Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefið á meðan ég slengi mér í vegg

Fyrirgefið "nefnd" um jólagjöfina í ár, en er ekki í lagi heima hjá ykkur?  Allir týndir á fjöllum eða alltaf stingandi af?  Þetta er ein sú furðulegasta niðurstaða á því sem líklegt er að flestir kaupi til jólagjafa, þ.e. GPS staðsetningartæki.  Jú mikil ósköp, ef ég ætti mann á fjöllum, leiðsögumann eða ættingja með heilabilun, myndi ég ekki hugsa mig um tvisvar og tækið færi í jólapakkann, en kommon, mikið rosalega yrði ég lítið glöð ef ég fengi þessa s.k. jólagjöf í ár.

Það er kannski ég sem er ekki með í jólaneysluhyggjunni.  Er þetta hið nútíma fótanuddtæki, sem ég varð aldrei svo fræg að kaupa, hvað þá heldur Ljósálfinn eða Gufugæjann?

Mjög sniðugt að geta séð hvar maður er staddur.  Ætli ég myndi t.d. geta séð hvar húsbandið væri staðsett, brygði hann sér af bæ?  Er ekki jafn sniðugt að lyfta bara upp símtólinu,  hringja ....... og segja: "Hæ hvar ertu?"

Kona spyr sig.

41 dagur til jóla.

GMG

Úje.


mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara ljós í skammdeginu Í stað fótanuddtækja er komið mjög flott apparat sem ALLIR verða að eiga: Bjórpumpa !!! (nei ekki með r-i)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Það eru nú ekki allir sem vita hvar þeir eru staddir, þó þeir séu í miðri borg óttans, sérstaklega helgarmegin vikunnar. Gott fyrir þá að vera með radar. e haggi?

Svo væri örugglega ódýrara að gefa öllum fugladrápurum svona græju, í stað þess að senda þyrilvængjuna að leita, ef það skildi verða til þess að þeir rötuðu heim í kotið sitt hlítt og gott.

Þröstur Unnar, 13.11.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mig vantar eitt sona GPS tæki til að vita hvar strákurinn minn er! Elsku jólasveinn eitt svona takk.

Edda Agnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

neinei, hlaupa GéPéEss tæki bóndans er nú þokkalega búið að koma sér vel, bæði hér heima og í útlöndum. Snilldartæki til að rata eftir, ef maður fær staðsetningarpunkt á hótel og aðra staði sem þarf að rata á, auðvitað notar hann það aðallega til að taka hlaupatíma en það er líka gaman fyrir nörda eins og okkur að eiga staðsetningarpunkt á Colosseum og aðra skemmtilega staði.

Hann fékk þetta einmitt í jólagjöf frá mér fyrir tveimur árum.

Svo er gaman að vita hvað maður er að hjóla hratt og ekki síður keyra (aksturstölvan á bílgreyinu okkar á það til að bila og þá kemur þetta að mjög góðum notum)

Snilldargræjur. Jamm.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 14:01

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frussssssssssssss, græjusjúklingar (froðufellandi hneyksliskarl).  Gerviþarfir börnin góð, gerviþarfir.

Muhaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 14:14

6 Smámynd: Ragnheiður

Ekki þýðir að færa okkur svona, við eigum 2 stykki eins og húsband Jennýar komst að.

Þetta er mikið notað í okkar stétt og sendibílsstjórar nota þetta líka grimmt.

Margt vitlausara til í pakkann hehe...svo getur maður tekið kvikyndið með sér til útlanda....tralala

Ragnheiður , 13.11.2007 kl. 14:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gps í jólapakkan ekki spurning  Heimasmíðað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 14:23

8 identicon

Á sínum tíma þegar fótanuddtækin runnu hér út hélt framleiðandi að íslendingar væru fjórfættir svo mikil var salan !sagt og skrifað.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:33

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég gaf mínu húsbandi GPS fyrir tveimur árum þegar hann fór að ganga á fjöll og leita að hvítu fiðurfé! Vildi ekki að hann týndist reglulega, eitthvað neyðarlegt að hringja alltaf í 112 út af sama manni !

Þannig að það má segja að ég hafi verið á undan tískunni...þannig að nú er feitur höfuðverkur að reyna að finna út hvað verður í tísku eftir tvö ár....til að vera á undan !

Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 14:33

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Sunna, við erum trendsetters hér :D

Hins vegar kom ekki inn á okkar heimili fótanuddtæki, sódastrím né lítill ljósálfur. Kaupi bara ekki að þetta sé í sömu deild...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 14:36

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur, face it woman, þú ert í fótanuddstækjadeildinni

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 14:39

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

...að mati sérskipaðrar dómnefndar sem í voru valinkunnir einstaklingar með mikla næmni fyrir stefnum og straumum í þessum efnum. 

Fyrirgefð þú mér rétt á meðan ég kafna úr hlátri

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 17:38

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

whAAAAT???  

En græjusjúklingur mun ég alltaf verða. Bara nothæfar og sniðugar græjur, þó...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2987205

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband