Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Hættu að tala fréttamaður..
..eða eitthvað þ.u.l. finnst mér, veðurstofustjóri vera að segja í yfirlýsingu sinni sem Veðurstofan sendi frá sér í dag, vegna fréttaflutnings RÚV (s.l. laugardag) af einelti innan stofnunarinnar, sem fyrst var fjallað um í ágúst s.l.
Fyrir utan tölulegan misskilning sem leiðréttur var í fréttum sjónvarps í kvöld, stendur fréttastofa RÚV við sína frétt.
Veðurstofustjóra finnst að um persónuleg og erfið mál eins og einelti sé vandasamt að fjalla um í fjölmiðlum og ég get svo sem alveg tekið undir það.
Ég myndi þó kjósa umfjöllun frekar en skipulagt andlegt ofbeldi á vinnustað, sem stóð yfir lengi og gagnvart fleiri en einum einstaklingi.
Sá starfsmaður sem fyrir eineltinu varð, í þetta skipti, er nú í árs launalausu leyfi frá Veðurstofunni. Starfsmanninum er gert að leita sér aðstoðar í mannlegum samskiptum. Sniðugt. Þolandinn fer til sálfræðings eða geðlæknis og á að koma með vitnisburð úr meðferðinni þegar hann kemur aftur til starfa. Gerandinn fékk áminningu en starfar áfram eins og ekkert sé mínus mannaforráð (má maður treysta því?).
Ég yrði svakalega hissa, ef þessi starfsmaður kæmi til baka. Með vitnisburðinn upp á vasann.
Hver gerðist´eiginlega brotlegur hérna?
Þá mótmælir Veðurstofan harðlega framsetningu fréttastofunnar í málinu, allt frá því að fréttaflutningur af því hófst í ágúst sl. Í yfirlýsingunni er gert lítið úr vandamálunum. Þar stendur m.a. þetta:
"Staðreyndin er sú að Veðurstofa Íslands er góður vinnustaður, þar sem fjölmargir sérmenntaðir starfsmenn leggja sitt af mörkum við að veita landsmönnum öllum afar mikilvæga þjónustu. Samskiptavandamál eru fjarri því að vera stórfellt vandamál hjá Veðurstofu Íslands. Í könnunum sem gerðar hafa verið um samskiptavandamál hjá ríkisstofnunum hefur Veðurstofan verið í meðallagi."
Það er þetta sem ég er að tala um þegar mér finnst þessi yfirlýsing vera skipun til fjölmiðla að vera ekki að reka nefið í það sem þeim kemur ekki við. Þeir á Veðurstofunni eru að þjónusta okkur landsmenn, og starfsmennirnir eru fjölmargir og sérmenntaðir. Það breytir náttúrulega öllu. Það kallast þá væntanlega akademiskt einelti og er örugglega mikið flottari en einelti á öðrum vinnustöðum sem ekki státa af "fjölmörgum sérmenntuðum" starfsmönnum. Fyrirgefið á meðan ég kasta upp.
Sorrí Veðurstofa, en mikið rosalegt metnaðarleysi er þetta. Bara þokkalega ánægðir með ykkur yfir því að vera í meðallegi með samskiptavandamál.
Ég þakka að minnsta kosti fyrir svona umfjallanir. Óþverraháttur þrífst best í þögninni. Líka á meðal veðurfræðinga.
ARG
Veðurstofan er góður vinnustaður" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Að vissu leyti er ég sammála því að það sé ekki að öllu leyti viðeigandi að fjalla um mál einstaklinga af þessu tagi í fjölmiðlum.
En bendir það að starfsmaðurinn hafi verið sendur í nám í mannlegum samskiptum ekki til þess að yfirmenn stofnunarinnar telji deilurnar báðum að kenna?
Svala Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:02
Yfirmaður er í valdastöðu gagnvart undirmanni. Hvernig getur það verið "báðum" að kenna? Ef starfsmaðurinn var ómögulegur hefði honum væntanlega verið sagt upp., er það ekki? Og ef þetta væri mögulega báðum að kenna, því þarf þá þolandinn einn að leita sér hjálpar?
Andlegt ofbeldi á vinnustöðum er ólíðandi og hefðu fjölmiðlar ekki farið í málið væri ekkert búið að aðhafast í málinu. Það var nefnilega allt annar tónn í veðurstofustjóra þegar þetta mál kom fyrst upp. Nú er tóninn breyttur. Nú er verið að draga í land.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 21:08
æjá það þau eru mörg yfirmannafíbblin!!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 21:12
Að mínu mati, og ég vinn í starfsmannamálum, mun þessi starfsmaður aldrei koma til starfa aftur á meðan að viðkomandi yfirmaður er við störf. Punktur, basta.
Ingi Geir Hreinsson, 13.11.2007 kl. 21:13
hvernig var nú aftur spekin mín.......?
Ekki eru allir yfirmenn góðir menn og góðir menn eru ekki allir yfirmenn!!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 21:28
Hef orðið vitni að einelti á vinnustað þar sem fullorðið fólk átti í hlut. Það er fátt sem getur gert mig eins brjálaða og það. Einelti á aldrei, þá meina ég aldrei, að líðast. Góð færsla.
Annars er fattleysið að drepa mig þessa dagana, mér hefur fundist þú vera á bloggvina lista hjá mér vikum saman, er nebbla alltaf lesandi þitt.
En áttaði mig á því í dag að þú ert þar hvergi.... hei viltu vera memm.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:31
Mér finnst það stór punktur í þessu máli að annar aðilinn er yfirmaður, hinn er starfsmaður sem lýtur stjórn þessa yfirmanns. Ef það er álitið leysa einhver mál að starfsmaðurinn fari á námskeið í mannlegum samskiptum af hverju gildir það bara um starfsmanninn en ekki yfirmanninn? Áminning leysir ekki rót vandans hjá yfirmanninum. Mér finnst allt vont við þessa afgreiðslu veðurstofustjóra. Og mér sýnist á þessari yfirlýsingu að allt starfsfólk á verðurstofunni þyrfti á því að halda að fá vinnustaðasálfræðing til sín. Það er greinilega nóg verk að vinna fyrir hann.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:27
Þeim er nú varla stætt á öðru en að minnsta kosti sýnast vera með viðbrögð. Kannski hefði ekkert verið gert ef málið hefði ekki farið í fjölmiðla, en ég held það leysist ekki í fjölmiðlum. Einelti er svo voðalegt mál ég er ekki viss um að það grói nokkrun tímann alveg um heilt.
krossgata, 13.11.2007 kl. 22:28
Mér finnst þetta vera óhuggulegt
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 22:30
Ég þoli ekki einelti. hef séð svo ljót mál meðal barna í kirkjustarfinu mínu. Að það þrífist meðal fullorðinna líka finnst mér með ólíkindum! Við eigum að hafa þroska til að koma vel fram við það fólk sem við umgöngumst dags daglega! Einelti meðal fullorðinna er svo mikil skömm!
takk fyrir færslu og góða nótt
Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 22:45
"Hvernig getur það verið "báðum" að kenna? Ef starfsmaðurinn var ómögulegur hefði honum væntanlega verið sagt upp., er það ekki? "
Fólk er sem betur fer ekki alltaf bara sagt upp strax, þó að eitthvað komi upp á í samskiptum. Þá væru ekki margir í vinnu! En mér finnst það í meira lagi vafasamt að fullyrða um þessi mál, og ákveða hver er sekur og hver er saklaus, eins og sumir hafa gert hér, þar sem við vitum í raun ekki um málavexti annað en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum.
Svala Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 22:47
Þetta átti auðvitað að vera: "Fólki er sem betur fer ekki alltaf bara sagt upp..."
Svala Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 22:48
ojæja......
Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 22:50
Ég hef séð ljótt einelti á þeim vinnustað sem stendur mér nær, þar voru margar konur hraktar burtu af yfirmanni, sem lék lausum hala. Ein þeirra er sjúklingur í dag, og ég er ekki viss um að hún nái sér eftir þetta. Ljótt mál og það er rosalegt að enginn skuli grípa inn í svona ferli og stoppa það. Sennilega af því að toppurinn sem hefði átt að gera það er of mikið ljúfmenni, en er það afsökun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 22:56
þetta kallar maður meðvirkni á háu stigi. Allir að kóa á milljón. Held að við eigum langt í land með að einelti hjá fullorðnu fólki verði viðurkennt sem vandamál. Eins og með svo mörg þjóðfélagsmein þarf að tala málið í hel.
mail til þín
Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 23:39
Góð skrif hjá þér og gott mal að taka þetta upp í fjölmiðlum finnst mér. Einelti er skelfilegt og er ótrúlega algengt á vinnustöðum og er svo víða.
Ég hef verið að eiga við þetta hérna á heimilinu, vegna skólagöngu barnsins míns og þetta er bara alveg svakalega erfitt og tekur á.
alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:02
Sýnir þetta ekki bara að konur eru konum verstar ? og það skrýtna er að starfsmaðurinn "ómögulegi" sem var sendur í ársleyfi og á námskeið í leiðinni er ennþá að lesa veðurfréttir í sjónvarpinu, nú síðast í kvöld.
Skarfurinn, 14.11.2007 kl. 00:04
Takk fyrir umræðurnar. Andlegt ofbeldi á vinnustöðum er vaxandi vandamál (eða réttara sagt, er æ að verða ljósara) og auðvitað þarf að uppræta það.
Skarfur: Gerðu það ekki koma með þetta þreytta kjaftæði um "að konur séu konum verstar" hefurðu ekki hugmyndaflut í aðrar uppástungur?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.