Leita í fréttum mbl.is

Ég veit ekki hver hann er!

 Mér er sama um alkahólprósentu innihald Baccardi Breezer drykkjarins.

Þá er það afgreitt.

En hver í andskotanum er Ásgeir Kolbeinsson?

Ég er alltaf að rekast á þetta nafn í blöðum og nú síðast í þættinum "Tekinn" og ég er engu nær.

Er maðurinn vínsmakkari, víninnflytjandi eða jafnvel bareigandi?

Mér líður eins og ég sé að missa af nýrri kynslóð Fjölnismanna hérna, svo upplýsið mig endilega, gott fólk.

Hér er vitnað í hann í fréttinni: "Ásgeir Kolbeinsson segist þekkja vel til drykkjarins og hann harmar þróunina. „Það er vissulega fúlt að geta ekki fengið Breezer-inn eins og hann var. Fyrir vikið er maður bara stöðugt á klósettinu og það gengur nú ekki á djamminu. Ætli lögreglan græði ekki mest á þessu, við að sekta menn fyrir þvaglát. Annars drekk ég nú ekki mikið af þessu."

Af hverju "harmar" þessi Dúddi þróunina í Breezer-málunum?

Ég á ekki "Who is who" ritið og get því ekki flett þessari eðlu persónu upp og frætt sjálfa mig.

Ég hef á tilfinningunni að þarna sé ég að missa af einhverju stórvægilegu.

Mér verður hent út úr jólaboðunum ef ég klikka á Ásgeiri Kolbeins vini mínum.

Segja Jenný sinni HVAÐ maðurinn er eða VAR.

Úje


mbl.is Leiðrétting og afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ja sko ég held að hann hafi verið með einhvern þátt í sjónvarpinu (Sirkus),hann sá um að reka skemmtistaðinn Prada einhvertímann,svo er þetta strákur sem kemur víða við á skemmtistöðunum og ósjaldan í Séð og Heyrt.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.11.2007 kl. 08:07

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef ekki græna glóru um hver maðurinn er, en er ekki sterkur leikur að fara bara að lesa Séð og heyrt reglulega ? Ég les það aldrei og veit þar af leiðandi aldrei hver er hver og hvar og hvernig og hvers vegna...

Jónína Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 08:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú spyrð hvað hann er eða var? Kannski svarið sé nobody, og hasbeen. ;) Allavega er gaurinn nett hallærislegur komin á fullorðinsaldur lítand ennþá út eins og sellfysskur unglingur með aflitað hár og læti, viss um að hann ekur um á Imprezu með flækjur!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2007 kl. 08:22

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan daginn, glaðan haginn ....hann er sko aðal hnakkinn, ó já...sá sem að sonur minn er að reyna að líkjast ! Held að hann hafi verið á Fm 957 og svo er hann bara aðall gæinn, metro maðurinn holdgervður !

Lifi hnakkamenningin, lifi lýðveldið!

Eigðu góðan dag

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 08:27

5 identicon

Hver veit ekki hver Kolbeins er???

Þú hefur trúlega búið í helli síðasta áratug eða svo.

Meira um manninn hérna: http://www.myspace.com/asgeirk 

;) Villi

Villi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:29

6 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Ég mundi segja að maðurinn væri Paris Hilton Íslands  "Frægur" fyrir að vera "frægur"...

Guðný Drífa Snæland, 8.11.2007 kl. 08:40

7 identicon

Jenný mín! Hér í Londeres þekkja allir Ásgeir Kolbeins ;-) Allavega dóttir þín og sonur minn, ágætis drengur.. Er á heimleið og tala við þig þegar ég lendi..

Kossar til þín...

p.s barnabarnið okkar er yndislegur- hann þekkir ekki Ásgeri Kolbeins frekar en þú ;-)

Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:45

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já,já kíkti á link og er engu nær.  Er ég að missa af miklu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 08:53

9 identicon

Ekki veit ég hver maðurinn er hef þó séð honum bregða fyrir,þó   er það hann sem keypti "ógeðslegu" íbúðina sem sýnd var í innlit-útlit ?mig minnir það.En að öðru leiti er áhugi minn í sögulegu lágmarki

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:53

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nei..veistu, ég held að þú sért ekki að missa af neinu...!

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 08:55

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hafði aldrei heyrt um hann fyrr en Auddi tók hann eftirminnilega í gegn um daginn í þættinum tekinn.

Huld S. Ringsted, 8.11.2007 kl. 08:57

12 identicon

Ásgeir Kolbeins er eins konar semi-guð sendur til jarðar í þeim tilgangi að kenna mannfólkinu metrósexúalisma. Hann var hafður rauðhærður svo hann gæti sýnt fram á að hver sem er væri fær um slíka dyggð.

Pétur (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:03

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef álíka mikla þekkingu á Breezer og Ásgeiri Kolbeins ....

En að öðru máli: Þú bjargaðir mér úr kviksyndi óhreina tausins með því að gefa mér ráðið varðandi  vaskamaskínuna! Skrúfa í síunni fannst og þvottavélin malar nú glöð!   Þá er spurning hvort að þú opnir svona "problem page" og færir fólki góð ráð eins og hjá ,,Dear Abby"  ??? ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2007 kl. 09:07

14 identicon

ahhhh,,, yngra fólkið veit hver hann er og fyrir hvað hann stendur, ég hef ekki hundsvit á því. Er hann ekki bara gerður frægur bara til að vera frægur á litla skerinu Íslandi? Hann var fyrst einhverntíman í útvarpi held ég.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:15

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL

Jóna Á. Gísladóttir, 8.11.2007 kl. 09:34

16 Smámynd: halkatla

 - Guðmundur Ásgeirsson lýsti honum fullkomlega

halkatla, 8.11.2007 kl. 09:38

17 Smámynd: Ragnheiður

Er Jenný Anna komin í þvottavélarviðgerðir online ? Iss ég hef þá verið í sama hellinum, hef ekki grun um hvaða kappi þetta er og myndi ekki þekkja hann í sjón tíhíhíhí.....Æ lov bíing óld

Ragnheiður , 8.11.2007 kl. 09:38

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst pointið fremur vera; Hver er þróunin á Brezzer?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 09:40

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aaaaa ég sé það núna!! Hélt að Breezer væri allt annað og miklu merkilegra.....

Get núna einbeitt mér að þínum vanda! Hmmmmmm hef ekki hugmynd

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 09:42

20 identicon

Sama gildir um nýja stétt, svokallaða álitsgjafa. Þeir eru fengnir í umræðu- og bókmenntaþætti og eru ansi misgóðir. Innan um glittir í gullið en aðrir á breezerlevel. En ef álitsgjafarnir segja að keisarinn sé í fötum þá er það sannleikurinn eini. Ætli ég þurfi að skipta um poka í ryksugunni Jenný? (öðru hvoru)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:47

21 Smámynd: krossgata

Hef ekki hugmynd um hver maðurinn er, en hef oft heyrt þessu nafni fleygt.  Ætli þetta sé þá ekki aðalnafnið í nafnafleygingum sbr. name-dropping?    Ég hef ákveðið að þetta verði ekki til umræðu í þeim jólaboðum sem ég kem nálægt, veður bara á bannlista.

krossgata, 8.11.2007 kl. 09:50

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Á maður að skipta um poka í ryksugum ?  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2007 kl. 10:04

23 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ekki merkilegur álitsgjafi, ef marka má fréttina... Annars hef ég aldrei heyrt minnst á þennan mann og er slétt sama. Mér finnst að fólk eigi að verða frægt vegna þess að það hefur gert eitthvað merkilegt .

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 8.11.2007 kl. 10:15

24 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Nei, þú ert ekki að missa af neinu. Annars langar mig að fá að vita hvað löggan græðir á að sekta fólk fyrir þvaglát Höfðu þeir samráð með Baccardi-verksmiðjunni um að lækka áfengismagnið svo það pissaði meira   og bíddu, hirðir lögreglan sektina af fólki á staðnum og stingur henni í vasann? Ásgeir minn!

...

Laufey Ólafsdóttir, 8.11.2007 kl. 10:34

25 identicon

Já tek undir þetta ,eigum við að þekkja þennan mann,kannske frægur að endemum.! Þetta minnir mig á  áramótaskaupið síðasta þegar Halldóra Geirharðs leikkona  segir við eiginmanninn,geturðu ekki verið eins og Hannes Smárason ?

Margrét (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:38

26 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef oft heyrt þetta nafn en eins og þú sá ég hann í fyrsta skiptið í Tekinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.11.2007 kl. 10:41

27 identicon

Mér fannst þessi færsla hans Sigmars í Kastljósinu alltaf frekar fyndin

AppelsínugulanÞað gerðist nokkuð einkennilegt um síðustu helgi. Katla litla fékk guluna sem er víst nokkuð algengt með hvítvoðunga. Á fimmtudag og föstudag horfðum við beinlínis á barnið verða gulara og gulara með hverjum klukkutíma sem leið. Mér þótti merkilegt að um leið og barnið var orðið nákvæmlega jafngult í framan og Ásgeir Kolbeinsson þá var það í ofboði lagt inná spítala!! Af þessu get ég ekki dregið aðra ályktun að þessi appelsínuguli húðlitur sem nú er í tísku meðal Gilzeneggera þessa lands, getur verið alvarlegt líkamlegt ástand sem þarf að bregðast við á heilbrigðisstofnun. Appelsínugula fólkið er því lasið. Búhú....

Ég vona að ég móðgi ekki Sigmar með því að nota færsluna hans

Kolbrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:05

28 identicon

...nú er íslensk ríkið komið í bobba.. ekki einu sinni friðarsúla yoko getur bjargar okkur frá ofsareiði rauða turnsins. hér eftir verður sviðin jörð hvar sem herra appelsínugulur fer og neyðist til að hanga á klósettinu vegna breezer leysis... (hvernig væri að nefna við kappann að nokkuð er til sem heitir bacardi romm, sem má blanda í allskonar gosdrykki og ávaxtasafa) shit hvað hárliturinn er farin að svíða langt á milli eyrnanna á þessu kyntrölli

Svavar (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:32

29 Smámynd: Hugarfluga

GARG!!!!! ahahahahahahahahahahahahaha .... fluvan mívur í sig.

Hugarfluga, 8.11.2007 kl. 11:46

30 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Ussssh kvað ég er feginn að þekkja ekki þennan appelsínugula mann

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 11:50

31 identicon

Í hvað skóla er nemandinn ? svona eldklár ?og skemmtilegur,og síðast en ekki síst hvar fékk hann þessi dásamlegu gleyraugu sem gefa honum svona frábæra sýn á lífið?Nú setur að mér öfund,viðrkenni það.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:53

32 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ásgeir Kolbeins er nú ekki meira "noboddy" en það að hann hefur verið með amk þrjá sjónvarpsþætti og ef ég man rétt, rekstrarstjóri skemmtistaðs, í útvarpi og núna markaðsstjóri

Hvað sem um hægt er að segja um "lúkkið" á honum þá tekur hann bara að sér hluti sem hann treystir sér til að gera vel... og það er meira en verður sagt um marga sem fólki hérna þættu eflaust merkilegri pappír en Ásgeir Kolbeins

Heiða B. Heiðars, 8.11.2007 kl. 13:22

33 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Veit ekki hver Ásgeir Kolbeinsson er - en nafnið er gott og vonandi maðurinn líka - er margs vísari eftir yfirlestur hér í kommentum Jennýjar Önnu!

Edda Agnarsdóttir, 8.11.2007 kl. 14:09

34 Smámynd: Kolgrima

Ég þekki hvorki haus né sporð á þessum manni - en Guð hvað ég er fegin, Jenný, að það skuli líka koma fyrir þig að þekkja ekki eitthvað fólk út í bæ sem aðrir segja að sé frægt! Ég var orðin dálítið einmana í félaginu, Ha, hver er það?

Þótt ég hafi verið farin að halda að þú þekktir ALLA, og flesta þeirra prívat og persónulega. 

Kolgrima, 8.11.2007 kl. 14:14

35 Smámynd: krossgata

Hver tók hvern af líki  eða lífi?  Hér virðist fólk bara vera að upplýsa hvort það viti hver maðurinn er eða ekki.  Ekkert lífshættulegt þar.

krossgata, 8.11.2007 kl. 14:29

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá nú er ég fróðari um marg.  Nú veit ég líka hver Ásgeir Kolbeins er.  Skrýtið að hann skuli kalla á svona margar tilfinningar þessi maður. 

En ein spurning leiðir alltaf af annarri og nú spyr ég?

Who the fuck is Gilzenegger?

Tek fram að ég hef enga skoðun á ÁK neð Gilza er bara sek um að hafa ekki hugmynd um hverjir þeir eru (ekki lengur reyndar).  Nú verð ég að fara að fylgjast með.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 14:32

37 Smámynd: Helga Dóra

Ásgeir er skólabróðir minn og frábær náungi í alla staði. Er á efa heitasti piparsveinn landsins.....

Helga Dóra, 8.11.2007 kl. 17:03

38 identicon

Ásgeri er holdgerfingur hnakkatískunnar í dag. Aðalgæinn á fm957, pravda og sirkus.is. Þetta er(eða var) hin heilaga hnakkaþrenning, áður en pravda brann.

Svo held ég að málið með breezerinn sé að við á íslandi séum farin að fá daufari tegundina. Það eru til tvær, ein 5% og ein 4%. Þessi 5% er bara seld í canada og ástralíu núna. 

Svo held ég að maður þurfi að hafa búið í helli síðustu ár ef maður veit hver þessi gæi er. Hann er svoleiðis búin að troða sér alstaðar að. Horfið þið ekkert á sjónvarp eða hlustið á útvarp? 

Bara að taka það fram, ég er ekki hnakki og drekk ekki breezer. Hef samt ekkert á móti þeim, hnökkum eða þeim sem drekka breezer.

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:44

39 identicon

Já og Gilznegger er fyrverandi kærasti Silvíu Nætur(ekki leikonunnar). Hann, partý Hanz og fleirri héldu úti síðu sem hét kallarnir.is. Þar var köllum kennt að snyrta af sér öll líkamshár, hvernig ætti að verða hel-tanaður og svo auðvitað að hözla kellingar. Síðan sprakk, held ég ,eftir ósætti milli hans og Parý Hanz en þá fór Gilzneggerinn í DV með ráðin sín. Það reyndi hann sitt besta að breyta treflum í hel-köttaða og tanaða hnakka, svona meikóver.

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:50

40 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Bjöggi, ÓMG ég þarf að fara að fylgjast með Séð og Heyrt og öllum þessum sjónvarpsþáttum svo ég geri mig ekki að fífli

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2986882

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband