Leita í fréttum mbl.is

Inn og út um gluggann

 1

Nú er það fréttaefni að tvær stúlkur reyndu að komast inn á skemmtistað í Eyjum af þaki hússins.  Ég gæti sagt ykkur sögur en þær eru vart prenthæfar.

Ungt fólk er að stórum hluta alltaf eins, kynslóð eftir kynslóð.  Þ.e. ævintýraþráin og forvitnin er til staðar, birtingarmynd þessara sömu þátta er þó mismunandi.

Ég var sko enginn fyrirmyndar unglingur.  Flippaði út á gelgjunni og var stöðugt áhyggjuefni í fjölskyldu minni til langs tíma.  Ég var atvinnuflóttamaður á þessum árum, þ.e. það mátti ekki opna hurð, þá var ég stokkin.

Einu sinni tróð ég mér inn um örlitla gluggaboru á skemmtistaðnum Las Vegas á gamlaárskvöld árið 1969, að ég held (já tilbreyting, því venjulega notaði ég glugga til útgöngu).  Glugginn er þarna ennþá og ef ég á leið hjá, virði ég hann fyrir mér og hugsa:  Mikið rosalega hefur mig langað mikið inn á ballið.  Ég hef greinilega viljað hætta öllu til, lífi og limum meðtöldum, en það tókst og ég man ekki betur en að ég hafi skemmt mér konunglega.  Merkilegt samt að muna það ekki, nógu mikilvægt var það þarna í mómentinu.

Þess vegna brosi ég í kampinn, þegar ég les svona frásagnir.  Ekki af því að mér finnist svona hegðun neitt sérstaklega til eftirbreytni, auðvitað ekki, en ég hef verið þarna.  Nákvæmlega þarna.  En svo merkilegt sem það nú er, þá stóðu stelpurnar mínar ekki í svona veseni.  Þar var sagt beint út hvað stóð til, ég jáaði eða neiaði, svo var málið dautt.  Kannski einkenndust seinni tímar af meiri tolerans gagnvart ungu fólki, ég veit það ekki.

Alla vega vinka ég þessum stelpum í huganum.

Við erum þjáningarsystur þær og égWhistling

Æmlúkkingátðevindó!!

Úje


mbl.is Reyndu að komast inn á skemmtistað af þaki hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ó hvað ég skil þær vel, ég man svo langt.....

Jónína Dúadóttir, 7.11.2007 kl. 12:53

2 identicon

mítú! Man aðég var að skríða inn um glugga á heimavistarskóla og var ekki staðkunnugur. Splash....þetta var glugginn á sundlauginni. Ég var blautur það kvöld.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 13:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gísli: Ég fékk kast og hló upphátt.  Alltaf gott að hlægja. 

Jónína: Kannski við villingarnir hérna ættum að safna sögum í bók, ha?  Yrði ekki leiðinlegt en örgla bannað innan 25 Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 13:56

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég stóð fast á þessu þar til stelpurnar voru hólpnar

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 14:58

5 Smámynd: halkatla

ég á margar góðar sögur sem tengjast skemmtistöðum og þökum, en ein stendur uppúr, þannig var að einu sinni stóð ég úti á þaki niðrí miðbæ ástamt vinum, mjög nálægt skemmtistað - og var edrú aldrei þessu vant - þá opnaðist skyndilega hurð frá skemmtistaðnum sem lá útá þakið vegna þess að hrúga af fólki hafði dottið á hana, fyrst fannst mér þetta bara fyndið því fólk lá stumrandi þarna um allt, en gamanið kárnaði þegar allir voru farnir aftur inn og dyraverðir komu útá þakið, einn benti á mig og sagði "það var hún" og svo var ég dregin inná skemmtistaðinn, niður tröppur og hent út af staðnum með valdi ég er ekki að djóka, á leiðinni niður heyrði ég t.d dyraverðina segja um mig "hún ældi líka útum allt uppi" og ýmislegt fleira, hehe, mér finnst það bara svo æðislegt að hafa í rauninni aldrei farið inná þennan stað, en samt verið hent þaðan út

halkatla, 7.11.2007 kl. 15:20

6 Smámynd: halkatla

ég var reyndar í óleyfi á þakinu en þangað var hægt að komast gegnum annan skemmtistað við hliðina - og það var svo notalegt að slappa af þarna og horfa niður á bæjarlífið

halkatla, 7.11.2007 kl. 15:22

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef alltaf verið til fyrirmyndar ó já...dytti ekki í hug að segja ósatt.....þar til annað kemur í ljós ...(vona að enginn sem þekkir mig lesi þessi orð...)!

Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 17:06

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ekki kannast ég við svona vitleysisgang úr mínum ungdómi

Jóna Á. Gísladóttir, 7.11.2007 kl. 18:27

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna Karen: Þú ert krútt, ég hlæ og hlæ addna

Sunna Dóra: Eftir svona tíu ár kemur út bókin: Játningar kvenprests þar sem ekkert er dregið undan.

Jóna: Þú ert alltaf glöð, alltaf góð, alltaf að skiptast á (hér gæti maður spurt sig, hverju er verið að skipta á milli sín?)

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 19:40

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég gef bloggvinkonum mínum fyrstu eintökin !

Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.