Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Hrottaleg nauðgun
Nú er verið að rannsaka nauðgun sem átti sér stað í miðbænum um helgina. Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. nóvember.
Nú eru ódámarnir tveir saman.
Þeir hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar.
Samtaka þar líka félagarnir.
118 nauðganir hafa verið kærðar á árinu.
"Þótt einungis hafi verið búið að kæra eina nauðgun í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar, leituðu fimm konur til neyðarmóttöku nauðgana við bráðamótttöku Landspítalans um nýliðna helgi, að sögn Eyrúnar B. Jónsdóttur deildarstjóra. Fjórar þessara nauðgana urðu á höfuðborgarsvæðinu og ein úti á landi. Eyrún sagði að því miður kæmu oft upp nokkur nauðgunarmál um helgar því þessi tegund ofbeldis, líkt og annað ofbeldi, væri svo tengd skemmtanalífinu. Hún sagði að brotin væru ekki alltaf kærð strax og sagði óljóst nú hve mörg brotanna um nýliðna helgi yrðu kærð."
Þarf ekki að fara að taka til hér og þar?
Mér sýnist það.
ARG.
Tveir grunaðir um hrottalega nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það þarf tiltekt allt frá öryggi borgarana til dómsstólanna. Þessar fréttir eru óhugnalegar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:04
Óásættanlegt að þetta sé svona. Þyngja kynferðisbrotadóma,OG AÐSTOÐ OG EFTIRFYLGNI FYRIR FÓRNARLAMBIÐ EINA LENGI OG HÚN/HANN ÞARF.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:09
Þetta er rosalegt, ekki gerði ég mér grein fyrir því að á annað hundruð nauðgana gerist á klakanum árlega.
Þetta eru helv getulausir aumingjar sem á að loka inni sem allra lengst, skylda að ganga til geðlæknis/sála og vana ef þeir láta sér ekki segjast
Ef er útlendingur þá láta þá taka út dóm(Verst að þetta er eins og hótel hér heima) og senda svo heim án möguleika á að koma hingað aftur EVAR
DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:21
Brynja, ölvunin er ENGIN AFSÖKUN fyrir afbrotinu. En jú, auðvitað er betra að vera með fullum sönsum - alltaf. Fullgróft samt að segja lausnina fólgna í því að kvenkynið megi ekki fara út að skemmta sér.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 10:22
fólkið sem vinnur einsog á neyðarmóttöku nauðgana er að sjá raunveruleikann einsog hann er að heyra af einni og einni kæru gegnum fréttir er engan vegin það sama
ég vil taka undir að það er engin lausn að láta konur sífellt breyta hegðun sinni, auk þess sem það er engin trygging
halkatla, 14.11.2007 kl. 10:25
Obb, obb, obb, Brynja Dögg, þarna fórstu óvarlega - þetta hljómar eins og konur eigi að halda sig heima, ,,ekki fara á staði sem selja áfengi" svo þeim sé ekki nauðgað ??? .. Það er rétt að ofbeldismenn nýta sér ástand fórnarlambs - en það ætti ekki ásaka fórnarlambið um það.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 10:26
Sammála Hildigunni, við getum ekki gert konur á þennan hátt ábyrgar fyrir ofbeldinu! Það er svo merkilegt að það er alltaf verið að finna ástæðu hjá konunni sjálfri fyrir því að hún er beitt ofbeldi! Ekki drekka of mikið, ekki klæða þig ögrandi, ekki reita karlmenn til reiði os.frv.
Ég bara get ekki tekið undir þetta! Ábyrgðin liggur annars staðar, hjá þeim sem beita ofbeldi!
Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 10:28
Já þessar fréttir eru óhugnanlegar en mér finnst líka ömurlegt þegar konur eru gerðar ábyrgar fyrir nauðguninni eins og kemur fram í athugasemd hjá Brynju Dögg.
Konur eru aldrei ábyrgar fyrir nauðgun, einungis þeir sem framkvæma hana.
Huld S. Ringsted, 14.11.2007 kl. 10:46
En þarf ekki að fara að skoða það samfélag sem við erum að búa okkur og framtíðinni.
Ég fer ekki ofan af því að samfélagið hefur tekið heljarstökk síðustu 5 ár. Við erum að grafa öll okkar fornu gildi og hlaupa í framtíðina sem eitthvað allt annað en við erum.
Ég er bara viss um það að við stöndum ansi illa miðað við höfðatölu með margt. Gjaldþrot, fjársvik, drykkju, eiturlyfjaneyslu, einstæðir foreldrar, skilnaðir, morð, nauðganir, auðgunarbrot.
Á meðan að allir tala um ríkustu þjóð í heimi þrífst stöðugt meira bull. Sem faðir þriggja stúlkna finnst mér ógeðslegt að hugsa til þeirrar ógnar sem virðist bíða þeirra ef þær vilja fara út að skemmta sér á Íslandi.
En það þarf að fara að skoða þetta samfélag okkar. Ekki bara út frá því að menn hætti að pissa utan í veggi á nóttinni, heldur STÓRAUKA fjármagn til löggæslu borgaranna og fara að reyna að spyrna við áður en lengra verður sokkið.
Magnús Þór Jónsson, 14.11.2007 kl. 10:52
Magnús Þór skrifar: "Ég er bara viss um það að við stöndum ansi illa miðað við höfðatölu með margt. Gjaldþrot, fjársvik, drykkju, eiturlyfjaneyslu, einstæðir foreldrar, skilnaðir, morð, nauðganir, auðgunarbrot."
Finnst þér rétt að setja t.d. "einstæðir foreldrar og nauðganir" undir sama hattinn ? Annað er hrikalegur glæpur og hitt er ástand sem kemur við skilnað eða dauðsfall maka. Það koma margir ágætlega heilir út úr uppeldi einstæðs foreldris - og engin trygging fyrir ágæti viðkomandi að alast upp hjá tveimur foreldrum...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 11:17
Það er mér með öllu óskiljanlegt að karlmenn skuli geta nauðgað konum. Hvernig getur einhverjum dottið slíkt í hug.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.11.2007 kl. 11:26
Hvernig eru einstæðirforeldrar vandamál í þjóðfélaginu Magnús? Ég hef verið einstæðmóðir og ekki hefur það valdið neinum þjóðfélagslegum vandamálum. Ég er með háar tekjur, frábært barn og finnst ég ekki þurfa að vera í sambúð til þess að lifa góðu lífi. Stundum er vandamálið fordómar gagnvart minni hluta hópum, eins og að gera ráð fyrir að allir einstæðirforeldrar eru fátækir og slæmir fyrir þjóðfélagið.
Konum er nauðgað þegar að þær eru að fara heim úr vinnu ofl. Þótt að þessi kona hafi verið mjög drukkin þá átti hún þetta ekki skilið. Kerfið hefur brugðist mörgum konum í svona málum og okkar fordómar hjálpa þeim ekki. 90% af nauðgunum eru ekki kærðar og það er skiljanlegt þegar að fórnarlmabið upplifir svona viðhorf.
Einstæðkona (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:29
Ég á nú ekki til orð hvernig þetta er á þá konur að loka sig inni lok og læs þær hafa fullan rétt á því að skemmta sér eins og karlamen án þess að vera nauðgað það líður ekki svo helgi að nauðgunarbrot er framið á konum en eins og eitthver, sagði bara ekki vera einar á ferð.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.11.2007 kl. 11:49
Hvaða kona sem er, má ganga í þeim fötum sem henni sýnist og hún má jafnvel drekka sig fulla, ef henni finnst það eitthvað gott ! En með því er hún ekki að gefa út veiðileyfi á sjálfa sig handa nauðgurum !! Reyna kannski að vera ekki einar á ferð, ef það er mögulegt, það býður greinilega hættunni heim.... Það á að geld.... gera eitthvað ljótt við svona kallaógeð
Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 12:02
Ég verð nú að segja að það er ekki hægt að kenna kvenfólki um þetta, við konurnar eigum rétt á því að klæða okkur eins og við viljum, hella okkur pissfullar og við eigum líka rétt á því að labba einhverstaðar aleinar ef við viljum.... En það er ekki óhætt, því miður er staðreyndin svo. Ég kenni nauðgurunum um, þetta er eitthvað í þeirra haus, hvað sem það er þá er það óskiljanlegt.
En það er sam t ekki hægt að kenna klámi um þetta og hvernig auglýsingar eru nú í dag. Ég horfi á auglýsingar og ég horfi á klámmyndir ásamt mínum manni og ekki get ég sagt að ég vilji rjúka út og nauðga einhverjum og ég get það sama sagt um kallinn.
Ef það á að leita að ástæðu þá er það meira en bara eitthvað eitt í flestum tilvikum og við vitum öll hvað internetið hefur upp á að bjóða, þó ég hafi nú aldrei kannað það sjálf. og það eru einnig líkur að það séu síður eða eitthvað álíka um nauðgun það kæmi mér allavega ekki á óvart, en samt sem áður, nauðganir voru líka hérna í gamla daga, fyrir tíma internets og nekt í auglýsingum. Spurning hvort það hafi ekki bara verið meiri skömm í því að játa að þetta hafi gerst fyrir konu eða láta eins og ekkert hafi í skorist? Þótt það sé búið að aukast í dag, er það eitthvað mikið meira en það hefur alltaf verið? svona miðað við fólksfjölda?
En ég segi já okkur vantar meira öryggi fyrir okkur konurnar, það væri kannski ekkert vitlaust að fara ganga um með piparúða og annars slíkt eins og gert er út í heimi??
Ólöf (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:32
Ólöf: Piparúði og slík vopn eru því miður, oft notuð gegn konunni sjálfri, þe. vopnið tekið af henni og notað á hana. Vafasamt og kannski falskt öryggi, ég veit ekki. En eins og Beta segir, þá verður ekki bæði haldið og sleppt. Klámmyndabransinn á sök á misnotkun kvenna og barna í svo stórum stíl að það er óforsvaranlegt.
Beta: You said it girl.
Það eru bullandi fordómar í þjóðfélaginu og þó fólk vilji vel þá byrgja þeir mönnum oft sýn. Magnús, maður nefnir ekki einstæðar mæður í upptaliningu á gæpnum nauðgun, svo eitthvað sé nefnt. Einstæðir foreldrar eru ekki sjúklegt ástand, það er eðlilegt ástand og hefur ekekrt að gera með umræðuefnið. En ég skil hvað þú ert að fara. Að sjálfsögðu hefur hegðun, útlit, klæðaburður, menntun, litarháttur, fas, viðhorf, starf, staðsetning kvenna osfrv. EKKERT að gera með hvort þeim er nauðgað eða ekki. Það þarf ekki einu sinni að ræða.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 12:44
Er einhver hissa, dómar fyrir nauðganir eru nánast engir, menn fá þyngri dóma fyrir að stela lambalæri.
Það hafa verið sendir undirskriftalistar og allskonar tilmæli ekkert dugar. Við verðum sennilega að fara að vera háværari í mótmælum. Þetta gengur ekki lengur. Sennilega eru þetta mikið til sömu mennirnir, sem vita að þeim er ekkert refsað, því dómarar þessa lands telja nauðgun ekki vera glæp sem dæma á fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 12:51
Meðalfangelsisdómur fyrir nauðgun í Bretlandi er 7 ár og þykir mörgum það vera alltof lágt, sbr. þessa frétt á BBC. Eins og Cameron bendir á: "sex without consent is a criminal offence". Nauðgari hefur val um hvort hann ætlar að nauðga eða ekki, það er ekki eins og hann sé tilneyddur að nauðga ef kona er ölvuð eða í stuttu pilsi.
Hvenær fer annars Hótel Sögu-málið fyrir Hæstarétt? Ég lifi í voninni að ég sé frá siðmenntuðu landi og að dómnum verði snúið við þar.
Judith, 14.11.2007 kl. 13:40
Mér þykkir þetta alveg hörmulegt að slíkt hafi gerst fyrir eins frábæra og góða konu sem um er talað! Það vill svo til að ég þekki þessa persónu og lenti í að keyra henni á bráðamóttöku eftir þennan skelfilega atburð. Þetta var mun alvarlegra en getið er um í fréttum og sárnar mig mjög að lesa fréttaflutning teingdann þessu máli! Það er eins og fréttamenn kynna sér ekki málinn áður en þeir byrja skálda fréttir enda er frétt um þetta mál langt frá því sem í raun gerðist! Í fyrstu kom RUV því á framfæri að þarna hafi verið um að ræða pólverja en í raun voru litháar og að hún hafi verið að drekka með þessum ruddum? Í raunveruleikanum var þessi umræda kona ein heima meðan dóttir hennar var að vinna á bar. Dóttir hennar bauð henni í heimsókn til að fá sér einn bjór og tala við sig meðan hún var á vakt. Þessi kona tók því og labbaði til dóttir sinnar. Þessir umræddu ruddar voru þá staddir á sama bar og hafði hún ALDREI nein samskipti við þessa rudda! Þeir létu mikið fyrir sér fara og var vel tekið eftir þeim enda miklir ruddar með sora kjaft reinandi við allt sem hreyfðist. Kona þessi kláraði sinn bjór og kvaddi sína dóttir en þá voru umræddir men farnir fyrir 30min. Á leið sinni heim stutt frá barnum stekkur maður á hana og annar bíður í sundi. Þar er henni misþyrmt hörmulega og reyndi hún allt sem hún gat til að sleppa frá. Hún öskraði úr sér röddina meðan þeir spörkuðu og hrækktu á hana. Þessi áras stóð ekki leingi yfir en eftir hana var greiið konan marinn um allan líkama. Stórt handafar er um háls hennar og föt hennar rifinn í tætlur. Ég hef aldrei á minni ævi séð eins hörmulega sjón þegar ég sá hana. Hún var það brotinn að hún gat eingaveginn tjáð sig um það sem gerðist. Ég faðmaði hana alla nóttina og náði að sannfæra hana um að ég mundi keyra hana niðrá spítala til að athuga hana því ég hafði það miklar áhyggjur af henni. Þessi kona er eitt yndi, sterk og góð sál. Núna eftir þennan hörmung fer hún ekki út fyrir hús og liggur hálf lömuð uppí rúmi. Ég á varla til eitt orð yfir að svona hörmungur geti átt sér stað. Hún gat vel lýst þessum ruddum því þeir voru báðir með þekkjanleg einkenni og eftir nánar athugun var hægt að fá myndir af þeim frá barnum. Í ljós kom að þessir menn hafa verið hér á landi í mánuð og því mi'ður ekki fyrsta sinn sem þeir leika þennan leik á laugaveginum. Hún er sú fyrsta sem hafði kjark til að kæra þennan viðbjóð! Ég verð að hrósa lögreglu fyrir vel unnin störf því þeir voru mjög fljóttir að vinna í þessu og ná þessum ruddum. Nú vonar maður að þetta mál renni fljótt í gegn og þessum mönnum verði refsað. Ef ekki verð ég mjög sár gagnvart íslenskuréttarkerfi. Ástæðan að ég skrifa þetta er einfaldlega útaf því að ég vill að fólk viti sannleikan og vonandi mun þetta hjálpa öðrum að passa sig því þetta getur gerst fyrir hvern sem er! Það þarf ekki nema svona atvik til að eiðilegja heila fjölskyldu eins og þetta mál gerði!
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:26
Að sjálfsögðu er konan aldrei ábyrg með ögrandi klæðaburði eða vera ein á ferli. EN hún er HINS VEGAR að AUKA LÍKURNAR Á að eitthvað komi fyrir. Ef ég geng einn um miðbæinn kl 6 á laugardagsmorgni er ég þá ekki að AUKA LÍKURNAR á að lenda í einhverju ? Staðreyndin er að það eru AUKNAR LÍKUR á að eitthvað svona gerist með því t.d. að vera þvælast einn á ferli í miðbænum, sem ég geri helst ekki. Þetta var nú bara svona pæling.
kv. Flyer.
Flyer (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:02
Auðvitað á kona að geta drukkið sig eins fulla og hana langar, eða klæða sig eins lítið og hana langar. Ábyrgðin getur aldrei verið hennar.
Mér þykir full mikil einfeldni að kenna klámiðnaðinum um nauðganir. Mér vitanlega hafa nauðganir fylgt mannkyninu frá örófi alda. Ég veit reyndar ekki hvort klámiðnaður hefur þekkst jafn lengi, eða í hvaða formi. Allavega er kvikmyndaiðnaðurinn ekki nema aldargamall, svo varla getum við kennt klámmyndum um nauðganir, fyrir þann tíma. Vandinn hlýtur að liggja annars staðar.
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:09
Ójú, klámiðnaðurinn á ekkert alla sök en það er allavega margsannað að hann kemur ekkií staðinn fyrir nauðganir, fólk fær ekkert næga útrás við að glápa á klám, þá vill það iðulega meira. Og þeir sem ekki geta fengið slíkt með góðum og löglegum hætti fara mögulega út og nauðga, ekki satt? Allavega hluti þeirra.
Hvers vegna, Ólöf, horfið þið kallinn á klám? Dugar það, eða er það forleikur? Þið þurfið ekkert að fara út að nauðga, þið hafið jú hvort annað til að nýta æsinginn sem klámið veldur. Það hafa ekkert allir.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:30
væri gott að sjá hversu margir af þessum nauðgurum eru útlendingar, held að þessi fjölgun nauðgana sé vegna letta og pólverja
Haukur Kristinsson, 14.11.2007 kl. 20:43
Skelfilegt að heyra um konuna sem fyrir þessu varð. Takk fyrir að deila þessu með okkur Jón.
Takk þið öll fyrir málefnalegar umræður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 21:35
Viðar Guðjohnsen
Mér þykir þú frakkur að nota athugasemdakerfið mitt til að básúna út þessum ljóta boðskap sem þú stendur fyrir. Vinsamlegast gerðu það ekki aftur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 14:03
Það er mjög slæmt mál ef fólk getur ekki strokið um frjálst höfuð hér á landi og löggæsla ekki nægilega öflug til að tryggja það.
Hugsanlega er við vopnalögin að sakast, sem kunna að vera úr takti víð tímann. Litháarnir tveir, sem eru í frásögn Viðars hér að ofan , hefðu vart þorað að brjóta af sér svo freklega hafi fórnarlambið getað skotið þá plokkfisk. Þeir hefðu allavega ekki hlegið mikið.
Alkahól er hinsvegar ekki heppileg samblanda við vopnaburð, þannig að betri lausnir verður líkast til að finna í þeim efnum.
Svo er það kannski spurning að taka upp kviðdóm enn á ný, en slík skipan myndi líkast til færa refsingar til átt við það sem almenningur telur heppilegast hverju sinni þ.e. ef það væri í hans verkahring.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.