Laugardagur, 10. nóvember 2007
Ég verð ekki söm..
..eftir að hafa horft á leiknu heimildarmyndina á RUV í kvöld (The Road to Guantanamo), um bresku múslimina sem sátu alsaklausir í Guantanamofangelsinu á Kúbu.
Trú mín á mannkyninu féll niður fyrir frostmark.
Fangarnir voru með poka yfir höfðinu og límt fyrir.
Þeir voru númeraðir.
Þeir voru vaktir af svefni með stuttu millibili.
Lokaðir í gámum eða einangrunarklefum.
Hlekkjaðir.
Sveltir.
Pyntaðir.
Og enginn kom þeim til hjálpar.
Í dag munu 500 hundruð manns vera í þessum nútíma útrýmingarbúðum. 10 manns hafa verið ákærðir, enginn hefur hlotið dóm.
Þarna er sagan að endurtaka sig heldur betur.
Og heimurinn grjótheldur kjafti.
Ég held að ég verði aldrei söm.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Sjónvarp, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 2986904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
JÁ,það var nú svo að ég horfði ekki á umrædda mynd.Ég óttaðist það sem þú upplifðir.Þetta með frostmarkið. Og hann er til Ljótari en þetta sem þú sást í kvöld þó svo ég hafi EKKI séð það.Í AFRÍKU á nokkrum stöðum, ASÍU líka og jafnvel í SUÐUR AMERÍKU. MANNSKEPNAN er ÓTRÚLEG. Þegar um VÖLD og PENINGA er að ræða.OG að síðustu. það er rétt hjá þér,því MIÐUR, þú verður ekki söm eftir að horfa á svona VIÐBJÓÐ, ÞÓ LEIKINN SÉ.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 05:32
Þetta er náttúrlega alveg hræðilegt að vera sýna svona hryllingsmyndir og koma öldruðum nöldrandi kellingum og vottum vinstri grænna í mikla geðshræringu rétt fyrir svefninn. Sjá blog Hans Haralds http://polites.blog.is/blog/polites/ sem tekur annan pól í hæðina.
Yngvi Högnason, 10.11.2007 kl. 09:21
Yngvi: Ég hef nákvæmlega engan húmor fyrir þessu máli né kæri ég mig um dónaskp hér á minni síðu. Vertu úti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 09:46
Fyrirgefðu frú, ég veit að ég er ekki í jákórnum og skal vera úti.
Yngvi Högnason, 10.11.2007 kl. 09:59
Djöfulsins dónaskapur er þetta Yngvi, lágmark að vera kurteins þó þú sért ekki í já-kórnum.
Þröstur Unnar, 10.11.2007 kl. 10:22
-n í kurteis
Þröstur Unnar, 10.11.2007 kl. 10:23
Þröstur: Er einhver jákór hér, sem hefur farið fram hjá mér. Hér er meira um neikóra, svona á heildina litið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 10:49
Ég skil ekki hvernig hægt er að skiptast í "já" og "nei" kóra í þessu máli. Í umræddri mynd var sagt frá skipulögðum og kerfisbundnum mannréttindabrotum, af hálfu stjórnvalda valdamesta ríkis heims, sem stóðu yfir í langan tíma og standa enn.
Ég spyr: Eru virkilega til þeir menn sem mæla mannréttindabrotum og pyntingum bót eða telja þau réttlætanleg? Eru þetta sömu einstaklingarnir og þeir sem vörðu pyntingarnar á konunni sem í sumar var grunuð um ölvun við akstur á Selfossi? Hvernig þætti þessum sömu mönnum að njóta sjálfrir ekki þessara grundvallarmannréttinda?
Ég tapaði ekki trúnni á mannkynið við að horfa á þessa mynd því að ég leit á þetta sem glæpaverk, framið af glæpamönnum og fyrir þröngan hagsmunahóp spilltra stjórnmálamanna. Ég er miklu nær því að missa trúnna á mannkynið þegar ég sé og heyri venjulegt fólk, hér uppi á Íslandi réttlæta og verja alvarleg mannréttindabrot.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 10:57
Allt sem ég hef heyrt og séð af þessum stað er viðbjóður. Ekki ósvipaðar myndir þaðan og ég sá varðandi Byrgismálið.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 11:04
gG reyndar sá ekki þessa mynd, er utan sjónvarpssvæðis. En mig langaði bara til að segja hvað ég er sammála Hreiðari hér að ofan. mjög góð athugasemd og orð í tíma töluð.
Skrýtið að tala um jákóra þegar verið er að tala um mannréttindabrot almennt. Skil ekki hvernig hægt er að mæla með slíku. Ef að það er að vera í jákór að mæla gegn mannréttindabrotum, þá er ég glöð að tilheyra slíkum jákór!
Flott færsla Jenný!
Sunna Dóra Möller, 10.11.2007 kl. 11:18
gG = Ég
Sunna Dóra Möller, 10.11.2007 kl. 11:18
Þetta var virkilega ljót mynd og sorglegt að þetta skuli bara yfir höfuð vera til Ég meira að segja gat ekki horft á hana alla, fór eiginlega í niðursveiflu yfir mannvonskunni sem viðhefst í þessari veröld okkar
Unnur R. H., 10.11.2007 kl. 12:39
Málshefjandi hefur greinilega látið glepjast af einhæfum áróðri róttækra vinstri manna. Hérlendis hafa sumir hverjir gengið svo langt að lýsa yfir stuðningi við hryðjuverkamenn, og nægir að nefna baráttuyfirlýsingar vinstri-grænna til stuðnings hryðjuverkasamtökunum Hamas í því sambandi http://www.althingi.is/altext/134/s/0003.html
Hamas hafa sem kunnugt er staðið fyrir fjölda sjálfsmorðsárása. Það er því ekki við öðru að búast en að róttæklingar hérlendis láti sig réttindi al-Kaída og Talibana fanganna í Guantanamo varða. Hinir, sem í raun hafa áhuga á frelsi og mannréttindum, geta þó andað rólega því í reynd er aðbúnaður fanganna í Guantanamo ekki svo slæmur. Ennfremur tryggja þing og dómstólar Bandaríkjanna þeim viðeigandi réttarvernd.
Það er leitt að sjá vinstri róttæklinga hér fara fram eins og þeir væru síðustu móíkanarnir að berjast fyrir mannréttindum þegar hið rétta er að Bandaríkjamenn hafa lengi staðið fremstir í þeirri baráttu.
net, 10.11.2007 kl. 13:12
Ef ykkur finnst þetta vera mannréttindabrot þá vil ég benda ykkur á John Pilzer og heimildamynd sem hann gerði að nafni Truth and lies in the war on terror. Sem og Power of nightmares sem eru 3 myndir um hvað liggur að baki þessum fylkingum sem berjast í þessu stríði.
Nú og ef það er ekki nóg þá er nóg um mannréttindabrot í Afríku, Asíu og mörgum stöðum í Suður Ameríku. Og auðvitað eru 650 þús írakar látnir á 4 árum....
Gissur Örn (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 15:35
Fyrirgefðu Net en þú ert að vaða tóman skít ef þú trúir þessu með BNA.
Það eru komnar sannanir sem segja allt annað. Eins og Abu Graib fangelsið. Ótal arabar sem þurftu að upplifa niðurlægingu í Gitmo og var svo sleppt án nokkura afsökunarbeiðna eða úskýringa.
Ég held að þú yrðir ekkert hress með það að vera handtekinn og lokaður inni án dóms og laga. Bara til að sleppa út hálfur maður með nokkur ár sem þú færð aldrei aftur. Bara út af því hvernig þú lítur út.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 15:46
Hreiðar þú kemst snilldarlega að orði, er sammála þér í öllum atriðum.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.11.2007 kl. 23:45
Leitt að hafa misst af þessarri mynd, var hálfdauð úr þreytu ... vona að hún verði endursýnd. Ótrúlegt að "lögga alheimsins" skuli brjóta svona mannréttindi og komast upp með það. Knús til þín, elskan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.11.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.