Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
"Ðe Lala Factor"
Ég er að hugsa um að biðja Kára í Erfðagreiningunni að hefja leit að Lala-faktornum (eða geninu), svo líf mitt geti farið að lullast í eðlilegum farvegi. Þetta ætla ég að gera á nýju ári, þ.e. skrifa karlinum, þrátt fyrir að ég hafi sagt mig úr bölvuðum gagnagrunninum hans.
Hafið þið pælt í því að lala-viðhorfið er nauðsynlegt á flestum stigum mannlegs lífs og gerir það að verkum að maður heldur sér innan ramma þess sem reiknast innan eðlilegra hegðunarmarka? "Hvað á hún við" spyrð þú sem lest og það skal ég segja þér bara núna strax, dúllan mín (gússí-gússí).
Ef við tökum hangikjöt sem dæmi. Mér finnst hangikjöt svona lala gott. Ekki ógeðslega vont og ekki brjálæðislega gott. S.s. ég myndi ekki rjúka út í óveður, vaða yfir fjöll og firnindi, af því að ég hefði frétt af nýsoðnu hangiskjötslæri í Hveragerði. Ég myndi hins vegar þiggja eina sneið væri mér boðin hún, og ég svöng. Þarna er ég með lala-faktorinn bullandi virkan.
Þegar ég byrjaði að drekka brennivín fannst mér það ógeðslega vont, eftir margra ára viðreynslur við áfengi, endaði ég þar sem mér fannst áfengi hryllilega og brjálæðislega nauðsynlegt (þó það væri vont á bragðið). Það hefði auðvitað verið betra að hafa það á hinn veginn, fyrst gott svo vont, en þá hefði ég ekki þurft að fara í meðferð, og því hefði ég eiginlega ekki viljað sleppa. Hm... komin í hring þarna , en hvað um það. En þarna lýsir sum sé hinn virki lala-faktor algjörlega með fjarveru sinni.
Sama er með sígarettur. Þar myndi lala-faktorinn koma sér vel. Ég hef aldrei verið lala í viðhorfi til nikótíns, ég veð elda, klíf fjöll, svelti mig og misþyrmi, til að verða ekki sígarettulaus. Í verkfalli opinberra starfsmanna, árið 1984 hefði ég samið um að gefa frá mér aleigu mína, af því búðirnar voru orðnar sígarettulausar. Ég missti sem sagt kúlið og stéttarvitundina, fyrir sígóið. Þarna hefði ég viljað vera alveg lala á retturnar og dedd á góðum samningum.
Ef viðhorfið til hlutanna væri lala, þá væri lífið auðvelt.
En ég er að hugsa um, svona eftir á að hyggja, að láta Kára í friði.
Ég er fegin að hafa farið í meðferð og að ég ÞURFI ekki að drekka framar.
Ég hætti að reykja (bráðum)
Ég vil ekki vera lala gagnvart jólarjúpunni og jólakveðjunum á Gufunni, svo ég taki nú bara létt dæmi.
Lífið yrði hundleiðinlegt ef allt væri bara svona lala.
Er það ekki elskurnar?
Það er ekkert lalalala hér neitt.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Snúra, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2986875
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er sko enginn lala faktor í mér gagnvart Hveragerði. Þangað mundi ég ekki vaða fyrir neitt!!!!
Ætti kannski að láta fjarlægja úr mér fordómagenið? Ef þú heyrir í Kára biddu hann þá að hringja...........
Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 12:21
Ætli nammi sé eitt af þessu sem er aðeins meira en lala? Ég hætti að borða nammi (bráðum)
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 12:22
Það er alveg nauðsynlegt að hafa góðan skammt af lala með í lífinu og ég hætti að borða nammi... aldrei
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 12:25
lalalalala !
deili með þér lala faktornum gagnvart hangikjöti !
Annars er dagurinn í dag svona lala....vildi frekar að eitthvað færi að gerast, en svona er maður með endalausar kröfur alltaf!
Æm bakk tú lala land
Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 12:33
Hahaha, þetta verkfall líður manni seint úr minni, ekkert áfengi og ekkert tóbak á landinu. Ég man eftir sjálfri mér í Hollywood með stóran vindil og eitthvað grænt í glasi. Orðið frekar fátæklegt úrval á barnum.
Ibba Sig. (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 12:49
Ég er ekki lala persónu. Allt er svart eða hvítt hjá mér.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.