Leita í fréttum mbl.is

Jenný Anna - skrásett vörumerki!

Tolli Morthens og hinn Tollinn eru eitthvað að vesenast (í mesta bróðerni þó, skilst mér) út af gælunöfnunum sínum.  Tolli M er búinn að sækja um einkaleyfi á nafninu og hinn Tollinn sem framleiðir föt, að mér skilst, er ekki ánægður með þá þróun mála.

Þetta gaf mér þá brilljant hugmynd að sækja um einkaleyfi á nafnið mitt.  Út af blogginu sko.  Jenný Anna Moggabloggari, skrásett vörumerki með svona R-i í hring fyrir aftan nafnið mitt.  Það getur verið ári kúl.  Þá er ég orðin vara.  Ég hef aldrei verið söluvara, aldrei hangið neinstaðar uppi eða setið í hillu.  Það verð ég að prófa.  Hinar Jennýjurnar geta lufsast þetta án réttinda, áfram, mér er sama.

Annars minni ég á að hvert og eitt okkar er sandkorn í eyðimörkinni og eyðimörkin er geysilega stór.  Það er vísast að muna að við erum nákvæmlega öll jafn merkileg eða ómerkileg, eftir því hvernig á það er litið.

Þrátt fyrir einkaleyfi!

Ein í sandhrúgunni.

Úje!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Snilld ! Sandkornin og eyðimörkin.....bara frábær líking !

Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenfo@ (ímyndaðu þér r þarna í hringnum)

þetta er sko vörumerki í lagi. Líst betur á Jenfo. Algjörlega.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.11.2007 kl. 19:40

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Jenfo, ég fer í fyrramálið og geng frá þessu.  Arg svo spennandi.

Frá einu sandkorni til annars SD: Hvernig gengur lesturinn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að skrá Á.Sig eða ásig, pissa á sig, k.. á sig hlaupa ásig, það er það sem ég geri oftast af þessu þrennu.  Knús á þigsig.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 19:45

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

No comment...! Nei annars, þá tók ég sálfræðilega ákvörðun í dag að fara og skoða efni í 2. hlutann og skipta um sjónahorn aðeins, er komin með svo mikð ógeð á kafla 1 að það er nánast lögreglumál ! Þannig að sú tilhugsun fyllir mig smá krafti, alla vega í bili! Ég er bara renna út á tíma og það gengur ekki að fresta alltaf útskriftum vegna leti hahahaha !

En takk fyrir að spyrja..., stundum er maður pínu einn í heiminum þegar maður er í svona ritgerðarvinnu og ég verð alltaf eitthvað svo innhverf eitthvað !

Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 19:48

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

péess....sorrí hvað ég pústaði hér á blogginu þínu...það er eins og spurningin þín hafi opnað fyrir einhverjar flóðgáttir...!!!

Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 20:03

7 identicon

Frábær samlíking,auðvitað erum við öll sandkorn.Og svo er það bara á hvaða átt hann er ?Og ég sem hélt að ég markaði einhverja sérstöðu ! var heldur betur TEKIN núna við þessa lesningu.Nei í alvöru manni er hollara að rifja það oftar upp.Svona þér að segja þá er ótrúlega gaman að fylgjast með þér,þessi hárfíni humor,ekki ónýtt í svartasta skammdeginu.Þér verður einhvernvegin flest að yrkisefni.( Hver er aftur summan af einum og fjórtán ) ?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:50

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er sko alveg rétt hjá þér með sandkornið.

Sko er þú ert búin að fá einkaleyfið þá getur þú fengið þér bílnúmer í stíl, mér skylst að það sé toppurinn. Þegar ég var ung á rúntinum þá þekkti maður gæjana á bílunum, en í dag þekkir maður fólkið

á bílnúmerinu. Æ, mér finnast allir bílar eins í dag

svo það er kannski gott að hafa þetta svona.

Hafðu það gott Jenný. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2007 kl. 21:02

9 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ef að þú rukkar ekki fyrir komment þá er ég í góðu með vörumerkið.

Með sandinn, erum við samt ekki frekar eins og sandkaka? Ekkert eitt hráefnið virkar án hinna?

Bara svona hugleiðing, ekki það að ég hafi bakað sandköku. (Ég HEF bakað bananabrauð sem dó úr elli í frysti hjá foreldrum mínum).

Ingi Geir Hreinsson, 7.11.2007 kl. 21:03

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

annars langar mig bara að segja að ég er ekkert fokking sandkorn. Ég er grjóthnullungur

Jóna Á. Gísladóttir, 7.11.2007 kl. 21:15

11 identicon

Má ég vera næsta sandkorn við hliðina á þér????

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:16

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki leiðinlegt að vera bloggvara á þessum síðustu og verstu.  Hvert og eitt ykkar sandkornanna (og þessi einstaki grjóthnullungur auddaJóna er þetta vísan í umfang ytra eða innra byrðis?) fær mig til að skella upp úr eða amk brosa hringinn.

Ásdís: Við sjáumst á einkaleyfisstofu á morgun f.h.

SD: Þarna hef ég snert ofurviðkvæman streng í sandhrúgu tilfinninganna ljósið mitt, pústaðu að villd

Hallgerður: Þú ert ómissandi í athugasemdakerfinu mínu, með þinn hárbeitta húmor.  Hvenær ætlarðu að fara að blogga og gerast bloggvinkona mín?

Ingi Geir: Hver veit nema það eigi eftir að verða markaður fyrir hrum bananabrauð?  Og ég tek ekki krónu fyrir komment, en pistlarnir eru til sölu fyrir hæstbjóðanda

Jóna: Búin að læða að þér spurningu þarna í upphafi máls.  Skammastín svo fyrir allt það sem þú átt eftir að gera

Anna: Þú ert alltaf hjá mér, í huganum nottla af því þú býrð á Ak. Að tala um "stating the obvious" Haha

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 21:24

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ..  .. man eftir annari frægri Jenný eða Jeannie .. sem var eiginlega andi í flösku hjá Larry Hagman sko! .. Sjónarpsþættirnir  ,,I dream of Jeannie" .. Kannski verður gerð íslensk sería ,,Mig dreymir Jenný" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.11.2007 kl. 21:33

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega öll jafn merkileg og/eða ómerkileg...öll einstök! Koss og knús darling.

Heiða Þórðar, 7.11.2007 kl. 21:45

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhanna: Ég ætla að vona að fólk fari ekki að fá martraðir með mig í aðalhlutverki

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 21:45

16 identicon

 heyrðu fjótlega,finn ekki fermingarmyndina mín en þá myndaðist ég svo vel,síðan hefur gæðum vélanna hrakað.Að ég tali nú ekki um speglana þeir voru vandaðri hér í den.Er höll undir að koma vel fyrir,þar liggur sjálfstraust mitt.Fermdist að mig minnir 1963 ?í alveru byrja fljótlega það er svo gaman hér inni,en líka stundum erfitt en einhvernvegin alltaf ekta ( hjá flestum okkar ).........en ég mæti.

Hallgeður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:47

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

í anda kona.. í anda

Jóna Á. Gísladóttir, 7.11.2007 kl. 22:17

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þeinks Jenný ...annars er ég orðin ansi mikill töffari núna sko...var að horfa á Dæ Hard...jibbí ka jei !

Góða nótt !

Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 22:40

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

..  .. man eftir annari frægri Jenný eða Jeannie .. sem var eiginlega andi í flösku hjá Larry Hagman sko! .. Sjónarpsþættirnir  ,,I dream of Jeannie" .. Kannski verður gerð íslensk sería ,,Mig dreymir Jenný" .. 

Ég man eftir henni  Annars segi ég eins og einn hér að framan, ef maður þarf ekki að fara að borga fyrir að kommentera hér, þá er þetta allt í lagi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:05

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Milla: Sammála þér með bílnúmerin.  Haha.

Ásthildur: Það eru 50 kr á orð.  Muhahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 23:07

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Líst vel á þessa hugmynd - Jenfo registered trademark - Alveg eins og Kókakóla........

Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:46

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla: BETRI en "the real thing". Smjútsí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband