Leita í fréttum mbl.is

Ruslblogg

1

Ég vaknaði í morgun, eins og vanalega, nema að þessu sinni fór ég öfugu megin fram úr rúminu.

Ég byrjaði á að draga fána að húni, syngja þjóðsönginn, hylla forsetann og ríkisstjórninaW00t

Síðan fór ég með mínar hefðbundnu morgunbænir.Halo

Mér leið nokkuð vel.

Dagur sykursjúkra er í dag og í tilefni dagsins batt ég bláa slaufu á insúlínsprautuna og sprautaði mig síðan með viðhöfn.  Það var mjög hátíðlegt.

Ég hafði gleymt hálffullri sódavatnsflösku á borðinu í gærkvöldi.

Af minni alkunnu röggsemi, arkaði ég með viðkomandi flösku til tæmingar í eldhúsvask.

Ég rankaði við mér þegar ég var búin að tæma hana í ruslafötuna!!!

Það er eitthvað reglulega sjarmerandi við það að þrífa ruslaskáp fyrir dögun.

Án þeirrar reynslu hefur maður ekki lifað!!

Að þessu sögðu, geri ég aðra tilraun með start á degi.

Ég er farin að sofa.

Lífið er dásamlegt.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Örugglega mjög sérkennileg upplifun að fylgjast með þér fara á morgnana  Sofðu vel

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 08:47

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Vonandi ertu samt ekki alveg í rusli !

Hvíldu þig vel og vonandi tekst vakn 2 betur !

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 08:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe Jenný mín mundu að fara réttu megin fram úr þegar þú skríður á fætur aftur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 08:59

4 Smámynd: Ester Júlía

Hahahahaha...sé þig í anda hella úr flöskunni í ruslið!  Þetta er eitthvað sem ég gæti vel átt að til að gera, fegin að ég er ekki ein.

Vonandi nærðu að hvílast vel - veitir víst ekki af

Ester Júlía, 14.11.2007 kl. 09:00

5 identicon

Tíhíhí í ruslafötuna Þetta fannst mér fyndið

Bryndís R (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:36

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Svona hlutir slá mig ekki útaf laginu, þekki þetta af eigin raun,hehe Hef átt það til að ætla henda rusli á leið minni í skólann, en mæti þess í stað  með ruslapokann hangandi á hendinni inn í tíma....... dhhöö. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.11.2007 kl. 09:47

7 Smámynd: Einar Indriðason

"Ég byrjaði á að draga fána að húni, syngja þjóðsönginn, hylla forsetann og ríkisstjórnina."  Þetta var nóg fyrir mig.  Jú, þú hefur farið fram úr vitlausu megin í morgun.  Ekkert flókið við það.  (Svo lá leiðin nú frekar niður á við, heldur en hitt, þar til þú skreiddist upp í rúm aftur.)

Náðu nú þessari "þjóðhollustu" úr þér.

Einar Indriðason, 14.11.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987172

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband