Mánudagur, 12. nóvember 2007
Ég vissi það
Nú segi ég eins og kerlingin forðum daga, og ég vissi það.
Það var bara tímaspursmál hvenær einhver antireykingamaðurinn myndi berja einhvern.
Nú er það staðreynd.
Einhver þjáningarbróðir minn var rotaður fyrir að hafa hríslast með síuna sína út í hurðargætt á krá um helgina.
Hvar eru allir þessir frelsiselskandi postular sem vilja bús í búðir núna?
Þessir sem tala um frelsi einstaklingsins til athafna?
Það má ekki reykja á kaffihúsum og börum en fólk má vera fullt og óaðlaðandi út um allt.
Ég legg til að allir reykingamenn dissi barina þangað til yfirfrelsispostulinn Gulli ráðherra drífur í að gera eitthvað í málinu.
Svo tölum við saman.
Ókí?
Alveg óþolandi að ríkið skuli selja dópið, græða á því og banna það í leiðinni.
Hvar í andskotanum eiga vondir að vera?
ARG.
Sleginn í rot fyrir að reykja í dyragætt á krá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2987240
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þið megið reykja á mínum svölum.Ég er með tvennar svalir. Að framan og aftan. Ég á kaffi með smóknum. Er reyklaus en ekki kaffi laus og verð það seint
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:46
þið megið reykja í betri stofunni minni
Ég geri ráð fyrir að sá sem rotaði hafi verið edrú, allsgáður og vímuefnalaus með öllu (eða þannig)
Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2007 kl. 15:53
Jæja það er þá ekki alveg fokið í flest skjól...
Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 16:06
Já við reykingarfólkið eigum fótum fjör að launa og það er best að það sé ekki hver sem er sem sjái okkur við þessa iðju
Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.11.2007 kl. 16:08
Ekki get ég nú sagt að reykingafólk sé skárra:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/england/london/6919403.stm
Ísak (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:05
Áttu Eld Jenný ?.........
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:27
Jamm þar kom að því. En ég kom með lausn á þessu vandamáli, bara hafa eina stóra dyragátt, yfir allan útvegginn, þá geta reykingamenn setið fyrir utan, og reyklausir fyrir innan. Sumsé allir í dyragættinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 18:00
Sammála þessu með að dissa barina! Á meðan ríkið traðkar á þessum sjálfsöðu mannréttindum okkar skulum við ekki búa til tekjur fyrir bari til að borga skatta af til ríkisins. Stígum skrefið til fulls og drekkum bara heimabrugg og smygl! ;)
Ég fór sjálfur amk. 2.-3. í viku á kaffihús í uþb. 15ár en síðan reykingarbannið var sett á hérna hef ég farið tvisvar. Hef einfaldlega ekkert þangað að sækja lengur og þykir það frekar súrt.
Ævar Eiður, 12.11.2007 kl. 18:39
Reykingar fólk er líka fólk... bara ekki eins lengi.
Mér finnst nú ekkert merkilegt þó einhver "antireykingamaðurinn" hafi barið einhvern, það er örugglega ekki í fyrsta sinn.
Hinsvegar man ég ekki eftir því að það hafi verið tilgreint í frétt hvort ofbeldismaðurinn hafi reykt eða ekki.
dvergur, 12.11.2007 kl. 19:10
Heh, nú get ég loksins farið á kaffihús og pöbb án þess að lykta eins og öskubakki þegar ég kem heim...
Klárt það á ekki að lemja neinn í köku, reyklausan eða með, samt.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.11.2007 kl. 20:05
Takk BD tek þig á orðinu einn daginn.
Jóna: Bara betri stofunni, hvað með holið og eldhúsið, ég vil reykja þar.
Hildigunnur: Sko, það á ekki að trufla reyklausa þó reykingarmenn hafi herbergi fyrir sig að reykja í. Maður sigar ekki út hundum, hví fólki? Og það fólki sem er að skipta við viðkomandi esstabblissíment.
Það kemur fram dvelli minn að ofbeldismaðurinn hafi verið ósáttur við veru míns manns í dyragættinni. Finnst ekki líklegt að hann reyki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2007 kl. 20:49
"Að hafa afmarkað reikingarsvæði á veitingastöðum er eins og að hafa afmarkað pissusvæði í sundlaugum"
Birgir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.