eftir afplánun.

Stefán Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:08

8 Smámynd: krossgata

Fólk frá Balkanlöndunum er af sama kynþætti og við, strangt til tekið því ekki rasismi að agnúast út í það.   Það getur auðvitað verið útlendingahræðsla, en ekki rasismi.

En það er svo bara nákvæmlega sama hvaða litarhátt ofbeldismaður hefur eða frá hvaða landi hann er, hann á að standa skil gjörða sinna.

krossgata, 14.11.2007 kl. 23:10

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála því að þjóðerni skiptir ekki máli hvað þetta varðar frekar en annað, ofbeldið er jafn slæmt hver sem fremur það.  En þessar fréttir eru ógnvekjandi og ég á sjálf í vandræðum með að túlka þessa þróun.  Það hefur ekkert með rasisma að gera, síður en svo.  Manni fallast bara hendur.

Stefán það mun vera vaninn að senda fólk úr landi eftir afplánun alvarlegra afbrota.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 23:20

10 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ójú, það voru sko alveg hópnauðganir hér á landi áður en erlendum verkamönnum fjölgaði.

Ef við tilgreinum þjóðerni grunaðra glæpamanna, á þá ekki líka að tilgreina t.d. hvaðan af landinu þeir eru ættaðir og í hvaða hverfi þeir búa. T.d. Grafarvogsbúi kærður fyrir nauðgun, eða Sunnlendingur handtekinn fyrir ofbeldisglæp?

Svo held ég að það þurfi að segja upp EES samningnum ef fólk ætlar að sigta út hvaða Evrópubúar mega koma hingað.

Svala Jónsdóttir, 14.11.2007 kl. 23:30

11 identicon

Í minni sveit væru þessar tíðu fréttir af grófum húsasunds hópnauðgunum framdar af gestum okkar frá Balkanlöndunum kallað gróf misnotkun á gestrisni okkar og varla hægt annað en athuga hvort gesturinn sé yfir leitt húsum hæfur.
Fleiri hér að ofan skrifa að íslendingar fremji flest afbrot hér á Íslandi eins og það sé einhver frétt eða komi einhverjum á óvart.
Gaman væri að sjá nýjar tölur um þjóðerni geranda í alvarlegum glæpum hér á Íslandi svo fólk geti gert sér grein fyrir hvernig ástandið er í raun og veru.Í Noregi eru staðreyndir um sakamál og þjóðerni geranda birtar reglulega og þykkir sjálfsagt mál og því ekki hér líka.
Eins og segir einhverstaðar þá leynast úlfar í mörgu fé og fólk hlýtur að hafa rétt til að vita hvað og hvern helst ber að varast og ekki síst nú á tímum galopinna landamæra.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:14

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það fór um mig þegar ég sá í fréttum að þessir menn væru frá Litháen. Viðurkenni það fúslega að ég hugsaði... helvítis.. gat nú verið... og allur sá pakki.

Svo var mér kippt niður á jörðina þegar ég heyrði í þættinum Reykjavík síðdegis að maður af erlendu bergi brotinn hringdi og var mikið niðri fyrir. Hann talaði með miklum hreim en góða íslensku og greinilega einn af þeim sem er hingað kominn og vill aðlagast og tala málið. Hann talaði að sjálfsögðu fyrir munn allra þeirra innflytjenda sem eru hér til að öðlast betra líf, vinna hörðum höndum til þess og eru heiðarlegir og nýtir þjóðfélagsþegnar. Var einmitt að velta fyrir sér þessum tölum... hlutfall íslendinga og útlendinga sem gerast brotlegir við lögin. Fannst að sér vegið og leiðinlegt þessir fáu sem sverta hina.

Það er vissulega vandlifað í henni veröld.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 00:32

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

tvö mail. svara strax

Jóna Á. Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 00:57

14 identicon

Það sem ég þoli ekki í íslensku samfélagi í dag er alltaf þetta *eyða* umburðarlyndi. Allir eiga að vera góðir við aumingja útlendingana.

Sannleikurinn er sá að þessir menn eru eflaust búnir að vera hér á landi lengi vel, orðnir kynsveltir, ef svo má að orði komast, þar sem að langflestar íslenskar stelpur fyrirlíta þessa menn. Þannig grípa þeir til þess að ráðast svona hrottalega á þær. Þeir eru ástæðan fyrir því að skemmtanalífið í miðbænum er búið að gjörbreytast og núorðið er orðið hættulegt fyrir stelpur að fara í bæinn. Flestir sem ég hef spurt vilja ekki sjá þetta fólk í miðbænum; Þetta er svona dálítið eins og að mæta í afmæli sem þér var ekki boðið í.
Ég vil taka það fram að ég er ekki að tala um hvað við ,,þurfum útlendingana fyrir atvinnulífið", þannig að allir þeir sem ætla nú að fara að taka upp hanskann fyrir þetta fólk þegar þeir lesa þetta mega halda aftur af sér. Ég er að einblína á neikvæð áhrif útlendinganna, og ég geri mér grein fyrir því.
Útlendingar í heild á Íslandi eru kannski orðnir 15-20%. Af því eru pólverjar um 10%, asíubúar og aðrir eru kannski 5% og þá eru litháarnir eftir með um 3-5%. Samt er þessi litli hluti samfélagsins ábyrgur fyrir fjölmörgum innbrotum, þjófnuðum og síðast en ekki síst, nauðgunum upp á síðkastið.
Á skemmtistaðnum Yello í Keflavík hefur Pólverjum og Litháum verið neitað um aðgöngu nýlega og forsvarsmenn staðarins segja að ofbeldi og áreiti á staðnum hafi snarminnkað. Ég er svo gjörsamlega hlynntur slíkum bönnum, ef eigendur telja sig verða fyrir minna tjóni ef þeir gera það, þá ættu þeir að geta gert það án þess að vera úthrópaðir rasistar.
Af 15 austantjaldsmönnum sem komu til landsins um daginn voru 10 HIV-smitaðir.
Auðvitað heyrir maður aldrei um heiðarlega hluta útlendinganna, sem reyna að aðlagast og læra málið enda tel ég það einfaldlega vera sjálfsagðan hlut og skyldu þeirra sem nýrra þegna.

Ég er bara orðinn svo þreyttur á því að horfa upp á fallega landið sem ég ólst upp í breytast í land þar sem fólk getur ekki lengur labbað óhrætt niðrí miðbæ af ótta við fólk sem hefði kannski aldrei átt að hleypa inn í landið til að byrja með. Einnig er ég orðinn rosalega áhyggjufullur um að íslenskt samfélag og mál eigi eftir að hverfa í þessu ,,yndislega" fjölmenningarsamfélagi sem einhver orðaði að ,,væri til sem falleg hugmynd, en gæti aldrei orðið að veruleika", dæmi múslímar í Danmörku og Jyllands Posten fíaskóið.

Endilega segið ykkar skoðun en guð hjálpi mér, ekki segja bara rasisti, og vinsamlegast svarið málefnalega.
kv. Halldór

Halldór Andri (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband