Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Ég auglýsi eftir hring..
..hann er demantaskorinn úr hvítagulli og er einn af þeim giftingarhringjum sem ég, nörðurinn hef borið í mínum fjölmörgu hjónaböndum.
Ég man eftir að hafa verið með einhverjum eiginmanna minna á heimleið eftir djamm á Laugaveginum og auðvitað var ekki leigubílsræksni að fá.
Mér var kalt. Það var vetur, tískan staðsetti pils upp á mið læri, ég var með yfirvofandi frostskemmdir upp í júnó.
Ég var pirruð og ég reif kjaft enda alltaf með skoðanir, þá líka.
Mér var mótmælt og viðkomandi maður var ekki á því að sitja þegjandi undir skammardembunni. Enda skildum við stuttu síðar (okok, við skildum a.m.k. en hversu "síðar" man ég ekki).
Til að leggja áherslu á orð mín þarna í stjörnubjartri og ískaldri vetrarnóttunni á Laugaveginum, 197tíu og eitthvað, reif ég af mér giftingagjörðina og slengdi henni upp í loft. Við vorum fyrir utan gömlu Evu, (uppáhaldsbúðina mína þangað til hún Marta seldi hana;skamm Marta) og hringurinn flaug upp á húsþak eða yfir, ég veit það ekki, því ég var ekki í skapi til að gá. Eiginmaðurinn þáverandi var ekki æstur í það heldur. Honum var eflaust líka kalt og sennilega hefur hann hugsað mér þegjandi þörfina.
Eins og fyrr sagði þá var mér kalt og ég var svöng. Mér lá á heim. Pilsasíddin gerði ekki ráð fyrir leikfimiæfingum á frostköldum húsþökum, svo ég gaf dauðann og djöfsa í hringinn.
Ég reikna með að ég hafi keypt kjamma á leiðinni heim, enda enginn Hlölli til þá, hvað þá eitthvað menningarlegra. Frusssssssssss.
Ef einhver hefur rekist á demantaskorinn hvítagullshring, vinsamlegast sendið mér meil, sem er skráð hérna efst á síðunni.
Engin fundarlaun, bara tóm gleði fyrir mína hönd.
Verð á hvítagulli er alltaf að hækka
Lofjúgæs.
Úje
Trúlofunarhringur finnst eftir 89 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 06:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sjitt ég fann'ann, en brædd'ann og át'ann.. sorry
En þú veist þá allavega hvar hann er
Þú ert óborganleg Jenný, ég pissaði næstum í mig úr hlátri. En hringurinn skilaði sér ekki fyrir því, sá á fund sem finnur.
Kærleiksknús í hring.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 01:58
Þetta var gaman að lesa, fúlt með hringinn samt
Sporðdrekinn, 13.11.2007 kl. 02:22
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAThanks .....þarna reddaðir þú annars þessum fúla morgni hjá mér.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.11.2007 kl. 06:15
Ætlarðu alveg að ganga frá mér í morgunsárið???
Yfirvofandi frosskemmdir í júnó.... haha! Það gæti farið illa
Laufey Ólafsdóttir, 13.11.2007 kl. 08:15
..sammála síðasta ræðumanni, þetta reddaði alveg þessum annars slaka morgni !
Takk fyrir að vera svona skemmtilega alltaf, mér þykir samt leiðinlegt þetta með hringinn !
Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 08:15
Úlala heheheeh Jenný mín. Ég skal láta þig vita ef ég finn hringinn góða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2007 kl. 08:50
hahaha þú verður bara að prófa að klifra upp á þakið núna og athuga hvort hringurinn sitji ekki fastur í þakrennunni eða álíka
Dísa Dóra, 13.11.2007 kl. 09:17
Hmm... áttir þú í alvöru þennan flotta hring og HENTIR honum ? Mikið svakalega hlýturðu að hafa verið svöng....
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 09:23
Kjamma,OMG Ég fékk mér kjamma á BSÍ og kótelettur í raspi. Daginn annars, Takk fyrir þetta nú verður minningardagur hjá mér hahahahahahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 10:26
Æi þú ert frábær þú færð mig alltaf til að brosa.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.11.2007 kl. 11:06
Þetta var hrikalega fyndið!
Heiða Þórðar, 13.11.2007 kl. 11:36
hrikalega skemmtileg frétt. Hægt að gera heila bíómynd um hana í anda Titanic.
Þú ert klikkuð. Kjamma-kellingin þín addna Ég er alveg viss um að þinn fyrrverandi hóf leit að hring stuttu eftir skilnað, fann og gaf nýrri konu. Gerðu húsleit hjá pari.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 12:01
Takk elskurnar og Jóna: Eiginmaður enn singúl. Enn að jafna sig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 12:10
Sá held ég að jafni sig.
Árni Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 13:55
Jújú, Árni minn, maður aldrei hamingjusamari en eftir að hann losnaði við mig og það er heilagur sannleikur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.