Leita í fréttum mbl.is

Bloggtimburmenn

Í dag hringdi síminn, ring, ring, ring.  Ég svaraði.  Vinkona mín úr fortíðinni var í símanum.

Eftirfarandi samtal átti sér stað:

Hún: Þú varst að skálda þetta með hringinn er það ekki? (þessi færsla)

Moi: Nebb.

Hún: Jú, víst, þetta getur ekki hafa gerst því þú hentir hringnum á árshátíð Aðalverktaka á Hótel Sögu og ég var vitni að því.

Moi: Það var þá.  Þetta var annar hringur og annað tilfelli.

Hún: Þú ert biluð, ég sver það, stórbiluð.  Ætlarðu aldrei að fullorðnast?

Moi: Ég er löngu hætt að henda hringjum og yfirleitt öllu.  Ég hendi ekki nokkrum sköpuðum hlut lengur.

Hún: Þú hefur ekki hent hringnum, ég trúi því ekki.

----

Ég er enn að velta því fyrir mér af hverju henni finnst það svona ótrúlegt.

Ég var 24 ára (eða u.þ.b.)

Ég var ung og ör og á þessum tíma voru orðin ekki nóg, aðgerðir þurftu að fylgja.

---

En hvað um það.  Hringurinn flaug, en það má svosem geta þess að þessi eiginmaður fjárfesti í öðrum hring nokkru seinna. 

Ég hef alltaf átt svo góða menn.

Amen og úje

P.s. Ég vildi ekki svekkja vinkonuna, né þá sem lesa, að hér er reglulega tekið skáldaleyfi.  Ekki alltaf og aldrei að vita hvar. Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Vó var þetta bara framhaldssaga eða hringavitleysa í mörgum þáttum ? Knús á þig

Ragnheiður , 14.11.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 01:03

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Skáld taka sér skáldaleyfi öðru hverju. Þannig er það nú barasta. Knús á þig fyrir nóttina

Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 01:12

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég var að setja fyrirsögnina í samband við færslu AAARGGHHH

Jóna Á. Gísladóttir, 14.11.2007 kl. 01:13

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þú ert frábær

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 08:27

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Hmm það varst þá þú sem fleygðir þessum hring í hnakkann á mér á Borginni hér um árið? Eða var ég bara saklaust fórnarlamb voðaskots? 

Ingi Geir Hreinsson, 14.11.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 2987179

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband